Ungur Argentínumaður sigraði á Frys.com 19. október 2015 09:00 Grillo fagnaði vel og innilega þegar að úrslitin voru ljós. Getty Spennan á lokahring Frys.com mótsins var gríðarleg en rúmlega tíu kylfingar voru á einhverjum tímapunkti í forystu eða einu höggi frá henni á meðan að leik stóð. Bandaríkjamaðurinn Brendan Steele hafði leitt mótið frá byrjun en hann stóðst alls ekki pressuna á lokahringnum sem hann lék á 76 höggum eða fjórum yfir pari en hann endaði að lokum í 17.sæti. Það nýttu Kevin Na og nýliðinn Emiliano Grillo sér sem enduðu jafnir í efsta sæti samtals á 15 höggum undir pari en sá síðarnefndi var að leika í sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni sem fullgildur meðlimur eftir að hafa sigrað lokaúrtökumótið um síðustu helgi. Því þurfti að grípa til bráðabana þar sem Argentínumaðurinn Grillo hafði betur eftir að hafa fengið fugl á hina fallegu 18. holu á Silverado vellinum. Fyrir sigurinn fékk Grillo rúmlega 130 milljónir í verðlaunafé sem er meira heldur en hann hafði unnið sér inn á öllum ferlinum til þessa en ásamt því fær hann þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu næstu tvö árin. Rory McIlroy var stærsta nafnið sem var með um helgina en hann lék hringina fjóra á níu höggum undir pari og endaði jafn í 26. sæti. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spennan á lokahring Frys.com mótsins var gríðarleg en rúmlega tíu kylfingar voru á einhverjum tímapunkti í forystu eða einu höggi frá henni á meðan að leik stóð. Bandaríkjamaðurinn Brendan Steele hafði leitt mótið frá byrjun en hann stóðst alls ekki pressuna á lokahringnum sem hann lék á 76 höggum eða fjórum yfir pari en hann endaði að lokum í 17.sæti. Það nýttu Kevin Na og nýliðinn Emiliano Grillo sér sem enduðu jafnir í efsta sæti samtals á 15 höggum undir pari en sá síðarnefndi var að leika í sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni sem fullgildur meðlimur eftir að hafa sigrað lokaúrtökumótið um síðustu helgi. Því þurfti að grípa til bráðabana þar sem Argentínumaðurinn Grillo hafði betur eftir að hafa fengið fugl á hina fallegu 18. holu á Silverado vellinum. Fyrir sigurinn fékk Grillo rúmlega 130 milljónir í verðlaunafé sem er meira heldur en hann hafði unnið sér inn á öllum ferlinum til þessa en ásamt því fær hann þátttökurétt á mótaröð þeirra bestu næstu tvö árin. Rory McIlroy var stærsta nafnið sem var með um helgina en hann lék hringina fjóra á níu höggum undir pari og endaði jafn í 26. sæti.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira