Viðskipti erlent

Tölvuþrjótar komust yfir gögn frá T-Mobile

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Málið þykir ekki gott fyrir T-Mobile.
Málið þykir ekki gott fyrir T-Mobile. vísir/getty
Tölvuþrjótar hafa stolið upplýsingum um fimmtán milljón notendur bandaríska fjarskiptarisans T-Mobile. Rannsókn er hafin á málinu en fjallað er um það á vef BBC.

Þrjótarnir komust yfir gögnin með því að ráðast á gagnagrunna fyrirtækisins Experian en það heldur utan um ýmsar upplýsingar fyrir T-Mobile. Meðal þess sem þeir komu yfir voru nöfn, fæðingardagar og kennitölur en kreditkortaupplýsingarnar sluppu hins vegar samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.

Forstjóri T-Mobile sagði í yfirlýsingu að hann væri afar reiður yfir því að þetta hefði gerst. Hann áréttaði að ekki hefði verið ráðist á fyrirtæki hans heldur fyrirtæki sem að það kaupir þjónustu af.

Upp komst um brotið nær samstundis samkvæmt upplýsingum frá Experian og vinna starfsmenn þess nú hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að svona hlutir geti endurtekið sig. Enn sem komið er er ekki að sjá að upplýsingar úr lekanum hafi skilað sér á vefinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×