Viðskipti erlent

Tinder á Markað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Match Group sem rekur stefnumótaforrit á borð við Tinder, OkCupid og Match.com hefur sótt um leyfi til að skrá hlutabréf fyrirtækisins á markað. Þetta kemur fram á vef Reuters. 

Fyrirtækið er í egiu fjölmiðlarisans Barry Diller´s IAC/InterActiveCorp. Hann tilkynnti í júní að tæplega 20 prósent af MAtch yrði seldur í útboði.

Vinsældir stefnumótasíða og –appa hafa aukist á undanförnum árum. Tekjur Match.com jukust um 10,3 prósent og fóru í 888 milljónir dala árið 2014. Á öðrum fjórðungi þessa árs jukust tekjurnar svo um 19 prósent og fóru í tæplega 255 milljónir dala.

„Það lítur út fyrir að vel verði tekið í útboðið,“ sagði Francis Gaskin, forstjóri greiningarfyrirtækisins IPO Desktop. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×