Nágrannakona hælisleitenda: Hræðilegt að þau megi ekki búa hér eins og ég og aðrir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. október 2015 18:43 Vonbrigðin leyndu sér ekki. vísir/gva Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Laugarneskirkju segir að það sé stutt síðan heilt samfélag setti í gírinn og bjó sig undir að taka á móti albönsku fjölskyldunni sem nú eigi að visa úr landi. Þess var krafist að börnin fengju að ganga í skóla. Þetta komi því eins og þruma úr heiðskíru lofti. Rætt var við hana og fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbrögðin við fréttum af því að Útlendingastofnun hefði synjað beiðni albönsku fjölskyldunnar um hæli vakti sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Aleka Telati segir að þau hafi orðið fyrir djúpum vonbrigðum þegar þau fengu synjunina í hendur. Þau hafi ákveðið að áfrýja en eigi veika von um aðra niðurstöðu. Áfrýjunin tekur allt að tvo mánuði en þá verða þau flutt rakleiðis aftur til Albaníu. Hún segir að þau muni hins vegar reyna að komast hingað til lands aftur til að dvelja hér og vinna. Hér líki þeim vel og börnin þeirra hafi aldrei verið ánægðari. Petrit litli á níu ára afmæli í dag en hann hefur eignast marga vini í nýja skólanum og er farinn að æfa fótbolta. Laura og Janie eru 16 og 13 ára.Skólagangan verður ekki löng Fjölskyldan segist ekki eiga neina framtíð í Albaníu og börnin kvíða þess að vera flutt á brott. Þau leggja áherslu á að þau séu ekki að biðja um ölmusu, þau vilji vinna og greiða fyrir sig. Hasan er kokkur og húsamálari en hefur ekki atvinnu- og dvalarleyfi. Hann segist fyrst og fremst leyfi til að búa hér og vinna og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Í sama streng tekur Laura dóttir hans. Fjölskyldan komst í fréttirnar fyrir þremur vikum þegar greint var frá því að börnin þeirra þrjú hefðu ekki fengið inni í skóla þrátt fyrir að hafa verið hér frá því í júní. Nú er ljóst að nýtilkomin skólaganga þeirra hér mun að öllum líkindum fá snöggan endi. Sigrún Þórarinsdóttir nágranni þeirra sagðist afar sleginn yfir þessum fréttum. Það væri hræðilegt að þau fengju ekki að búa hér og starfa rétt eins og hún sjálf. Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Kristín Þórunn Tómasdóttir prestur í Laugarneskirkju segir að það sé stutt síðan heilt samfélag setti í gírinn og bjó sig undir að taka á móti albönsku fjölskyldunni sem nú eigi að visa úr landi. Þess var krafist að börnin fengju að ganga í skóla. Þetta komi því eins og þruma úr heiðskíru lofti. Rætt var við hana og fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðbrögðin við fréttum af því að Útlendingastofnun hefði synjað beiðni albönsku fjölskyldunnar um hæli vakti sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Aleka Telati segir að þau hafi orðið fyrir djúpum vonbrigðum þegar þau fengu synjunina í hendur. Þau hafi ákveðið að áfrýja en eigi veika von um aðra niðurstöðu. Áfrýjunin tekur allt að tvo mánuði en þá verða þau flutt rakleiðis aftur til Albaníu. Hún segir að þau muni hins vegar reyna að komast hingað til lands aftur til að dvelja hér og vinna. Hér líki þeim vel og börnin þeirra hafi aldrei verið ánægðari. Petrit litli á níu ára afmæli í dag en hann hefur eignast marga vini í nýja skólanum og er farinn að æfa fótbolta. Laura og Janie eru 16 og 13 ára.Skólagangan verður ekki löng Fjölskyldan segist ekki eiga neina framtíð í Albaníu og börnin kvíða þess að vera flutt á brott. Þau leggja áherslu á að þau séu ekki að biðja um ölmusu, þau vilji vinna og greiða fyrir sig. Hasan er kokkur og húsamálari en hefur ekki atvinnu- og dvalarleyfi. Hann segist fyrst og fremst leyfi til að búa hér og vinna og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Í sama streng tekur Laura dóttir hans. Fjölskyldan komst í fréttirnar fyrir þremur vikum þegar greint var frá því að börnin þeirra þrjú hefðu ekki fengið inni í skóla þrátt fyrir að hafa verið hér frá því í júní. Nú er ljóst að nýtilkomin skólaganga þeirra hér mun að öllum líkindum fá snöggan endi. Sigrún Þórarinsdóttir nágranni þeirra sagðist afar sleginn yfir þessum fréttum. Það væri hræðilegt að þau fengju ekki að búa hér og starfa rétt eins og hún sjálf.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00
Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22