Telur eðlilegt að sameina forsetaembættin Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. október 2015 12:00 Þorsteinn Pálsson. Æskilegt væri að sameina embætti forseta Íslands embætti forseta Alþingis. Það myndi efla þingið og færa þjóðkjörnum forseta alvöru stjórnskipulegt hlutverk. Þetta segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi nefndarmaður í stjórnarskrárnefnd. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er á döfinni en sitjandi stjórnarskrárnefnd hefur boðað frumvarp þess efnis í vetur. Fyrir síðustu þingkosningar var sett tímabundið ákvæði inn í stjórnarskrána sem kveður á um að heimilt sé til 30. apríl 2017 að breyta stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu ef tveir þriðju hlutar þingmanna samþykkja frumvarp þess efnis. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Horft hefur verið til þess að frumvarp til breytinga á stjórnarskránni, sem samþykkt yrði á grundvelli þessarar tímabundnu heimildar, gæti komið til atkvæðagreiðslu hjá þjóðinni samhliða forsetakosningum næsta sumar. Þetta fyrirkomulag hefur þó verið undirorpið gagnrýni, ekki síst hjá sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni en hann varaði sérstaklega við því í ræðu sinni við þingsetninguna að þetta yrði notað sem rök fyrir því að hraða í gegnum þingið stjórnarskrárfrumvarpi. Í sömu ræðu gagnrýndi forsetinn þau áform að kosið yrði um þetta samhliða forsetakosningum og sagði eðlilegra að þetta yrði gert í sjálfstæðum kosningum.Yrði óháður flokkum í þinginu Sérfræðingar í stjórnskipunarrétti hafa talið mest aðkallandi að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um forsetann enda hefur sitjandi forseti í raun mótað embættið mjög mikið í krafti þagnar og óskýrra ákvæða um það í stjórnarskránni. Þannig er forsetinn ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum samkvæmt 11. gr. stjórnarskrárinnar og lætur ráðherra framkvæma vald sitt samkvæmt 13. gr. en hefur í reynd mjög mikil völd eins og réttinn til að synja lögum staðfestingar og vísa til þjóðaratkvæðis samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki stendur þó til að endurskoða ákvæðin um forsetann í þessari umferð og því hefur það ekki verið hluti af vinnu stjórnarskrárnefndar. Þorsteinn Pálsson, sem sat um nokkurt skeið í stjórnarskrárnefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem skipuð var árið 2005, var gestur í þættinum Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Þar lýsti Þorsteinn því viðhorfi að gera þyrfti grundvallar breytingar á embætti forsetans í stjórnarskránni. „Forsetaembættið er klæðskerasaumað úr gömlu konungdæmi. Í dag er lýðræðið á Alþingi. Mín skoðun hefur verið sú að það ætti að sameina embætti forseta Íslands og forseta Alþingis og gefa forsetanum þannig nýtt alvöru hlutverk. Þingið fengi þjóðkjörinn forseta sem væri óháður flokkunum í þinginu, sjálfstæðan stjórnanda sem ekki væri bundinn af kosningum meirihlutans í þinginu. Það myndi gefa forsetaembættinu mjög virðulegt stjórnskipulegt hlutverk og alvöru vinnu. Það myndi jafnframt styrkja þingið að fá sjálfstæðan forseta og það myndi ýta til hliðar þessari gömlu konungstilvísun í stjórnarskránni og vera meira í samræmi við nútímann,“ sagði Þorsteinn í þættinum. Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Æskilegt væri að sameina embætti forseta Íslands embætti forseta Alþingis. Það myndi efla þingið og færa þjóðkjörnum forseta alvöru stjórnskipulegt hlutverk. Þetta segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi nefndarmaður í stjórnarskrárnefnd. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er á döfinni en sitjandi stjórnarskrárnefnd hefur boðað frumvarp þess efnis í vetur. Fyrir síðustu þingkosningar var sett tímabundið ákvæði inn í stjórnarskrána sem kveður á um að heimilt sé til 30. apríl 2017 að breyta stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu ef tveir þriðju hlutar þingmanna samþykkja frumvarp þess efnis. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Horft hefur verið til þess að frumvarp til breytinga á stjórnarskránni, sem samþykkt yrði á grundvelli þessarar tímabundnu heimildar, gæti komið til atkvæðagreiðslu hjá þjóðinni samhliða forsetakosningum næsta sumar. Þetta fyrirkomulag hefur þó verið undirorpið gagnrýni, ekki síst hjá sitjandi forseta, Ólafi Ragnari Grímssyni en hann varaði sérstaklega við því í ræðu sinni við þingsetninguna að þetta yrði notað sem rök fyrir því að hraða í gegnum þingið stjórnarskrárfrumvarpi. Í sömu ræðu gagnrýndi forsetinn þau áform að kosið yrði um þetta samhliða forsetakosningum og sagði eðlilegra að þetta yrði gert í sjálfstæðum kosningum.Yrði óháður flokkum í þinginu Sérfræðingar í stjórnskipunarrétti hafa talið mest aðkallandi að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um forsetann enda hefur sitjandi forseti í raun mótað embættið mjög mikið í krafti þagnar og óskýrra ákvæða um það í stjórnarskránni. Þannig er forsetinn ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum samkvæmt 11. gr. stjórnarskrárinnar og lætur ráðherra framkvæma vald sitt samkvæmt 13. gr. en hefur í reynd mjög mikil völd eins og réttinn til að synja lögum staðfestingar og vísa til þjóðaratkvæðis samkvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki stendur þó til að endurskoða ákvæðin um forsetann í þessari umferð og því hefur það ekki verið hluti af vinnu stjórnarskrárnefndar. Þorsteinn Pálsson, sem sat um nokkurt skeið í stjórnarskrárnefnd fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem skipuð var árið 2005, var gestur í þættinum Sprengisandi í Bylgjunni í morgun. Þar lýsti Þorsteinn því viðhorfi að gera þyrfti grundvallar breytingar á embætti forsetans í stjórnarskránni. „Forsetaembættið er klæðskerasaumað úr gömlu konungdæmi. Í dag er lýðræðið á Alþingi. Mín skoðun hefur verið sú að það ætti að sameina embætti forseta Íslands og forseta Alþingis og gefa forsetanum þannig nýtt alvöru hlutverk. Þingið fengi þjóðkjörinn forseta sem væri óháður flokkunum í þinginu, sjálfstæðan stjórnanda sem ekki væri bundinn af kosningum meirihlutans í þinginu. Það myndi gefa forsetaembættinu mjög virðulegt stjórnskipulegt hlutverk og alvöru vinnu. Það myndi jafnframt styrkja þingið að fá sjálfstæðan forseta og það myndi ýta til hliðar þessari gömlu konungstilvísun í stjórnarskránni og vera meira í samræmi við nútímann,“ sagði Þorsteinn í þættinum.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira