Viðskipti erlent

Verðbólga neikvæð í Bretlandi í september í fyrsta sinn í 55 ár

Sæunn Gísladóttir skrifar
Verðbólgutölur gefa til kynna að Englandsbanki eigi enn langt í land og að 0,5% stýivöxtum verði ekki breytt uppávið í bráð.
Verðbólgutölur gefa til kynna að Englandsbanki eigi enn langt í land og að 0,5% stýivöxtum verði ekki breytt uppávið í bráð. Vísir/AFP
Í fyrsta skipti frá því árið 1960 var verðbólga í september í Bretlandi neikvæð. Verðlag hjaðnaði um 0,1% eftir stöðnun á verðlagi í ágúst, segir í greiningu IFS. Verðlag hafði einnig hjaðnað í apríl á árinu. Verðbólgutölur gefa til kynna að Englandsbanki eigi enn langt í land og að 0,5% stýivöxtum verði ekki breytt uppávið í bráð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×