Benz seldi meira en BMW og Audi þriðja mánuðinn í röð Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2015 09:59 Mercedes Benz GLC Autoblog Í nýliðnum september seldi Mercedes Benz fleiri bíla en hinir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir BMW og Audi. Var það þriðja mánuðinn í röð sem það gerist, en undanfarin ár hefur Mercedes Benz verið í þriðja sæti þessara þriggja framleiðenda í sölu. Söluaukning Benz nam 16% á milli ára og seldi fyrirtækið 188.400 bíla í september. BMW seldi 180.500 bíla og Audi 170.900. Í Kína var söluaukning Benz mikil í síðasta mánuði, eða 31% en á sama tíma jókst hún um 2% hjá BMW og stóð í stað hjá Audi. Það er góð sala um allan heim á bílum eins og GLC, GLE og GLA sem hjálpað hefur Benz mest í þessari aukningu í sölu. Fyrstu 9 mánuði ársins heldur BMW ennþá efsta sætinu í heildarsölu með 1,4 milljón bíla. Mercedes Benz hefur selt 1,38 milljón bíla og Audi 1,35. Aukningin hjá Mercedes Benz er 15% á milli ára, en 5,8% hjá BMW og 3,8% hjá Audi. Því má telja öruggt að Mercedes Benz verður söluhærra en Audi í ár og muni jafnvel ná BMW. Sú staða hefur ekki verið uppi í mörg ár, en Mercedes Benz tapaði titlinum söluhæsti þýski lúxusbílaframleiðandinn til BMW árið 2005 og þar hefur BMW setið allar götur síðan. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent
Í nýliðnum september seldi Mercedes Benz fleiri bíla en hinir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir BMW og Audi. Var það þriðja mánuðinn í röð sem það gerist, en undanfarin ár hefur Mercedes Benz verið í þriðja sæti þessara þriggja framleiðenda í sölu. Söluaukning Benz nam 16% á milli ára og seldi fyrirtækið 188.400 bíla í september. BMW seldi 180.500 bíla og Audi 170.900. Í Kína var söluaukning Benz mikil í síðasta mánuði, eða 31% en á sama tíma jókst hún um 2% hjá BMW og stóð í stað hjá Audi. Það er góð sala um allan heim á bílum eins og GLC, GLE og GLA sem hjálpað hefur Benz mest í þessari aukningu í sölu. Fyrstu 9 mánuði ársins heldur BMW ennþá efsta sætinu í heildarsölu með 1,4 milljón bíla. Mercedes Benz hefur selt 1,38 milljón bíla og Audi 1,35. Aukningin hjá Mercedes Benz er 15% á milli ára, en 5,8% hjá BMW og 3,8% hjá Audi. Því má telja öruggt að Mercedes Benz verður söluhærra en Audi í ár og muni jafnvel ná BMW. Sú staða hefur ekki verið uppi í mörg ár, en Mercedes Benz tapaði titlinum söluhæsti þýski lúxusbílaframleiðandinn til BMW árið 2005 og þar hefur BMW setið allar götur síðan.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent