Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 75-86 | Helena fór á kostum í fyrsta leik Kristinn Páll Teitsson í Ásgarði skrifar 14. október 2015 22:00 Helena Sverrisdóttir skoraði 35 stig. vísir/vilhelm Meistaraefnin í Haukum sóttu tvö stig í Garðbæ í kvöld með ellefu stiga sigri á Stjörnunni í fyrstu umferð Dominos-deild kvenna í kvöld. Stjarnan hélt í við Hauka allt fram að lokaleikhlutanum en Haukaliðið, leitt af Helenu Sverrisdóttir, reyndist einfaldlega of stór biti fyrir Stjörnuna. Það var mikil eftirvænting fyrir leiknum en Helena var að leika fyrstu leik sinn í Hauka-treyjunni eftir átta ár í atvinnumennsku en ásamt Helenu sneri Pálína María Gunnlaugsdóttir aftur í Hauka eftir átta ár í herbúðum Keflavíkur og Grindavíkur. Það var ekki að sjá á liði Stjörnunnar í upphafi leiksins að þær ætluðu eitthvað að gefa eftir þrátt fyrir að vera nýliðar í Dominos-deildinni að mæta liðinu sem er spáð Íslandsmeistaratitlinum. Stjörnukonur spiluðu góða vörn og voru að fá góð skot í fyrsta leikhluta og fyrir vikið leiddu þær lengst af í leikhlutanum en Haukaliðinu tókst að komast 23-22 yfir með flautukörfu á lokasekúndum leikhlutans. Leikmenn Stjörnunnar voru betri aðilinn á upphafsmínútum annars leikhluta en eftir að Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður liðsins fór af velli vegna villuvandræða komust Haukakonur upp á lagið. Virðist það skapa meira pláss fyrir liðið sem leiddi til fleiri sóknarfrákasta og fengu þær auðveldari körfur og leiddu 46-38 í hálfleik. Stjarnan náði að koma muninum aftur niður í tvö stig í þriðja leikhluta en aftur lenti liðið í vandræðum þegar Ragna Margrét þurfti að koma af velli vegna villuvandræða. Að þessu sinni gekk liðinu betur að verjast en ekkert gekk í sóknarleik liðsins. Komu eflaust um 7 sóknir í röð þar sem Haukakonur stálu boltanum á vallarhelmingi Stjörnunnar með því að komast inn í slakar þversendingar Stjörnuliðsins. Þrátt fyrir erfiðleikana í sókninni tókst Stjörnukonum að halda forskotinu í sex stigum að þremur leikhlutum loknum. Haukaliðinu tókst hinsvegar að gera út um leikinn á upphafsmínútum fjórða leikhluta þegar þær náðu þrettán stiga forskoti en Stjörnuliðinu tókst aldrei að ógna því forskoti í fjórða leikhluta. Lauk leiknum með ellefu stiga sigri Hauka en Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, getur verið sáttur með spilamennsku leikmanna sinna í leiknum en þær voru inn í leiknum allt fram að lokaleikhluta leiksins. Helena Sverrisdóttir fór á kostum í liði Hauka í leiknum en ásamt því að setja 35 stig tók hún 15 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Í liði Stjörnunnar var það Chelsie Alexa Schweers sem var atkvæðamest með 31 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar en Margrét Kara Sturludóttir, líkt og Ragna Margrét, bauð upp á tvöfalda tvennu með 11 stig og 11 fráköst.Pálína Gunnlaugsdóttir tekur skot fyrir Hauka.vísir/vilhelmAndri: Verð að hrósa Stjörnunni „Ég er ánægður með baráttuna og andann í liðinu en það er margt sem við þurfum að bæta,“ sagði Andri Kristinsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við þurfum að bæta margt í sókn og vörn en það er gott að koma fyrsta leiknum úr sögunni og að ná í tvö stig. Það var stress í liðinu í byrjun leiksins, það sást augljóslega,“ sagði Andri sem var ánægður með umgjörðina í kvöld. „Ég verð að hrósa Stjörnunni fyrir umgjörðina, það var frábær stemming á leiknum og vel mætt. Það er til fyrirmyndar hvernig Stjarnan heldur utan um kvennaliðið í körfubolta.“ Spilamennska Stjörnunnar í upphafi leiks kom Andra ekki á óvart. „Þær byrjuðu mjög vel, ég þekki þessar stelpur vel og það má aldrei líta af þeim. Þær eru með frábærar skyttur og baráttujaxla þrátt fyrir að hafa saknað tveggja leikmanna í kvöld. Ég á ekki von á öðru en að þeir muni berjast við topp deildarinnar.“ Andri var að vonum sáttur með spilamennsku Helenu í kvöld. „Það er lúxus að vera með svona leikmenn en við erum með marga mjög öfluga leikmenn og í dag var það Helena sem steig upp. Ég á von á því að aðrir leikmenn muni stíga upp í öðrum leikjum þrátt fyrir að þær muni kannski ekki ná jafn stórkostlegum leikjum,“ sagði Andri léttur.Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Chelsie Schweers fyrir Stjörnuna í kvöld.vísir/vilhelmMargrét Kara: Mjög svekkjandi „Það er alltaf hundfúlt að tapa en okkur tókst vel að halda í við þær,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður Stjörnunnar, svekkt eftir leikinn. Nýliðar Stjörnunnar héldu í við meistaraefnin í Haukum lengi vel en Margrét sagði að liðið hefði einfaldlega gert of mörg mistök. „Þetta gekk vel framan af, boltinn var að ganga vel okkar á milli en svo fórum við að gera of mikið af mistökum og var það kannski reynsluleysi,“ sagði Margrét sem var sérstaklega svekkt yfir kafla í þriðja leikhluta þar sem liðið spilaði góða vörn en kastaði boltanum í hendur andstæðingsins trekk í trekk. „Það var mjög svekkjandi. Við vorum að spila mjög góða vörn á þeim kafla en við vorum alltaf að kasta boltanum beint í hendurnar á þeim aftur.“ Helena fór á kostum í leiknum og lenti Stjörnuliðið í miklum vandræðum að reyna að stöðva hana. „Hún spilaði mjög vel og það er gaman að spila á móti mótherjum í þessum gæðaflokk. Hún er ekki komin hingað til þess að slaka á,“ sagði Margrét.Helena Sverrisdóttir á ferðinni í kvöld.vísir/vilhelmHelena: Skora ef ég þarf að gera það „Tilfinningin er mjög góð, það er frábært að byrja þetta á sigri,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, sátt eftir leikinn. Helena fór á kostum í fyrsta leik en hún setti 35 stig, tók 15 fráköst, átti sjö stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. „Ég sagði það fyrir tímabilið að ef það kemur upp að ég þurfi að skora þá mun ég takast á við það. Við misstum byrjunar skotbakvörðinn okkar strax í byrjun og þá tók ég að mér öðruvísi hlutverk. Þrátt fyrir að við höfum misst hana út þá fannst mér spilamennskan fín.“ Helena var hrifin af spilamennsku Stjörnukvenna í kvöld. „Þær stóðu sig mjög vel, þær eru nýliðar en þær eru með fullt af flottum leikmönnum en við náðum að halda haus allan tímann og tökum stigin tvö með okkur heim.“ Helena var ekki eini leikmaðurinn sem sneri aftur í Haukatreyjuna eftir átta ára fjarveru í kvöld en Pálína María Gunnlaugsdóttir er komin í herbúðir Hauka aftur. „Það er frábært að fá að spila með henni, við ólumst saman upp í Hauka-treyjunni og það er gott að vera komin aftur,“ sagði Helena.Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Meistaraefnin í Haukum sóttu tvö stig í Garðbæ í kvöld með ellefu stiga sigri á Stjörnunni í fyrstu umferð Dominos-deild kvenna í kvöld. Stjarnan hélt í við Hauka allt fram að lokaleikhlutanum en Haukaliðið, leitt af Helenu Sverrisdóttir, reyndist einfaldlega of stór biti fyrir Stjörnuna. Það var mikil eftirvænting fyrir leiknum en Helena var að leika fyrstu leik sinn í Hauka-treyjunni eftir átta ár í atvinnumennsku en ásamt Helenu sneri Pálína María Gunnlaugsdóttir aftur í Hauka eftir átta ár í herbúðum Keflavíkur og Grindavíkur. Það var ekki að sjá á liði Stjörnunnar í upphafi leiksins að þær ætluðu eitthvað að gefa eftir þrátt fyrir að vera nýliðar í Dominos-deildinni að mæta liðinu sem er spáð Íslandsmeistaratitlinum. Stjörnukonur spiluðu góða vörn og voru að fá góð skot í fyrsta leikhluta og fyrir vikið leiddu þær lengst af í leikhlutanum en Haukaliðinu tókst að komast 23-22 yfir með flautukörfu á lokasekúndum leikhlutans. Leikmenn Stjörnunnar voru betri aðilinn á upphafsmínútum annars leikhluta en eftir að Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður liðsins fór af velli vegna villuvandræða komust Haukakonur upp á lagið. Virðist það skapa meira pláss fyrir liðið sem leiddi til fleiri sóknarfrákasta og fengu þær auðveldari körfur og leiddu 46-38 í hálfleik. Stjarnan náði að koma muninum aftur niður í tvö stig í þriðja leikhluta en aftur lenti liðið í vandræðum þegar Ragna Margrét þurfti að koma af velli vegna villuvandræða. Að þessu sinni gekk liðinu betur að verjast en ekkert gekk í sóknarleik liðsins. Komu eflaust um 7 sóknir í röð þar sem Haukakonur stálu boltanum á vallarhelmingi Stjörnunnar með því að komast inn í slakar þversendingar Stjörnuliðsins. Þrátt fyrir erfiðleikana í sókninni tókst Stjörnukonum að halda forskotinu í sex stigum að þremur leikhlutum loknum. Haukaliðinu tókst hinsvegar að gera út um leikinn á upphafsmínútum fjórða leikhluta þegar þær náðu þrettán stiga forskoti en Stjörnuliðinu tókst aldrei að ógna því forskoti í fjórða leikhluta. Lauk leiknum með ellefu stiga sigri Hauka en Baldur Ingi Jónasson, þjálfari Stjörnunnar, getur verið sáttur með spilamennsku leikmanna sinna í leiknum en þær voru inn í leiknum allt fram að lokaleikhluta leiksins. Helena Sverrisdóttir fór á kostum í liði Hauka í leiknum en ásamt því að setja 35 stig tók hún 15 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Í liði Stjörnunnar var það Chelsie Alexa Schweers sem var atkvæðamest með 31 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar en Margrét Kara Sturludóttir, líkt og Ragna Margrét, bauð upp á tvöfalda tvennu með 11 stig og 11 fráköst.Pálína Gunnlaugsdóttir tekur skot fyrir Hauka.vísir/vilhelmAndri: Verð að hrósa Stjörnunni „Ég er ánægður með baráttuna og andann í liðinu en það er margt sem við þurfum að bæta,“ sagði Andri Kristinsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við þurfum að bæta margt í sókn og vörn en það er gott að koma fyrsta leiknum úr sögunni og að ná í tvö stig. Það var stress í liðinu í byrjun leiksins, það sást augljóslega,“ sagði Andri sem var ánægður með umgjörðina í kvöld. „Ég verð að hrósa Stjörnunni fyrir umgjörðina, það var frábær stemming á leiknum og vel mætt. Það er til fyrirmyndar hvernig Stjarnan heldur utan um kvennaliðið í körfubolta.“ Spilamennska Stjörnunnar í upphafi leiks kom Andra ekki á óvart. „Þær byrjuðu mjög vel, ég þekki þessar stelpur vel og það má aldrei líta af þeim. Þær eru með frábærar skyttur og baráttujaxla þrátt fyrir að hafa saknað tveggja leikmanna í kvöld. Ég á ekki von á öðru en að þeir muni berjast við topp deildarinnar.“ Andri var að vonum sáttur með spilamennsku Helenu í kvöld. „Það er lúxus að vera með svona leikmenn en við erum með marga mjög öfluga leikmenn og í dag var það Helena sem steig upp. Ég á von á því að aðrir leikmenn muni stíga upp í öðrum leikjum þrátt fyrir að þær muni kannski ekki ná jafn stórkostlegum leikjum,“ sagði Andri léttur.Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Chelsie Schweers fyrir Stjörnuna í kvöld.vísir/vilhelmMargrét Kara: Mjög svekkjandi „Það er alltaf hundfúlt að tapa en okkur tókst vel að halda í við þær,“ sagði Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður Stjörnunnar, svekkt eftir leikinn. Nýliðar Stjörnunnar héldu í við meistaraefnin í Haukum lengi vel en Margrét sagði að liðið hefði einfaldlega gert of mörg mistök. „Þetta gekk vel framan af, boltinn var að ganga vel okkar á milli en svo fórum við að gera of mikið af mistökum og var það kannski reynsluleysi,“ sagði Margrét sem var sérstaklega svekkt yfir kafla í þriðja leikhluta þar sem liðið spilaði góða vörn en kastaði boltanum í hendur andstæðingsins trekk í trekk. „Það var mjög svekkjandi. Við vorum að spila mjög góða vörn á þeim kafla en við vorum alltaf að kasta boltanum beint í hendurnar á þeim aftur.“ Helena fór á kostum í leiknum og lenti Stjörnuliðið í miklum vandræðum að reyna að stöðva hana. „Hún spilaði mjög vel og það er gaman að spila á móti mótherjum í þessum gæðaflokk. Hún er ekki komin hingað til þess að slaka á,“ sagði Margrét.Helena Sverrisdóttir á ferðinni í kvöld.vísir/vilhelmHelena: Skora ef ég þarf að gera það „Tilfinningin er mjög góð, það er frábært að byrja þetta á sigri,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, sátt eftir leikinn. Helena fór á kostum í fyrsta leik en hún setti 35 stig, tók 15 fráköst, átti sjö stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. „Ég sagði það fyrir tímabilið að ef það kemur upp að ég þurfi að skora þá mun ég takast á við það. Við misstum byrjunar skotbakvörðinn okkar strax í byrjun og þá tók ég að mér öðruvísi hlutverk. Þrátt fyrir að við höfum misst hana út þá fannst mér spilamennskan fín.“ Helena var hrifin af spilamennsku Stjörnukvenna í kvöld. „Þær stóðu sig mjög vel, þær eru nýliðar en þær eru með fullt af flottum leikmönnum en við náðum að halda haus allan tímann og tökum stigin tvö með okkur heim.“ Helena var ekki eini leikmaðurinn sem sneri aftur í Haukatreyjuna eftir átta ára fjarveru í kvöld en Pálína María Gunnlaugsdóttir er komin í herbúðir Hauka aftur. „Það er frábært að fá að spila með henni, við ólumst saman upp í Hauka-treyjunni og það er gott að vera komin aftur,“ sagði Helena.Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti