Fer þessi Aston Martin á 2 milljarða? Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2015 15:41 Aston Martin DB4 GT Zagato, árgerð 1962. Autoblog Þessi Aston Martin DB4 GT Zagato bíll, árgerð 1962, verður boðinn upp af RM Sotheby´s í New York í desember og er búist við því að tilboð í hann verði ekki undir 2 milljörðum króna, eða 16 milljónum dollara. Þessi bíll þótti hreint undratæki á sínum tíma og er með 3,7 lítra V6 vél úr áli sem skilar 314 hestöflum. Hún kom honum í hundraðið á 6,1 sekúndu og hámarkshraði bílsins er 246 km/klst. Margir hafa sagt að þessi bíll sé einn fallegast bíll sem framleiddur hefur verið og er alveg óhætt að taka undir það. Hann er afrakstur samstarfs Aston Martin og Zagato en aðeins voru framleiddir 19 svona bílar. Þetta er sá fjórtándi þeirra og var seldur upphaflega til Ástralíu. Bíllinn var gerður fullkomlega upp árið 2002 og síðan þá hefur hann unnið til margra verðlauna á bílasýningum, meðal annars á Pebble Beach sýningunni í Kaliforníu og Villa d´Este sýningunni við Como vatnið á Ítalíu. Ekki verður aðeins boðinn upp þessi Aston Martin bíll því aðrir verðmætir bílar á uppboðinu verða meðal annars Ferrari 250 Europa árgerð 1953 (áætlað söluverð 500 milljónir kr.), Bugatti Type 57C Atalante árgerð 1938 (250 milljónir kr.) og Lamborghini Concept S árgerð 2005 (375 milljónir kr.). Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent
Þessi Aston Martin DB4 GT Zagato bíll, árgerð 1962, verður boðinn upp af RM Sotheby´s í New York í desember og er búist við því að tilboð í hann verði ekki undir 2 milljörðum króna, eða 16 milljónum dollara. Þessi bíll þótti hreint undratæki á sínum tíma og er með 3,7 lítra V6 vél úr áli sem skilar 314 hestöflum. Hún kom honum í hundraðið á 6,1 sekúndu og hámarkshraði bílsins er 246 km/klst. Margir hafa sagt að þessi bíll sé einn fallegast bíll sem framleiddur hefur verið og er alveg óhætt að taka undir það. Hann er afrakstur samstarfs Aston Martin og Zagato en aðeins voru framleiddir 19 svona bílar. Þetta er sá fjórtándi þeirra og var seldur upphaflega til Ástralíu. Bíllinn var gerður fullkomlega upp árið 2002 og síðan þá hefur hann unnið til margra verðlauna á bílasýningum, meðal annars á Pebble Beach sýningunni í Kaliforníu og Villa d´Este sýningunni við Como vatnið á Ítalíu. Ekki verður aðeins boðinn upp þessi Aston Martin bíll því aðrir verðmætir bílar á uppboðinu verða meðal annars Ferrari 250 Europa árgerð 1953 (áætlað söluverð 500 milljónir kr.), Bugatti Type 57C Atalante árgerð 1938 (250 milljónir kr.) og Lamborghini Concept S árgerð 2005 (375 milljónir kr.).
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent