Útsendingu er lokið.
Vísir býður lesendur sínum upp á að horfa á fyrsta þátt Dominos-Körfuboltavkölds í opinni dagskrá, en þáttinn má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Dominos-Körfuboltakvöld er nýr þáttur á Stöð 2 Sport þar sem farið verður yfir hverja umferð í Dominos-deild karla og farið yfir málin í Dominos-deild kvenna.
Í kvöld er upphitunarþáttur fyrir veturinn þar sem spáð er í spilin fyrir Dominos-deild karla og farið yfir fyrsta sjónvarpsleikinn hjá konunum þar sem Stjarnan tók á móti Haukum.
Kjartan Atli Kjartansson stýrir Dominos-Körfuboltakvöldi, en sérfræðingar kvöldsins eru fyrrverandi landsliðsmennirnir Kristinn Friðriksson og Hermann Hauksson.
Fannar Ólafsson og Jón Halldór Eðvaldsson fara svo yfir hverjir eru bestir í hverri stöðu fyrir sig. Ekki missa þaf þessu.
Spilarinn opnar klukkan 21.45 og lokar eftir að þætti lýkur.
Bein útsending: Dominos-Körfuboltakvöld | Hitað upp fyrir veturinn

Mest lesið








Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn

Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti
