Söluaaukning í bílum 44% í september Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2015 12:31 Loks stefnir í að sala bíla tryggi eðlilega endurnýjun. Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 30. september síðastliðnum jókst um 44,1% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 797 á móti 553 í sama mánuði 2014, eða aukning um 244 bíla. 41,1% aukning er í nýskráningum frá 1. janúar til og með 30. september miðað við sama tímabil á fyrra ári en samtals hafa verið nýskráðir 11.591 fólksbílar það sem af er ári. Áframhaldandi aukning er í nýskráningum fólksbíla og bendir allt til þess að nýskráningar fólksbíla á árinu verði u.þ.b. 14.000 og er þá þeirri tölu náð sem æskileg er til að halda við eðlilegri endurnýjunarþörf bílaflotans. Hins vegar er stórt gat á markaðnum sem er óuppfyllt vegna afar lélegra ára frá 2008 til 2013, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1. til 30. september síðastliðnum jókst um 44,1% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 797 á móti 553 í sama mánuði 2014, eða aukning um 244 bíla. 41,1% aukning er í nýskráningum frá 1. janúar til og með 30. september miðað við sama tímabil á fyrra ári en samtals hafa verið nýskráðir 11.591 fólksbílar það sem af er ári. Áframhaldandi aukning er í nýskráningum fólksbíla og bendir allt til þess að nýskráningar fólksbíla á árinu verði u.þ.b. 14.000 og er þá þeirri tölu náð sem æskileg er til að halda við eðlilegri endurnýjunarþörf bílaflotans. Hins vegar er stórt gat á markaðnum sem er óuppfyllt vegna afar lélegra ára frá 2008 til 2013, segir í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent