Brady náði fram hefndum gegn Colts Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. október 2015 20:30 Brady er hér hampað af liðsfélaga í nótt. vísir/getty Enn eru fimm lið ósigruð í NFL-deildinni og öll lið deildarinnar hafa nú unnið að minnsta kosti einn leik. Detroit Lions var eina liðið í deildinni sem hafði ekki unnið leik fyrir helgina en Ljónin náðu að afgreiða Birnina frá Chicago í gær i framlengdum leik. New England Patriots, Cincinnati Bengals, Denver Broncos, Green Bay Packers og Carolina Panthers eru liðin fimm sem hafa unnið alla leiki sína í deildinni til þessa. Gengi Carolina kemur kannski mest á óvart en liðið lagði hið sterka lið Seattle að velli í nótt og það á heimavelli Seattle. Stórleikur gærdagsins var þó leikur Indianapolis Colts og New England Patriots. Þessi félög höfðu ekki mæst síðan Colts kvartaði yfir loftlitlum boltum hjá Patriots í fyrra og sakaði þá um svindl. Í kjölfarið fór í gang mikil rússibanareið sem endaði meðal annars fyrir dómstólum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, hafði verið dæmdur í fjögurra leikja bann af deildinni vegna málsins en hann fékk þeim dómi snúið fyrir dómstólum.Það voru margskonar kyndingar í stúkunni í gær.vísir/gettyÁttu margir von á því að reiðir leikmenn New England myndu hreinlega slátra liði Colts í nótt. Brady mætti beittur og spilaði virkilega vel en það gerði líka Andrew Luck, leikstjórnandi Colts. Báðir köstuðu þeir boltanum þrisvar sinnum fyrir snertimarki og voru báðir með nákvæmlega 312 kastjarda. Brady var aftur á móti betri í heildina og hann náði að hefna gegn liðinu sem tókst að gera honum lífið leitt í marga mánuði. Sætur sigur og New England er líklegt til þess að verja titil sinn í deildinni.Úrslit: Buffalo-Cincinnati 21-34 Cleveland-Denver 23-26 Detroit-Chicago 37-34 Jacksonville-Houston 20-31 Minnesota-Kansas 16-10 NY Jets-Washington 34-20 Pittsburgh-Arizona 25-13 Tennessee-Miami 10-38 Seattle-Carolina 23-27 Green Bay-San Diego 27-20 San Francisco-Baltimore 25-20 Indianapolis-New England 27-34Í nótt: Philadelphia - NY Giants NFL Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti Sjá meira
Enn eru fimm lið ósigruð í NFL-deildinni og öll lið deildarinnar hafa nú unnið að minnsta kosti einn leik. Detroit Lions var eina liðið í deildinni sem hafði ekki unnið leik fyrir helgina en Ljónin náðu að afgreiða Birnina frá Chicago í gær i framlengdum leik. New England Patriots, Cincinnati Bengals, Denver Broncos, Green Bay Packers og Carolina Panthers eru liðin fimm sem hafa unnið alla leiki sína í deildinni til þessa. Gengi Carolina kemur kannski mest á óvart en liðið lagði hið sterka lið Seattle að velli í nótt og það á heimavelli Seattle. Stórleikur gærdagsins var þó leikur Indianapolis Colts og New England Patriots. Þessi félög höfðu ekki mæst síðan Colts kvartaði yfir loftlitlum boltum hjá Patriots í fyrra og sakaði þá um svindl. Í kjölfarið fór í gang mikil rússibanareið sem endaði meðal annars fyrir dómstólum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, hafði verið dæmdur í fjögurra leikja bann af deildinni vegna málsins en hann fékk þeim dómi snúið fyrir dómstólum.Það voru margskonar kyndingar í stúkunni í gær.vísir/gettyÁttu margir von á því að reiðir leikmenn New England myndu hreinlega slátra liði Colts í nótt. Brady mætti beittur og spilaði virkilega vel en það gerði líka Andrew Luck, leikstjórnandi Colts. Báðir köstuðu þeir boltanum þrisvar sinnum fyrir snertimarki og voru báðir með nákvæmlega 312 kastjarda. Brady var aftur á móti betri í heildina og hann náði að hefna gegn liðinu sem tókst að gera honum lífið leitt í marga mánuði. Sætur sigur og New England er líklegt til þess að verja titil sinn í deildinni.Úrslit: Buffalo-Cincinnati 21-34 Cleveland-Denver 23-26 Detroit-Chicago 37-34 Jacksonville-Houston 20-31 Minnesota-Kansas 16-10 NY Jets-Washington 34-20 Pittsburgh-Arizona 25-13 Tennessee-Miami 10-38 Seattle-Carolina 23-27 Green Bay-San Diego 27-20 San Francisco-Baltimore 25-20 Indianapolis-New England 27-34Í nótt: Philadelphia - NY Giants
NFL Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti Sjá meira