Systur og fyrrum liðsfélagar mætast í beinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2015 15:00 Sylvía Rún Hálfdanardóttir mætir eldri systur sinni í kvöld. Vísir/Anton Dominos-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld en sex af sjö liðum deildarinnar spila þá sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu 2015-16. Leikur nýliða Stjörnunnar og meistaraefnanna úr Haukum verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en þetta er fyrsti leikur kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild. Haukum var spáð titlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn búast við því að Stjarnan komist í úrslitakeppnina á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.Haukar hafa endurheimt tvær af farsölustu dætrum sínum því landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir er komin heim úr atvinnumennsku og Pálína Gunnlaugsdóttir spilar aftur með Haukum eftir átta ára dvöl hjá Keflavík og Grindavík. Það er því búist við miklu af liði Hauka sem hafa margar ungar og efnilegar stelpur í liðinu auk þess að fá til sín tvær af allra bestu leikmönnum landsins. Haukarnir eiga líka mikið í nokkrum leikmönnum Stjörnunnar en margar þeirra eru uppaldir Haukaleikmenn eða spiluðu með Haukunum á árum áður.Mestu tengslin eru þó án efa hjá systrunum Báru Fanneyju Hálfdanardóttur og Sylvíu Rún Hálfdanardóttur. Bára Fanney er uppalin Haukaleikmaður og var í hinu sigursæla liði Hauka frá 2005 til 2007 en hún hefur spilað með Stjörnunni undanfarin ár. Sylvía Rún er tíu árum yngri en Bára Fanney og ein af efnilegustu leikmönnum kvennakörfunnar í dag. Sylvía Rún hefur unnið sér sæti í byrjunarliði Hauka á undirbúningstímabilinu. Það er mikill körfubolti í fjölskyldunni, eldri systir þeirra Hanna Hálfdanardóttir var fyrirliði Hauka þegar liðið varð bikarmeistari árið 2005 og móðir þeirra, Sóley Indriðadóttir, var kosin besti leikmaður deildarinnar tímabilið sem hún hjálpaði Haukunum að vinna bikarinn í fyrsta sinn 1984. Faðir þeirra Hálfdan Markússon lék einnig með Haukum á sínum tíma og var aðstoðarþjálfari þegar Haukarnir urðu Íslandsmeistarar 1988 með Pálmar Sigurðsson sem spilandi þjálfara. Ragna Margrét Brynjarsdóttir, miðherji Stjörnunnar, er uppalin Haukakona og það er líka jafnaldra hennar Kristín Fjóla Reynisdóttir. Heiðrún Ösp Hauksdóttir, Bryndís Hanna Hreinsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir spiluðu allar með Haukum á sínum tíma og voru meðal annars Íslandsmeistarar með Rögnu Margréti og Kristínu Fjólu vorið 2009. Það er eini Íslandsmeistaratitil Hauka án þeirra Helenu Sverrisdóttur og Pálínu Gunnlaugsdóttur. Heiðrún Ösp og Telma verða þó líklega ekki með Stjörnunni í kvöld.Leikur Stjörnunnar og Hauka fer fram í Ásgarði í Garðbæ og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og þá hefjast líka leikur Vals og Keflavíkur í Vodafone-höllinni og leikur Hamars og Snæfells í Hveragerði. Grindavíkurliðið situr hjá í fyrstu umferð en spilar sinn fyrsta leik á laugardaginn á móti Val en sá leikur verður sýndur beint á Sportstöðvunum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Dominos-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld en sex af sjö liðum deildarinnar spila þá sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu 2015-16. Leikur nýliða Stjörnunnar og meistaraefnanna úr Haukum verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en þetta er fyrsti leikur kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild. Haukum var spáð titlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn búast við því að Stjarnan komist í úrslitakeppnina á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.Haukar hafa endurheimt tvær af farsölustu dætrum sínum því landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir er komin heim úr atvinnumennsku og Pálína Gunnlaugsdóttir spilar aftur með Haukum eftir átta ára dvöl hjá Keflavík og Grindavík. Það er því búist við miklu af liði Hauka sem hafa margar ungar og efnilegar stelpur í liðinu auk þess að fá til sín tvær af allra bestu leikmönnum landsins. Haukarnir eiga líka mikið í nokkrum leikmönnum Stjörnunnar en margar þeirra eru uppaldir Haukaleikmenn eða spiluðu með Haukunum á árum áður.Mestu tengslin eru þó án efa hjá systrunum Báru Fanneyju Hálfdanardóttur og Sylvíu Rún Hálfdanardóttur. Bára Fanney er uppalin Haukaleikmaður og var í hinu sigursæla liði Hauka frá 2005 til 2007 en hún hefur spilað með Stjörnunni undanfarin ár. Sylvía Rún er tíu árum yngri en Bára Fanney og ein af efnilegustu leikmönnum kvennakörfunnar í dag. Sylvía Rún hefur unnið sér sæti í byrjunarliði Hauka á undirbúningstímabilinu. Það er mikill körfubolti í fjölskyldunni, eldri systir þeirra Hanna Hálfdanardóttir var fyrirliði Hauka þegar liðið varð bikarmeistari árið 2005 og móðir þeirra, Sóley Indriðadóttir, var kosin besti leikmaður deildarinnar tímabilið sem hún hjálpaði Haukunum að vinna bikarinn í fyrsta sinn 1984. Faðir þeirra Hálfdan Markússon lék einnig með Haukum á sínum tíma og var aðstoðarþjálfari þegar Haukarnir urðu Íslandsmeistarar 1988 með Pálmar Sigurðsson sem spilandi þjálfara. Ragna Margrét Brynjarsdóttir, miðherji Stjörnunnar, er uppalin Haukakona og það er líka jafnaldra hennar Kristín Fjóla Reynisdóttir. Heiðrún Ösp Hauksdóttir, Bryndís Hanna Hreinsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir spiluðu allar með Haukum á sínum tíma og voru meðal annars Íslandsmeistarar með Rögnu Margréti og Kristínu Fjólu vorið 2009. Það er eini Íslandsmeistaratitil Hauka án þeirra Helenu Sverrisdóttur og Pálínu Gunnlaugsdóttur. Heiðrún Ösp og Telma verða þó líklega ekki með Stjörnunni í kvöld.Leikur Stjörnunnar og Hauka fer fram í Ásgarði í Garðbæ og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og þá hefjast líka leikur Vals og Keflavíkur í Vodafone-höllinni og leikur Hamars og Snæfells í Hveragerði. Grindavíkurliðið situr hjá í fyrstu umferð en spilar sinn fyrsta leik á laugardaginn á móti Val en sá leikur verður sýndur beint á Sportstöðvunum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira