Pirelli dekk í Formúlu 1 til 2019 Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 13:38 Formúlu 1 dekk Pirelli. Tilkynnt var um framhaldssamning við Pirelli dekkjaframleiðandann í Formúlu 1 samhliða kappakstrinum í Sochi í Rússlandi um helgina. Mun ítalski framleiðandinn útvega dekk fyrir alla keppnisbíla akstursraðarinnar til ársins 2019. Pirelli hefur útvegað dekkin undir Formúlu 1 bílana frá árinu 2011, en þá leysti Pirelli Bridgestone af sem eini framleiðandi dekkja fyrir Formúlu 1. Allt eins hafði verið búist við því að Michelin tæki við af Pirelli, en svo fór ekki að lokum. Helsta spurningin er nú hvort Pirelli mun breyta dekkjum sínum í samráði við keppnisliðin í Formúlu 1 eða útvega sömu dekk og áður. Pirelli dekkin hafa verið gagnrýnd af sumum keppnisliðunum fyrir áherslu á að endast vel á kostnað grips. Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent
Tilkynnt var um framhaldssamning við Pirelli dekkjaframleiðandann í Formúlu 1 samhliða kappakstrinum í Sochi í Rússlandi um helgina. Mun ítalski framleiðandinn útvega dekk fyrir alla keppnisbíla akstursraðarinnar til ársins 2019. Pirelli hefur útvegað dekkin undir Formúlu 1 bílana frá árinu 2011, en þá leysti Pirelli Bridgestone af sem eini framleiðandi dekkja fyrir Formúlu 1. Allt eins hafði verið búist við því að Michelin tæki við af Pirelli, en svo fór ekki að lokum. Helsta spurningin er nú hvort Pirelli mun breyta dekkjum sínum í samráði við keppnisliðin í Formúlu 1 eða útvega sömu dekk og áður. Pirelli dekkin hafa verið gagnrýnd af sumum keppnisliðunum fyrir áherslu á að endast vel á kostnað grips.
Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent