Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2015 12:00 Hollensk rannsóknarnefnd hefur komist að niðurstöðu um hvað grandaði flugi MH17 Vísir/Getty Það er niðurstaða hollenskrar rannsóknarnefndar að flugvél Malaysian Airlines sem var skotin niður yfir Úkraínu í júlí 2014 hafi verið skotin niður af BUK-eldflaug. Kerfið er framleitt í Rússlandi en bæði rússneski og úkraínski herinn búa yfir slíkum eldflaugum. Horfa má á kynningu hollensku rannsóknarnefndarinnar hér fyrir neðan. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna. Mikil vinna fór í því að flytja flak vélarinnar aftur til Hollands til rannsóknar en hluti vélarinnar var endurskapaður fyrir rannsóknarnefndina. Það er niðurstaða nefndarinnar að að eldflaugin hafi hæft vélina við stjórnklefa hennar og við höggið hafi flugvélin brotnað í sundur. Brak vélarinnar dreifðist um 50 ferkílómetra svæði.Gagnrýna skeytingarleysi flugfélaga Nefndin rannsakaði einnig hvaðan eldflauginni hefði verið skotið og gat hún reiknað út 320 ferkílómetra svæði þaðan sem eldflauginni hefði getað verið skotið. Þessum upplýsingum var komið til rússneskra og úkraínskra yfirvalda sem reiknuðu sjálf út hvaðan eldflaugin hefði komið líkt en þau hafa deilt um hver beri ábyrgð á eldflaugaárásinni. Hollenska rannsóknarnefndin segir einnig að að úkraínsk yfirvöld hafi átt að vera búinn loka lofthelgi Úkraínu vegna átakanna sem þar áttu sér stað. Segir í skýrslunni að enginn, hvorki úkraínsk yfirvöld né flugfélög, hafi gert sér grein fyrir áhættunni sem fólst í því að fljúga yfir Úkraínu á þessum tíma þegar hörð átök áttu sér stað á milli uppreisnarmanna og úkraínska stjórnarhersins. Þrjár flugvélar voru á sama svæði og flug Malaysian Airlines þegar hún var skotin niður og um 160 flug flugu yfir svæðið eftir að MH17 var skotin niður.Kynning hollensku rannsóknarnefndarinnar MH17 Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 Rannsóknarskýrsla um MH17 segir aðskilnaðarsinna ábyrga Alls fórust 298 manns með flugferð MH17 fyrir tæpu ári síðan. 15. júlí 2015 23:52 Birta myndband af braki MH17 fljótlega eftir að henni var grandað Á myndbandinu má sjá hvernig aðskilnaðarsinnar gera sér grein fyrir að farþegavél hafi verið skotin niður. 17. júlí 2015 09:56 Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu. 27. apríl 2015 20:22 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Það er niðurstaða hollenskrar rannsóknarnefndar að flugvél Malaysian Airlines sem var skotin niður yfir Úkraínu í júlí 2014 hafi verið skotin niður af BUK-eldflaug. Kerfið er framleitt í Rússlandi en bæði rússneski og úkraínski herinn búa yfir slíkum eldflaugum. Horfa má á kynningu hollensku rannsóknarnefndarinnar hér fyrir neðan. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna. Mikil vinna fór í því að flytja flak vélarinnar aftur til Hollands til rannsóknar en hluti vélarinnar var endurskapaður fyrir rannsóknarnefndina. Það er niðurstaða nefndarinnar að að eldflaugin hafi hæft vélina við stjórnklefa hennar og við höggið hafi flugvélin brotnað í sundur. Brak vélarinnar dreifðist um 50 ferkílómetra svæði.Gagnrýna skeytingarleysi flugfélaga Nefndin rannsakaði einnig hvaðan eldflauginni hefði verið skotið og gat hún reiknað út 320 ferkílómetra svæði þaðan sem eldflauginni hefði getað verið skotið. Þessum upplýsingum var komið til rússneskra og úkraínskra yfirvalda sem reiknuðu sjálf út hvaðan eldflaugin hefði komið líkt en þau hafa deilt um hver beri ábyrgð á eldflaugaárásinni. Hollenska rannsóknarnefndin segir einnig að að úkraínsk yfirvöld hafi átt að vera búinn loka lofthelgi Úkraínu vegna átakanna sem þar áttu sér stað. Segir í skýrslunni að enginn, hvorki úkraínsk yfirvöld né flugfélög, hafi gert sér grein fyrir áhættunni sem fólst í því að fljúga yfir Úkraínu á þessum tíma þegar hörð átök áttu sér stað á milli uppreisnarmanna og úkraínska stjórnarhersins. Þrjár flugvélar voru á sama svæði og flug Malaysian Airlines þegar hún var skotin niður og um 160 flug flugu yfir svæðið eftir að MH17 var skotin niður.Kynning hollensku rannsóknarnefndarinnar
MH17 Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 Rannsóknarskýrsla um MH17 segir aðskilnaðarsinna ábyrga Alls fórust 298 manns með flugferð MH17 fyrir tæpu ári síðan. 15. júlí 2015 23:52 Birta myndband af braki MH17 fljótlega eftir að henni var grandað Á myndbandinu má sjá hvernig aðskilnaðarsinnar gera sér grein fyrir að farþegavél hafi verið skotin niður. 17. júlí 2015 09:56 Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu. 27. apríl 2015 20:22 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51
Rannsóknarskýrsla um MH17 segir aðskilnaðarsinna ábyrga Alls fórust 298 manns með flugferð MH17 fyrir tæpu ári síðan. 15. júlí 2015 23:52
Birta myndband af braki MH17 fljótlega eftir að henni var grandað Á myndbandinu má sjá hvernig aðskilnaðarsinnar gera sér grein fyrir að farþegavél hafi verið skotin niður. 17. júlí 2015 09:56
Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu. 27. apríl 2015 20:22
Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29