Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2024 10:31 Gunnlaugur Árni Sveinsson, sem er 18 ára gamall, varð í 5. sæti á Íslandsmótinu á Hólmsvelli í sumar. seth@golf.is Kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson úr GKG átti frábæran hring í gær og er efstur á einu virtasta háskólamóti Bandaríkjanna í golfi. Gunnlaugur Árni er á sínu fyrsta ári í Louisiana State háskólanum og því að taka sín fyrstu skref í bandaríska háskólagolfinu. Það kemur ekki í veg fyrir að hann sé efstur á Blessings Collegiate Invitational, þar sem hundrað kylfingar úr tíu háskólum keppa og þar af margir af bestu kylfingum háskólagolfsins. „HANN ER NÝNEMI!“ segir Golf Channel á Twitter-síðu sinni og sýnir myndband af fallegu pútti Gunnlaugs Árna fyrir fugli á átjándu flöt. HE'S A FRESHMAN! LSU's Árni Sveinsson shoots 5-under for the day, and leads entering the final round of the Blessings Collegiate Invitational. pic.twitter.com/zmhkcGEIWA— Golf Channel (@GolfChannel) October 1, 2024 Gunnlaugur Árni lék á -5 höggum í gær og er samtals á -6 höggum eftir tvo hringi af þremur. Hann er með þriggja högga forskot á næsta mann í einstaklingskeppninni. Frammistaða Gunnlaugs Árna veldur því einnig að LSU er efstur skólanna tíu í liðakeppni karla, á samtals +6 höggum, með tveggja högga forskot á Mississippi State. Mjög öruggur allan tímann Hver skóli er með tíu manna lið; fimm manna lið karla og fimm manna lið kvenna, og eru veitt verðlaun fyrir sigur í liðakeppnunum þremur og einstaklingskeppnum. Leikið er í Arkansas, þar sem að Arkansas Razorbacks unnu mótið í fyrra í öllum flokkum. Gunnlaugur Árni fékk sex fugla í gær, þrjá á fyrri níu holunum og þrjá á seinni. Eini skollinn hans kom á 14. holu. „Þetta var bara mjög öruggt frá fyrsta teighöggi fram að lokapúttinu. Ég man í raun bara eftir einum eða tvennum mistökum, og þetta var bara mjög örugg frammistaða.“ Golf Mest lesið Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Gunnlaugur Árni er á sínu fyrsta ári í Louisiana State háskólanum og því að taka sín fyrstu skref í bandaríska háskólagolfinu. Það kemur ekki í veg fyrir að hann sé efstur á Blessings Collegiate Invitational, þar sem hundrað kylfingar úr tíu háskólum keppa og þar af margir af bestu kylfingum háskólagolfsins. „HANN ER NÝNEMI!“ segir Golf Channel á Twitter-síðu sinni og sýnir myndband af fallegu pútti Gunnlaugs Árna fyrir fugli á átjándu flöt. HE'S A FRESHMAN! LSU's Árni Sveinsson shoots 5-under for the day, and leads entering the final round of the Blessings Collegiate Invitational. pic.twitter.com/zmhkcGEIWA— Golf Channel (@GolfChannel) October 1, 2024 Gunnlaugur Árni lék á -5 höggum í gær og er samtals á -6 höggum eftir tvo hringi af þremur. Hann er með þriggja högga forskot á næsta mann í einstaklingskeppninni. Frammistaða Gunnlaugs Árna veldur því einnig að LSU er efstur skólanna tíu í liðakeppni karla, á samtals +6 höggum, með tveggja högga forskot á Mississippi State. Mjög öruggur allan tímann Hver skóli er með tíu manna lið; fimm manna lið karla og fimm manna lið kvenna, og eru veitt verðlaun fyrir sigur í liðakeppnunum þremur og einstaklingskeppnum. Leikið er í Arkansas, þar sem að Arkansas Razorbacks unnu mótið í fyrra í öllum flokkum. Gunnlaugur Árni fékk sex fugla í gær, þrjá á fyrri níu holunum og þrjá á seinni. Eini skollinn hans kom á 14. holu. „Þetta var bara mjög öruggt frá fyrsta teighöggi fram að lokapúttinu. Ég man í raun bara eftir einum eða tvennum mistökum, og þetta var bara mjög örugg frammistaða.“
Golf Mest lesið Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira