Erlent

Ólga á meðal flóttafólks í Króatíu

Vísir/AFP
Ólgan fer nú vaxandi á meðal flóttafólks í Austur Evrópu eftir að leiðin til norðurs, til Austurríkis og Þýskalands, var gerð torveldari með nýjum landamærareglum. Króatía hefur farið fram á að Slóvenar taki við allt að fimmþúsund flóttamönnum á hverjum degi en Slóvenar segjast aðeins ráða við að taka helming þess fjölda.

Þetta hefur leitt til þess að fólk hefur hópast saman á landamærum Króatíu og er óttast að þær flóttamannabúðir sem þegar eru í landinu verði orðnar yfirfullar á allra næstu dögum. Þá hafa Ungverjar lokað landamærum sínum að Króatíu og Serbíu sem eykur þrýstinginn á Slóvena. Þeir segja hinsvegar að í ljósi þess að Austurríkismenn taki aðeins við 1500 manns á hverjum degi verði þeir að takmarka fjöldann sem komi inn í Slóvakíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×