Umfjöllun og viðtöl: FSu - Grindavík 84-85 | Ómar tryggði Grindavík sigurinn í Iðu Bjarmi Skarphéðinsson í Iðu skrifar 15. október 2015 22:00 Jóhann Árni Ólafsson og félagar í Grindavík unnu í spennandi leik í kvöld. vísir/ernir FSu og Grindavík mættust í Iðu á Selfossi í kvöld í 1.umferð Dominos deildar karla í körfubolta. Grindavík vann leikinn með naumindum eftir dramatík undir lokin, 85-84. FSu eru nýliðar í deildinni en Grindvíkingar öllu vanir í þeim vígvelli. Heimamenn í FSu byrjuðu leikinn mun betur eftir stífar og erfiðar upphafsmínútur beggja liða. Heimamenn fóru að hitta úr skotum fyrir utan og leiddu leikinn eftir 1.leikhluta, 25-20. Leikurinn var hraður og skemmtilegur í fyrri hálfleik og áfram héldu FSu að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í 2.leikhuta. Reynsluboltarnir í Grindavík þeir Páll Axel, Jóhann Árni og Þorleifur Ólafsson héldu leiknum svona nokkuð jöfnum fram að hálflei. Þó að FSu næði mest 14 stiga forystu þá héldu gestirnir ró sinni og komu sér í þolanlega stöðu fyrir hálfleik en FSu leiddi leikinn 51-45 eftir tvo leikhluta. Seinni hálfleikur byrjaði með látum og Grindavík jafnaði leikinn með tveim körfum frá Páli Axel Vilbergssyni og komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum í kjölfarið. FSu komu þó til baka og voru enn í forystu fyrir lokahlutann 72-67. Fjórði leikhluti var æsispennandi og skiptust liðin á að hafa nauma forystu en FSu virtist þó ætla að landa sigrinum og voru með yfirhöndina í raun alveg þangað til á lokametrunum. Ómar Örn Sævarsson setti niður tvö vítaskot og FSu var yfir 84-83. Heimamenn héldu í sókn en misstu boltann klaufalega á miðjum vellinum og Ómar Örn fékk auðvelt sniðskot sem kom Grindavík yfir 84-85. FSu tók leikhlé en á þeim fjórum sekúndum sem eftir lifðu af leiknum náðu þeir ekki góðu skoti á körfuna og Grindavík landaði sigrinum með góðum varnarleik. Jón Axel Guðmundsson splæsti í þrefalda tvennu með 16 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Annars var framlag nokkuð jafnt og gott hjá Grindavík. Ari Gylfason var atkvæðamestur hjá FSu með 23 stig og 5 fráköst.FSu-Grindavík 84-85 (25-20, 26-25, 21-22, 12-18)FSu: Ari Gylfason 23/5 fráköst, Christopher Anderson 17/4 fráköst, Cristopher Caird 16/10 fráköst/8 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 13/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 9, Maciej Klimaszewski 4, Arnþór Tryggvason 2/9 fráköst.Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 16/10 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 13/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 13/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/7 fráköst/7 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Jens Valgeir Óskarsson 8/5 fráköst.Jóhann: Þessir menn eiga að taka fráköst Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega kátur þegar Vísir ræddi við hann eftir sigurinn í kvöld í þessum mikla spennuleik. „Vörnin í seinni hálfleik var einna helst það sem skóp þennan sigur,“ sagði Jóhann. Nýliðar FSu gáfu ekkert eftir í kvöld og voru klaufar að landa ekki sigri. „Við bjuggumst ekki við neinu öðru en erfiðum leik, FSu er að reyna að sanna sig í þessari deild,“ sagði Jóhann. Fráköstin voru dýrmæt í lok leiksins en þar voru Grindvíkingar mun sterkari. „Við erum með menn sem eiga að taka fráköst" sagði Jóhann Þór Ólafsson.Erik Olson: HJálpar ekki til að missa boltann 15 sinnum Erik Olson, þjálfari FSu, var svekktur í leikslok enda hans menn hársbreidd frá því að vinna flottan sigur í fyrstu umferðinni í kvöld. „Við vorum ekki nógu beittir í seinni hálfleik" sagði Erik Olson við Vísi eftir leikinn, en hvernig fóru skólastrákarnir að því að klúðra þessu? „Við missum boltann klaufalega of oft í leiknum og oftar en ekki gáfum við þeim auðveld skot í kjölfarið,“ sagði þjálfarinn. Grindavík tók 14 sókarfráköst i leiknum sem skipti sköpum og þá sérstaklega í lokin. „Þess utan missum við boltann 15 sinnum í leiknum og það hjálpar ekki til,“ sagði Erik Olson.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
FSu og Grindavík mættust í Iðu á Selfossi í kvöld í 1.umferð Dominos deildar karla í körfubolta. Grindavík vann leikinn með naumindum eftir dramatík undir lokin, 85-84. FSu eru nýliðar í deildinni en Grindvíkingar öllu vanir í þeim vígvelli. Heimamenn í FSu byrjuðu leikinn mun betur eftir stífar og erfiðar upphafsmínútur beggja liða. Heimamenn fóru að hitta úr skotum fyrir utan og leiddu leikinn eftir 1.leikhluta, 25-20. Leikurinn var hraður og skemmtilegur í fyrri hálfleik og áfram héldu FSu að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í 2.leikhuta. Reynsluboltarnir í Grindavík þeir Páll Axel, Jóhann Árni og Þorleifur Ólafsson héldu leiknum svona nokkuð jöfnum fram að hálflei. Þó að FSu næði mest 14 stiga forystu þá héldu gestirnir ró sinni og komu sér í þolanlega stöðu fyrir hálfleik en FSu leiddi leikinn 51-45 eftir tvo leikhluta. Seinni hálfleikur byrjaði með látum og Grindavík jafnaði leikinn með tveim körfum frá Páli Axel Vilbergssyni og komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum í kjölfarið. FSu komu þó til baka og voru enn í forystu fyrir lokahlutann 72-67. Fjórði leikhluti var æsispennandi og skiptust liðin á að hafa nauma forystu en FSu virtist þó ætla að landa sigrinum og voru með yfirhöndina í raun alveg þangað til á lokametrunum. Ómar Örn Sævarsson setti niður tvö vítaskot og FSu var yfir 84-83. Heimamenn héldu í sókn en misstu boltann klaufalega á miðjum vellinum og Ómar Örn fékk auðvelt sniðskot sem kom Grindavík yfir 84-85. FSu tók leikhlé en á þeim fjórum sekúndum sem eftir lifðu af leiknum náðu þeir ekki góðu skoti á körfuna og Grindavík landaði sigrinum með góðum varnarleik. Jón Axel Guðmundsson splæsti í þrefalda tvennu með 16 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Annars var framlag nokkuð jafnt og gott hjá Grindavík. Ari Gylfason var atkvæðamestur hjá FSu með 23 stig og 5 fráköst.FSu-Grindavík 84-85 (25-20, 26-25, 21-22, 12-18)FSu: Ari Gylfason 23/5 fráköst, Christopher Anderson 17/4 fráköst, Cristopher Caird 16/10 fráköst/8 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 13/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 9, Maciej Klimaszewski 4, Arnþór Tryggvason 2/9 fráköst.Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 16/10 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 13/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 13/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/7 fráköst/7 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Jens Valgeir Óskarsson 8/5 fráköst.Jóhann: Þessir menn eiga að taka fráköst Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega kátur þegar Vísir ræddi við hann eftir sigurinn í kvöld í þessum mikla spennuleik. „Vörnin í seinni hálfleik var einna helst það sem skóp þennan sigur,“ sagði Jóhann. Nýliðar FSu gáfu ekkert eftir í kvöld og voru klaufar að landa ekki sigri. „Við bjuggumst ekki við neinu öðru en erfiðum leik, FSu er að reyna að sanna sig í þessari deild,“ sagði Jóhann. Fráköstin voru dýrmæt í lok leiksins en þar voru Grindvíkingar mun sterkari. „Við erum með menn sem eiga að taka fráköst" sagði Jóhann Þór Ólafsson.Erik Olson: HJálpar ekki til að missa boltann 15 sinnum Erik Olson, þjálfari FSu, var svekktur í leikslok enda hans menn hársbreidd frá því að vinna flottan sigur í fyrstu umferðinni í kvöld. „Við vorum ekki nógu beittir í seinni hálfleik" sagði Erik Olson við Vísi eftir leikinn, en hvernig fóru skólastrákarnir að því að klúðra þessu? „Við missum boltann klaufalega of oft í leiknum og oftar en ekki gáfum við þeim auðveld skot í kjölfarið,“ sagði þjálfarinn. Grindavík tók 14 sókarfráköst i leiknum sem skipti sköpum og þá sérstaklega í lokin. „Þess utan missum við boltann 15 sinnum í leiknum og það hjálpar ekki til,“ sagði Erik Olson.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira