Fjölmargir skynjarar bílsins bjóða upp á það að bíllinn stýri, skipti um akreinar, leggi sjálfur og koma í veg fyrir að hann valdi slysi. Tesla hefur kallað kerfið „Autopilot“ en Michael Ballaban, blaðamaður hjá Japlonik, fékk að prufukeyra kerfið á dögunum á strætum New York borgar.
Kerfið tekur ekki beygjur fyrir þína hönd byggða á umferð og bíllinn skynjar ekki litinn á umferðarljósinu fyrir framan þig en þess utan er kerfið skrambi nálægt því að vera sjálfkeyrandi.
Myndband af Teslunni að aka um götur New York má sjá hér að neðan.