Haukakonur urðu í dag Lengjubikarmeistarar 2015 eftir að hafa lagt Keflavík að velli í úrslitum á Selfossi 70-47. Náðu þær forskotinu strax í fyrsta leikhluta og voru komnar með átján stiga forskot í hálfleik.
Haukakonur komu mun grimmari til leiks og leiddu eftir fyrsta leikhluta 19-14. Þeim tókst að bæta við forskotið í öðrum leikhluta og fóru inn í hálfleik með átján stiga forskot í stöðunni 41-23.
Keflavíkurliðinu tókst aðeins að klóra í bakkann í þriðja leikhluta en að honum loknum var staðan 51-36, Haukum í vil. Haukakonur voru töluvert sterkari aðilinn í fjórða leikhluta og sigldu sigrinum örugglega heim að lokum.
Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir fór á kostum í liði Hauka en hún var með 22 stig ásamt því að taka 10 fráköst. Var hún með 67% skotnýtingu innan þriggja stiga línunnar en hún hitti ekki úr neinu af þremur þriggja stiga skotum sínum í leiknum.
Í liði Keflavíkur var Bryndís Guðmundsdóttir stigahæst með 12 stig en Sandra Lind Þrastardóttir var öflug með 4 stig og 11 fráköst.
Haukakonur Lengjubikarmeistarar eftir sigur á Keflavík
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið








Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn

Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti
