Merson: Bestu möguleikar Liverpool á Meistaradeildarsæti liggja í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 09:30 James Milner var hvíldur í fyrsta Evrópudeildarleiknum. Vísir/EPA Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur á SkySports og fyrrum leikmaður Arsenal, telur að Liverpool eigi að einbeita sér að Evrópudeildinni á þessu tímabili því þar liggi bestu möguleikar liðsins á því að komast aftur í Meistaradeildina. Það er líklegt að knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers hvíli einhverja lykilmenn Liverpool í kvöld enda framundan leikur við Everton á sunnudaginn. Sion-liðið er eins og er í 5. sæti svissnesku deildarinnar heilum þrettán stigum á eftir toppliði Basel. „Liverpool verður að vinna þennan leik," sagði Paul Merson í viðtali á Sky Sports. „Ég er ekki viss um að Liverpool nái einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni. Því lengur sem liðið er í Evrópudeildinni því meiri möguleikar eru á því að komast í Meistaradeildina," sagði Merson en það lið sem vinnur Evrópudeildina vinnur sér jafnframt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Ég býst við því að Liverpool vinni þennan leik í kvöld þrátt fyrir að framundan sé þessi risaleikur við Everton á sunnudaginn. Ég spái þessu 3-0 fyrir Liverpool," sagði Merson. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Bordeaux í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni en þar hvíldi Brendan Rodgers þá James Milner, Nathaniel Clyne, Christian Benteke og Martin Skrtel. Liverpool vann Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og situr nú í 9. sætinu í deildinni. Það eru hinsvegar bara tvö stig í Arsenal sem er í 4. sætinu. „Að mínu mati á Liverpool meiri möguleika á því að komast í Meistaradeildina í gegn Evrópudeildina en í gegnum ensku úrvalsdeildina," sagði Merson. „Það yrði mjög gott að hafa þá leið enn opna í febrúar þegar Liverpool-liðið er kannski komið tólf stigum á eftir í baráttunni um fjórða sætið. Þá væri kannski rétt að fara að hvíla leikmenn í deildarleikjunum og stefna á það að vinna Evrópudeildina," sagði Merson. Liverpool tekur á móti svissneska liðinu FC Sion á Anfield í dag og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rodgers: Með réttu leikmönnunum get ég barist um titilinn Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segist geta barist um alla þá titla sem eru í boði hafi hann réttu leikmennina innanborðs. 28. september 2015 20:30 Liverpool í basli með Aston Villa | Sjáðu mörkin Liverpool vann Aston Villa, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 00:33 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur á SkySports og fyrrum leikmaður Arsenal, telur að Liverpool eigi að einbeita sér að Evrópudeildinni á þessu tímabili því þar liggi bestu möguleikar liðsins á því að komast aftur í Meistaradeildina. Það er líklegt að knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers hvíli einhverja lykilmenn Liverpool í kvöld enda framundan leikur við Everton á sunnudaginn. Sion-liðið er eins og er í 5. sæti svissnesku deildarinnar heilum þrettán stigum á eftir toppliði Basel. „Liverpool verður að vinna þennan leik," sagði Paul Merson í viðtali á Sky Sports. „Ég er ekki viss um að Liverpool nái einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni. Því lengur sem liðið er í Evrópudeildinni því meiri möguleikar eru á því að komast í Meistaradeildina," sagði Merson en það lið sem vinnur Evrópudeildina vinnur sér jafnframt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Ég býst við því að Liverpool vinni þennan leik í kvöld þrátt fyrir að framundan sé þessi risaleikur við Everton á sunnudaginn. Ég spái þessu 3-0 fyrir Liverpool," sagði Merson. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Bordeaux í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni en þar hvíldi Brendan Rodgers þá James Milner, Nathaniel Clyne, Christian Benteke og Martin Skrtel. Liverpool vann Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og situr nú í 9. sætinu í deildinni. Það eru hinsvegar bara tvö stig í Arsenal sem er í 4. sætinu. „Að mínu mati á Liverpool meiri möguleika á því að komast í Meistaradeildina í gegn Evrópudeildina en í gegnum ensku úrvalsdeildina," sagði Merson. „Það yrði mjög gott að hafa þá leið enn opna í febrúar þegar Liverpool-liðið er kannski komið tólf stigum á eftir í baráttunni um fjórða sætið. Þá væri kannski rétt að fara að hvíla leikmenn í deildarleikjunum og stefna á það að vinna Evrópudeildina," sagði Merson. Liverpool tekur á móti svissneska liðinu FC Sion á Anfield í dag og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rodgers: Með réttu leikmönnunum get ég barist um titilinn Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segist geta barist um alla þá titla sem eru í boði hafi hann réttu leikmennina innanborðs. 28. september 2015 20:30 Liverpool í basli með Aston Villa | Sjáðu mörkin Liverpool vann Aston Villa, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 00:33 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Rodgers: Með réttu leikmönnunum get ég barist um titilinn Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segist geta barist um alla þá titla sem eru í boði hafi hann réttu leikmennina innanborðs. 28. september 2015 20:30
Liverpool í basli með Aston Villa | Sjáðu mörkin Liverpool vann Aston Villa, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 26. september 2015 00:33