MAX1 Bílavaktin og Bleika slaufan í samstarf Finnur Thorlacius skrifar 2. október 2015 10:26 Starfsmenn MAX1 Bílavaktarinnar og Krabbameinsfélags Íslands innsigla hér samstarfið. MAX1 Bílavaktin, söluaðili Nokian tires á Íslandi, mun nú í annað sinn hefja samstarf við Bleiku slaufuna. Í október og nóvember mun hluti ágóða af sölu Nokian dekkja renna til átaksins. Á meðan samstarfinu stendur mun MAX1 jafnframt bjóða viðskiptavinum 20% afslátt af Nokian dekkjum. Bleika slaufan er í senn árvekni- og fjáröflunarátak sem er nú haldið í níunda sinn. Árið 2015 hefur Krabbameinsfélag Íslands lagt áherslu á að auka þekkingu fólks á einkennum ristilkrabbameins og að skipulögð leit verði hafin að krabbameini í ristli. MAX1 og Bleika slaufan áttu farsælt samstarf í fyrra og því var ákveðið að endurtaka samstarfið í ár. „Starfsmenn og viðskiptavinir tóku þessu verkefni gríðarlega vel í fyrra og eins var mikil ánægja meðal Nokian í Finnlandi. Það gleður að láta gott af sér leiða og Bleika slaufan er að vekja athygli á þörfu málefni. Mikilvægt er að hefja skipulagða leit að ristilkrabbameini“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1 Bílavaktarinnar. Samstarfið hefst 1. október og stendur út nóvember mánuð. Að sjálfsögðu verður Bleika slaufan til sölu á öllum verkstæðum MAX1 en þau eru fjögur talsins, þrjú í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði.20% afsláttur af Nokian gæðadekkjumViðskiptavinir MAX1 sem versla dekk í október og nóvember leggja ekki einungis góðu málefni lið heldur fá einnig 20% afslátt af Nokian dekkjum.Dekk eru af ólíkum gæðumNokian dekk koma frá Finnlandi og eru ein öruggustu dekk sem völ er á. Nokian er eini dekkjaframleiðandinn sem sérhæfir sig í akstursaðstæðum eins og finnast hér á Íslandi. „Við höfum reynt að efla fræðslu um öryggi í umferðinni. Það kemur mörgum á óvart að heyra að hemlunarvegalengd tveggja nýrra dekkja á 100 km hraða getur verið allt að 27 metrar. Þessi vegalengd getur skipt sköpum. Við bjóðum upp á dekk í öllum verðflokkum en við ráðleggjum fólki að velja gæðadekk því öryggi bílsins veltur mikið á gæðum dekkjanna“ segir Sigurjón Árni. „Við veitum fólki ráðgjöf um hvernig dekk séu best undir bílinn og erum einnig með góða heimasíðu sem er með miklum upplýsingum um ólík dekk. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent
MAX1 Bílavaktin, söluaðili Nokian tires á Íslandi, mun nú í annað sinn hefja samstarf við Bleiku slaufuna. Í október og nóvember mun hluti ágóða af sölu Nokian dekkja renna til átaksins. Á meðan samstarfinu stendur mun MAX1 jafnframt bjóða viðskiptavinum 20% afslátt af Nokian dekkjum. Bleika slaufan er í senn árvekni- og fjáröflunarátak sem er nú haldið í níunda sinn. Árið 2015 hefur Krabbameinsfélag Íslands lagt áherslu á að auka þekkingu fólks á einkennum ristilkrabbameins og að skipulögð leit verði hafin að krabbameini í ristli. MAX1 og Bleika slaufan áttu farsælt samstarf í fyrra og því var ákveðið að endurtaka samstarfið í ár. „Starfsmenn og viðskiptavinir tóku þessu verkefni gríðarlega vel í fyrra og eins var mikil ánægja meðal Nokian í Finnlandi. Það gleður að láta gott af sér leiða og Bleika slaufan er að vekja athygli á þörfu málefni. Mikilvægt er að hefja skipulagða leit að ristilkrabbameini“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1 Bílavaktarinnar. Samstarfið hefst 1. október og stendur út nóvember mánuð. Að sjálfsögðu verður Bleika slaufan til sölu á öllum verkstæðum MAX1 en þau eru fjögur talsins, þrjú í Reykjavík og eitt í Hafnarfirði.20% afsláttur af Nokian gæðadekkjumViðskiptavinir MAX1 sem versla dekk í október og nóvember leggja ekki einungis góðu málefni lið heldur fá einnig 20% afslátt af Nokian dekkjum.Dekk eru af ólíkum gæðumNokian dekk koma frá Finnlandi og eru ein öruggustu dekk sem völ er á. Nokian er eini dekkjaframleiðandinn sem sérhæfir sig í akstursaðstæðum eins og finnast hér á Íslandi. „Við höfum reynt að efla fræðslu um öryggi í umferðinni. Það kemur mörgum á óvart að heyra að hemlunarvegalengd tveggja nýrra dekkja á 100 km hraða getur verið allt að 27 metrar. Þessi vegalengd getur skipt sköpum. Við bjóðum upp á dekk í öllum verðflokkum en við ráðleggjum fólki að velja gæðadekk því öryggi bílsins veltur mikið á gæðum dekkjanna“ segir Sigurjón Árni. „Við veitum fólki ráðgjöf um hvernig dekk séu best undir bílinn og erum einnig með góða heimasíðu sem er með miklum upplýsingum um ólík dekk.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent