Segir ekki koma til greina að skattgreiðendur borgi fyrir skussana Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. október 2015 12:05 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Andri Marinó Formaður Samfylkingarinnar segir ekki koma til greina að skattgreiðendur taki þátt í kostnaði við að bæta aðstöðu hjá svínaræktendum, líkt og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hljóti að koma til álita. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.vísir/stefánSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við RÚV, sem birti myndir úr skýrslu Matvælastofnunar, sem sýnir slæman aðbúnað svína, að til álita komi að veita svínabúum stofnstyrki til framkvæmda til að laga aðstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur fráleitt að íslenska ríkið taki þátt í kostnaðinum. „Þetta er auðvitað bara eitt dæmi af mjög mörgum um að það skortir alveg áþreifanlega rétta hugsun í þetta kerfi. Það er mjög sérstakt að fyrsta hugsun ráðherrans sem ber ábyrgð á málaflokknum skuli vera að láta skattborgara borga fyrir skussana sem fara illa með dýr,“ segir hann.Skýrsla Matvælastofnunar sýndi fram á slæman aðbúnað á svínabúum.vísir/AuðunnVill vottanir Árni Páll telur að frekar eigi að verja peningum í að koma á fót vottunarkerfi sem neytendur geti treyst á. „Aðkoma ríkisins ætti að vera að greiða fyrir því að það verði til alvöru vottunarfyrirtæki sem gætu vottað þá framleiðendur sem sannarlega búa vel að sínum gripum, sem eru margir,“ segir hann. „Í dag eru allir undir sömu sök seldir. Þetta er eins og annað í okkar gallaða landbúnaðarkerfi að skussar eru verndaðir og það skortir að gera fólki kleift að kaupa gæðavöru sem sannarlega er framleitt nóg af.“ Árni Páll vill að neytendur fái að vita hvaða svínabú hafi búið að dýrum sínum með þeim hætti sem birtist í skýrslu Matvælastofnunar. „Auðvitað á að upplýsa hvar aðbúnaðinn er með þessum hætti og gefa neytendum færi á að kaupa sérmerkta vöru og það er mjög mikilvægt að það gerist alls staðar í landbúnaðinum. Því að það eru víða góðir bændur sem eru að vinna vel og eiga skilið að njóta þess í afurðaverði og tiltrú á markaði og eiga ekki að þurfa að þola það að vera seldir undir sömu sök og skussar,“ segir hann. Alþingi Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ekki koma til greina að skattgreiðendur taki þátt í kostnaði við að bæta aðstöðu hjá svínaræktendum, líkt og landbúnaðarráðherra hefur sagt að hljóti að koma til álita. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra.vísir/stefánSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við RÚV, sem birti myndir úr skýrslu Matvælastofnunar, sem sýnir slæman aðbúnað svína, að til álita komi að veita svínabúum stofnstyrki til framkvæmda til að laga aðstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur fráleitt að íslenska ríkið taki þátt í kostnaðinum. „Þetta er auðvitað bara eitt dæmi af mjög mörgum um að það skortir alveg áþreifanlega rétta hugsun í þetta kerfi. Það er mjög sérstakt að fyrsta hugsun ráðherrans sem ber ábyrgð á málaflokknum skuli vera að láta skattborgara borga fyrir skussana sem fara illa með dýr,“ segir hann.Skýrsla Matvælastofnunar sýndi fram á slæman aðbúnað á svínabúum.vísir/AuðunnVill vottanir Árni Páll telur að frekar eigi að verja peningum í að koma á fót vottunarkerfi sem neytendur geti treyst á. „Aðkoma ríkisins ætti að vera að greiða fyrir því að það verði til alvöru vottunarfyrirtæki sem gætu vottað þá framleiðendur sem sannarlega búa vel að sínum gripum, sem eru margir,“ segir hann. „Í dag eru allir undir sömu sök seldir. Þetta er eins og annað í okkar gallaða landbúnaðarkerfi að skussar eru verndaðir og það skortir að gera fólki kleift að kaupa gæðavöru sem sannarlega er framleitt nóg af.“ Árni Páll vill að neytendur fái að vita hvaða svínabú hafi búið að dýrum sínum með þeim hætti sem birtist í skýrslu Matvælastofnunar. „Auðvitað á að upplýsa hvar aðbúnaðinn er með þessum hætti og gefa neytendum færi á að kaupa sérmerkta vöru og það er mjög mikilvægt að það gerist alls staðar í landbúnaðinum. Því að það eru víða góðir bændur sem eru að vinna vel og eiga skilið að njóta þess í afurðaverði og tiltrú á markaði og eiga ekki að þurfa að þola það að vera seldir undir sömu sök og skussar,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?