Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Sveinn Arnarsson skrifar 15. október 2015 07:00 Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. Aðeins 23 almennum þingfundardögum er ólokið á þessu ári samkvæmt starfsáætlun þingsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill skerpa á vinnubrögðum þingsins. Aðeins eitt mál var til umræðu á þingi í gær frá ráðherra og tvö frumvörp frá heilbrigðisráðherra eru á dagskrá þingsins í dag. Ragnheiður telur ákveðna lensku að þingmál komi seint fram og vill sjá frumvörp sem sannarlega eru tilbúin koma til þings. „Það sem vekur furðu mína er að mál sem unnin voru á síðasta vori skuli ekki vera komin inn aftur. Ég er sammála því að það þarf aðeins að skerpa á þessu. Það er sérstakt að mál sem hlutu ekki náð fyrir þinginu í vor skuli ekki vera komin inn aftur og því þarf að leita skýringa á því,“ segir Ragnheiður.Katrín Júlíusdóttir alþingismaðurKatrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þessi vinnubrögð ósið. „Á meðan við bíðum eftir stóru málunum frá ríkisstjórnarflokkunum, húsnæðisfrumvörpum velferðarráðherra sem dæmi, þá eru í þinginu um það bil hálftíma þingfundir ef frá eru taldir hefðbundnir upphafsliðir þingstarfa,“ segir Katrín. „Ég er hrædd um að hér verði kraðak þegar líða tekur á þingstörfin og að ráðherrar komi með hrúgu af málum á stuttum tíma. Það kemur bara niður á gæðum og umfjöllun þingmála. Á meðan svona rólegt er hjá ríkisstjórninni ættum við að nota tímann vel og dæla inn þingmannamálum og afgreiða þau þar sem mörg góð mál bíða frá þingmönnum allra flokka.“ Ragnheiður segir þessi vinnubrögð ekki ný af nálinni og slæmt að ekki skuli takast betur til í að breyta vinnubrögðunum. „Það er svo sem hefðbundin venja hér að mál detta inn í bunkum áður en síðasti dagur rennur út. Það gefur hins vegar augaleið að þau mál afgreiðast ekki fyrir jól nema þau sem eru beintengd fjárlagafrumvarpinu. Hin málin færast fram í janúar.“ Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. Aðeins 23 almennum þingfundardögum er ólokið á þessu ári samkvæmt starfsáætlun þingsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill skerpa á vinnubrögðum þingsins. Aðeins eitt mál var til umræðu á þingi í gær frá ráðherra og tvö frumvörp frá heilbrigðisráðherra eru á dagskrá þingsins í dag. Ragnheiður telur ákveðna lensku að þingmál komi seint fram og vill sjá frumvörp sem sannarlega eru tilbúin koma til þings. „Það sem vekur furðu mína er að mál sem unnin voru á síðasta vori skuli ekki vera komin inn aftur. Ég er sammála því að það þarf aðeins að skerpa á þessu. Það er sérstakt að mál sem hlutu ekki náð fyrir þinginu í vor skuli ekki vera komin inn aftur og því þarf að leita skýringa á því,“ segir Ragnheiður.Katrín Júlíusdóttir alþingismaðurKatrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þessi vinnubrögð ósið. „Á meðan við bíðum eftir stóru málunum frá ríkisstjórnarflokkunum, húsnæðisfrumvörpum velferðarráðherra sem dæmi, þá eru í þinginu um það bil hálftíma þingfundir ef frá eru taldir hefðbundnir upphafsliðir þingstarfa,“ segir Katrín. „Ég er hrædd um að hér verði kraðak þegar líða tekur á þingstörfin og að ráðherrar komi með hrúgu af málum á stuttum tíma. Það kemur bara niður á gæðum og umfjöllun þingmála. Á meðan svona rólegt er hjá ríkisstjórninni ættum við að nota tímann vel og dæla inn þingmannamálum og afgreiða þau þar sem mörg góð mál bíða frá þingmönnum allra flokka.“ Ragnheiður segir þessi vinnubrögð ekki ný af nálinni og slæmt að ekki skuli takast betur til í að breyta vinnubrögðunum. „Það er svo sem hefðbundin venja hér að mál detta inn í bunkum áður en síðasti dagur rennur út. Það gefur hins vegar augaleið að þau mál afgreiðast ekki fyrir jól nema þau sem eru beintengd fjárlagafrumvarpinu. Hin málin færast fram í janúar.“
Alþingi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira