Pellegrini: Þetta var heppnissigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 08:30 Sergio Aguero fagnar hér sigurmarki sínu. Vísir/EPA Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, viðurkennir að heppnin hafi verið með hans mönnum í 2-1 sigri á Borussia Mönchengladbach í Meistaradeildinni í gær. Gladbach-liðið komst í 1-0 en Joe Hart, markvörður Manchester City, hafði áður varið víti og fjölda annarra dauðafæra frá leikmönnum þýska liðsins. Nicolas Otamendi jafnaði metin og það var síðan Argentínumaðurinn Sergio Aguero sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. „Við höfðum heppnina með okkur í þessum leik," sagði hinn 62 ára gamli Manuel Pellegrini eftir leikinn. Manchester City hafði tapað á móti Juventus, West Ham og Tottenham í síðustu fjórum leikjum sínum og sigurinn var því nauðsynlegur. „Við áttum ekki skilið að tapa leikjunum á móti Juventus og West Ham. Við áttum kannski ekki skilið að vinna í kvöld en við gerðum það," sagði Pellegrini. Manchester City mátti alls ekki við því að vera stigalaust eftir tvær fyrstu umferðir Meistaradeildarinnar en eftir þennan sigur er liðið í þriðja sæti riðilsins. Liðið á nú aftur ágæta möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þó að mikið sé enn eftir að riðlakeppninni. Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var ekki með í gær vegna meiðsla og Yaya Toure fór meiddur af velli í hálfleik. Næst er leikur við Newcastle um helgina og svo tveggja vikna landsleikjahlé. „Við þurfum á þessu landsleikjahléi að halda því það eru átta leikmenn meiddir og ekki of margir möguleikar í stöðunni. Það er mikilvægt fyrir leikmennina okkar að ná sigri á móti Newcastle á laugardaginn og eftir það eru fimmtán dagar í næsta leik," sagði Pellegrini. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Agüero bjargaði Manchester City fyrir horn Manchester City er búið að tapa tveimur leikjum í röð í deildinni og liðið tapaði einnig fyrsta leiknum í Meistaradeildinni. 30. september 2015 20:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, viðurkennir að heppnin hafi verið með hans mönnum í 2-1 sigri á Borussia Mönchengladbach í Meistaradeildinni í gær. Gladbach-liðið komst í 1-0 en Joe Hart, markvörður Manchester City, hafði áður varið víti og fjölda annarra dauðafæra frá leikmönnum þýska liðsins. Nicolas Otamendi jafnaði metin og það var síðan Argentínumaðurinn Sergio Aguero sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. „Við höfðum heppnina með okkur í þessum leik," sagði hinn 62 ára gamli Manuel Pellegrini eftir leikinn. Manchester City hafði tapað á móti Juventus, West Ham og Tottenham í síðustu fjórum leikjum sínum og sigurinn var því nauðsynlegur. „Við áttum ekki skilið að tapa leikjunum á móti Juventus og West Ham. Við áttum kannski ekki skilið að vinna í kvöld en við gerðum það," sagði Pellegrini. Manchester City mátti alls ekki við því að vera stigalaust eftir tvær fyrstu umferðir Meistaradeildarinnar en eftir þennan sigur er liðið í þriðja sæti riðilsins. Liðið á nú aftur ágæta möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þó að mikið sé enn eftir að riðlakeppninni. Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var ekki með í gær vegna meiðsla og Yaya Toure fór meiddur af velli í hálfleik. Næst er leikur við Newcastle um helgina og svo tveggja vikna landsleikjahlé. „Við þurfum á þessu landsleikjahléi að halda því það eru átta leikmenn meiddir og ekki of margir möguleikar í stöðunni. Það er mikilvægt fyrir leikmennina okkar að ná sigri á móti Newcastle á laugardaginn og eftir það eru fimmtán dagar í næsta leik," sagði Pellegrini.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Agüero bjargaði Manchester City fyrir horn Manchester City er búið að tapa tveimur leikjum í röð í deildinni og liðið tapaði einnig fyrsta leiknum í Meistaradeildinni. 30. september 2015 20:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Agüero bjargaði Manchester City fyrir horn Manchester City er búið að tapa tveimur leikjum í röð í deildinni og liðið tapaði einnig fyrsta leiknum í Meistaradeildinni. 30. september 2015 20:30