Körfubolti

KR og Haukum spáð titlinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
KR fagnar titlinum síðasta vor.
KR fagnar titlinum síðasta vor. vísir/auðunn
KR og Haukar verða Íslandsmeistarar í Dominos-deildunum í körfubolta samkvæmt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna.

Kynningarfundur deildarinnar stendur nú yfir þar sem tímabilið er kynnt. Stöð 2 Sport mun sýna fleiri leiki en áður og einnig vera með sérstakan uppgjörsþátt á föstudagskvöldum.

KR er búið að vinna karladeildina tvö ár í röð og er enn með geysiöflugt lið. Þeir bættu meðal annars við sig landsliðsmanninum, Ægi Þór Steinarssyni.

Besta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, er komin heim í Hauka og liðið verður óstöðvandi með hana innanborðs samkvæmt spánni.

Hér að neðan má sjá spána.

Dominos-deild karla:

  1. KR - 426 stig
  2. Tindastóll - 362
  3. Stjarnan - 354
  4. Haukar - 340
  5. Þór Þ. - 270
  6. Njarðvík - 234
  7. Grindavík - 226
  8. Keflavík - 175
  9. FsU - 141
  10. Snæfell - 105
  11. ÍR - 95
  12. Höttur - 74


Dominos-deild kvenna:

  1. Haukar - 144 stig
  2. Keflavík - 107
  3. Valur - 86
  4. Stjarnan - 80
  5. Snæfell - 73
  6. Grindavík - 67
  7. Hamar - 30



Fleiri fréttir

Sjá meira


×