Spiluðu saman upp alla yngri flokkana en eru mótherjar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2015 15:30 Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson í leik með Fjölni fyrir nokkrum árum. Vísir/Vilhelm Stjarnan fær KR í heimsókn í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og er hluti af Körfuboltaveislunni sem verður alltaf á föstudögum í vetur. Tveir leikmenn liðanna munu spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik með sínum liðum í kvöld en það eru þeir Ægir Þór Steinarsson hjá KR og Tómas Heiðar Tómasson hjá Fjölni. Ægir kom til KR frá sænska liðinu Sundsvall Dragons en Tómas Heiðar hefur spilað með Þór úr Þorlákshöfn síðustu tímabil. Þetta eru jafnaldrar, fæddir 1991, og báðir uppaldir í Fjölni. Þeir spiluðu því saman í bakvarðarsveit Fjölnisliðsins upp alla yngri flokkana og voru líka saman hjá meistaraflokksliði félagins.Tvisvar Norðurlandameistarar saman 1991-árgangurinn í Fjölni vann fjölmarga Íslandsmeistaratitla með þá Ægir og Tómas innanborðs og strákarnir urðu einnig tvisvar sinnum Norðurlandameistarar saman, árið 2007 með 16 ára og árið 2009 með 18 ára landsliðinu. Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson voru ekki bara samherjar hjá Fjölni og yngri landsliðum Íslands því þeir spiluðu líka saman hjá Newberry-háskólanum í Bandaríkjunum tímabilið 2011-12. Tómas Heiðar Tómasson kom heim eftir eitt tímabil með Newberry-háskólanum en Ægir Þór var þar í tvö tímabil. Tómas spilaði eitt ár með Fjölni eftir að hann kom heim en var síðan tvö tímabil í Þorlákshöfn. Ægir Þór Steinarsson var búinn að spila undanfarin tvö tímabil með sænska liðinu Sundsvall Dragons.Síðasta saman á velli í úrvalsdeildinni í mars 2011 Þeir Ægir og Tómas hafa ekki verið saman á vellinum í leik í úrvalsdeild karla síðan í leik Fjölnis og ÍR 10. mars 2011. Tómas var með 15 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Ægir skoraði 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Þeir Ægir og Tómas voru þá samherjar eins og margoft áður á ferlinum en verða mótherjar í fyrsta sinn í kvöld.Leikur Stjörnunnar og KR fer fram í Ásgarði í Garðabænum og hefst klukkan 19.15 Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00 Ægir Þór líklega á leið til KR Kominn vel á veg með að skrifa undir samning við Íslandsmeistarana. 16. september 2015 14:00 Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. 10. september 2015 14:00 Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Tveir af bestu leikstjórnendum landsins í körfuboltanum munu spila hlið við hlið í Dominos-deildinni í vetur. Pavel Ermolinskij verður áfram í KR og í gær gekk Ægir Þór Steinarsson til liðs við Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 22. september 2015 07:00 Ægir með 24 stig í sigri KR Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. 24. september 2015 22:26 Ægir Þór verður með KR-ingum í vetur KR-ingar fengu góðan liðstyrk í dag þegar landsliðsmaðurinn og Eurobasket-farinn Ægir Þór Steinarsson gekk frá samningi við liðið. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu KR-inga. 21. september 2015 15:25 Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson hefur hitt frábærlega í byrjun tímabilsins 11. desember 2014 08:30 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Stjarnan fær KR í heimsókn í kvöld í stórleik fyrstu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og er hluti af Körfuboltaveislunni sem verður alltaf á föstudögum í vetur. Tveir leikmenn liðanna munu spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik með sínum liðum í kvöld en það eru þeir Ægir Þór Steinarsson hjá KR og Tómas Heiðar Tómasson hjá Fjölni. Ægir kom til KR frá sænska liðinu Sundsvall Dragons en Tómas Heiðar hefur spilað með Þór úr Þorlákshöfn síðustu tímabil. Þetta eru jafnaldrar, fæddir 1991, og báðir uppaldir í Fjölni. Þeir spiluðu því saman í bakvarðarsveit Fjölnisliðsins upp alla yngri flokkana og voru líka saman hjá meistaraflokksliði félagins.Tvisvar Norðurlandameistarar saman 1991-árgangurinn í Fjölni vann fjölmarga Íslandsmeistaratitla með þá Ægir og Tómas innanborðs og strákarnir urðu einnig tvisvar sinnum Norðurlandameistarar saman, árið 2007 með 16 ára og árið 2009 með 18 ára landsliðinu. Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson voru ekki bara samherjar hjá Fjölni og yngri landsliðum Íslands því þeir spiluðu líka saman hjá Newberry-háskólanum í Bandaríkjunum tímabilið 2011-12. Tómas Heiðar Tómasson kom heim eftir eitt tímabil með Newberry-háskólanum en Ægir Þór var þar í tvö tímabil. Tómas spilaði eitt ár með Fjölni eftir að hann kom heim en var síðan tvö tímabil í Þorlákshöfn. Ægir Þór Steinarsson var búinn að spila undanfarin tvö tímabil með sænska liðinu Sundsvall Dragons.Síðasta saman á velli í úrvalsdeildinni í mars 2011 Þeir Ægir og Tómas hafa ekki verið saman á vellinum í leik í úrvalsdeild karla síðan í leik Fjölnis og ÍR 10. mars 2011. Tómas var með 15 stig og 7 stoðsendingar í leiknum en Ægir skoraði 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Þeir Ægir og Tómas voru þá samherjar eins og margoft áður á ferlinum en verða mótherjar í fyrsta sinn í kvöld.Leikur Stjörnunnar og KR fer fram í Ásgarði í Garðabænum og hefst klukkan 19.15 Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00 Ægir Þór líklega á leið til KR Kominn vel á veg með að skrifa undir samning við Íslandsmeistarana. 16. september 2015 14:00 Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. 10. september 2015 14:00 Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Tveir af bestu leikstjórnendum landsins í körfuboltanum munu spila hlið við hlið í Dominos-deildinni í vetur. Pavel Ermolinskij verður áfram í KR og í gær gekk Ægir Þór Steinarsson til liðs við Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 22. september 2015 07:00 Ægir með 24 stig í sigri KR Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. 24. september 2015 22:26 Ægir Þór verður með KR-ingum í vetur KR-ingar fengu góðan liðstyrk í dag þegar landsliðsmaðurinn og Eurobasket-farinn Ægir Þór Steinarsson gekk frá samningi við liðið. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu KR-inga. 21. september 2015 15:25 Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson hefur hitt frábærlega í byrjun tímabilsins 11. desember 2014 08:30 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00
Ægir Þór líklega á leið til KR Kominn vel á veg með að skrifa undir samning við Íslandsmeistarana. 16. september 2015 14:00
Ægir: Glufur í varnarleik turnanna eins og annarra Ægir Þór Steinarsson kom ákveðinn inn í leikinn á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín í gær en hann skoraði fjögur stig á þeim rúmu fimm mínútum sem hann spilaði. 10. september 2015 14:00
Verða einhverjir búningar brenndir í Grafarvoginum? Tveir af bestu leikstjórnendum landsins í körfuboltanum munu spila hlið við hlið í Dominos-deildinni í vetur. Pavel Ermolinskij verður áfram í KR og í gær gekk Ægir Þór Steinarsson til liðs við Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. 22. september 2015 07:00
Ægir með 24 stig í sigri KR Tveir leikir fóru fram í Lengjubikarnum í körfubolta í kvöld. 24. september 2015 22:26
Ægir Þór verður með KR-ingum í vetur KR-ingar fengu góðan liðstyrk í dag þegar landsliðsmaðurinn og Eurobasket-farinn Ægir Þór Steinarsson gekk frá samningi við liðið. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu KR-inga. 21. september 2015 15:25
Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Þórsarinn Tómas Heiðar Tómasson hefur hitt frábærlega í byrjun tímabilsins 11. desember 2014 08:30