Porsche 911 R fyrir púritana Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2015 10:39 Porsche 911 Carrera. Sannir Porsche púritanar hafa haft horn í síðu Porsche undanfarið fyrir að ætla að bæta forþjöppum í vélar flestra sinna bílagerða auk þess sem þeim bílgerðum Porsche fer fækkandi sem bjóðast beinskiptir. Þeir vilja hafa sportbíla sína beinskipta og með “naturally inspired” vél sem ekki styðst við forþjöppur til aflaukningar. Við þessu hefur Porsche brugðist og hefur nú kynnt til sögunnar Porsche 911 R, 500 hestafla skruggukerru sem aðeins fæst beinskipt og án forþjöppu. Þessi bíll er mest í ætt við Porsche 911 GT3 brautarbílinn en ætlaður fyrir hefðbundinn vegaakstur og í útliti sem fremur saklaus 911. Semsagt, sannkallaðurn úlfur í sauðagæru. Porsche mun kynna þennan bíl á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Hann verður frekar í hærri kantinum er kemur að verði. Líklegt er að þessi bíll verði vinsæll meðal bílasafnara þar sem hann er í senn afturhvarf til fortíðar og sérstakur bíll sem ef til vill verður ekki framleiddur í mörgum eintökum. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent
Sannir Porsche púritanar hafa haft horn í síðu Porsche undanfarið fyrir að ætla að bæta forþjöppum í vélar flestra sinna bílagerða auk þess sem þeim bílgerðum Porsche fer fækkandi sem bjóðast beinskiptir. Þeir vilja hafa sportbíla sína beinskipta og með “naturally inspired” vél sem ekki styðst við forþjöppur til aflaukningar. Við þessu hefur Porsche brugðist og hefur nú kynnt til sögunnar Porsche 911 R, 500 hestafla skruggukerru sem aðeins fæst beinskipt og án forþjöppu. Þessi bíll er mest í ætt við Porsche 911 GT3 brautarbílinn en ætlaður fyrir hefðbundinn vegaakstur og í útliti sem fremur saklaus 911. Semsagt, sannkallaðurn úlfur í sauðagæru. Porsche mun kynna þennan bíl á bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Hann verður frekar í hærri kantinum er kemur að verði. Líklegt er að þessi bíll verði vinsæll meðal bílasafnara þar sem hann er í senn afturhvarf til fortíðar og sérstakur bíll sem ef til vill verður ekki framleiddur í mörgum eintökum.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent