Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Sveinn Arnarsson skrifar 15. október 2015 07:00 Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. Aðeins 23 almennum þingfundardögum er ólokið á þessu ári samkvæmt starfsáætlun þingsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill skerpa á vinnubrögðum þingsins. Aðeins eitt mál var til umræðu á þingi í gær frá ráðherra og tvö frumvörp frá heilbrigðisráðherra eru á dagskrá þingsins í dag. Ragnheiður telur ákveðna lensku að þingmál komi seint fram og vill sjá frumvörp sem sannarlega eru tilbúin koma til þings. „Það sem vekur furðu mína er að mál sem unnin voru á síðasta vori skuli ekki vera komin inn aftur. Ég er sammála því að það þarf aðeins að skerpa á þessu. Það er sérstakt að mál sem hlutu ekki náð fyrir þinginu í vor skuli ekki vera komin inn aftur og því þarf að leita skýringa á því,“ segir Ragnheiður.Katrín Júlíusdóttir alþingismaðurKatrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þessi vinnubrögð ósið. „Á meðan við bíðum eftir stóru málunum frá ríkisstjórnarflokkunum, húsnæðisfrumvörpum velferðarráðherra sem dæmi, þá eru í þinginu um það bil hálftíma þingfundir ef frá eru taldir hefðbundnir upphafsliðir þingstarfa,“ segir Katrín. „Ég er hrædd um að hér verði kraðak þegar líða tekur á þingstörfin og að ráðherrar komi með hrúgu af málum á stuttum tíma. Það kemur bara niður á gæðum og umfjöllun þingmála. Á meðan svona rólegt er hjá ríkisstjórninni ættum við að nota tímann vel og dæla inn þingmannamálum og afgreiða þau þar sem mörg góð mál bíða frá þingmönnum allra flokka.“ Ragnheiður segir þessi vinnubrögð ekki ný af nálinni og slæmt að ekki skuli takast betur til í að breyta vinnubrögðunum. „Það er svo sem hefðbundin venja hér að mál detta inn í bunkum áður en síðasti dagur rennur út. Það gefur hins vegar augaleið að þau mál afgreiðast ekki fyrir jól nema þau sem eru beintengd fjárlagafrumvarpinu. Hin málin færast fram í janúar.“ Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. Aðeins 23 almennum þingfundardögum er ólokið á þessu ári samkvæmt starfsáætlun þingsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill skerpa á vinnubrögðum þingsins. Aðeins eitt mál var til umræðu á þingi í gær frá ráðherra og tvö frumvörp frá heilbrigðisráðherra eru á dagskrá þingsins í dag. Ragnheiður telur ákveðna lensku að þingmál komi seint fram og vill sjá frumvörp sem sannarlega eru tilbúin koma til þings. „Það sem vekur furðu mína er að mál sem unnin voru á síðasta vori skuli ekki vera komin inn aftur. Ég er sammála því að það þarf aðeins að skerpa á þessu. Það er sérstakt að mál sem hlutu ekki náð fyrir þinginu í vor skuli ekki vera komin inn aftur og því þarf að leita skýringa á því,“ segir Ragnheiður.Katrín Júlíusdóttir alþingismaðurKatrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þessi vinnubrögð ósið. „Á meðan við bíðum eftir stóru málunum frá ríkisstjórnarflokkunum, húsnæðisfrumvörpum velferðarráðherra sem dæmi, þá eru í þinginu um það bil hálftíma þingfundir ef frá eru taldir hefðbundnir upphafsliðir þingstarfa,“ segir Katrín. „Ég er hrædd um að hér verði kraðak þegar líða tekur á þingstörfin og að ráðherrar komi með hrúgu af málum á stuttum tíma. Það kemur bara niður á gæðum og umfjöllun þingmála. Á meðan svona rólegt er hjá ríkisstjórninni ættum við að nota tímann vel og dæla inn þingmannamálum og afgreiða þau þar sem mörg góð mál bíða frá þingmönnum allra flokka.“ Ragnheiður segir þessi vinnubrögð ekki ný af nálinni og slæmt að ekki skuli takast betur til í að breyta vinnubrögðunum. „Það er svo sem hefðbundin venja hér að mál detta inn í bunkum áður en síðasti dagur rennur út. Það gefur hins vegar augaleið að þau mál afgreiðast ekki fyrir jól nema þau sem eru beintengd fjárlagafrumvarpinu. Hin málin færast fram í janúar.“
Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira