Litríkt og skemmtilegt hjá dj. flugvél og geimskip Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 4. október 2015 10:00 Vísir/Vilhelm Í íbúðinni sem er opin og björt kennir svo sannnarlega ýmissa grasa en þar má meðal annars reka augun í tvo ketti, verðlaunafisk, fjölda listaverka og skemmtilega skrautmuni sem koma hvaðanæva. Einnig er talsverður fjöldi af fjölbreyttum pottaplöntum í íbúðinni sem skapa skemmtilega safarístemningu og Steinunn hefur skrifað niður nokkra af sínum uppáhaldshlutum á lítinn miða sem hún fer yfir á meðan hún röltir um íbúðina og tekur til við að segja frá sínum uppáhaldshlutum og uppáhaldsstað. Á miðju stofugólfinu er stór hringlaga rauð motta. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn. Hér er hægt að gera jógaæfingar á morgnana og ýmislegt,“ segir hún og bætir við að mottan sé einnig vinsæl í partíum. „Ég held mig stundum á mottunni.“ „Á útgáfutónleikunum mínum bað ég alla um að mæta með heimagerða fiska. Einn gaurinn kom með þennan fisk og hann fékk verðlaun. Mér fannst hans svo geðveikt flottur. Þetta er pomeranian-fiskur og ég elska pomeranian-hunda,“ segir Steinunn og tekur skýrt fram að fiskurinn sé hennar allra mesti uppáhaldshlutur. Barinn er smíðaður af listamanninum Helga Þórssyni og stendur í stofunni. „Stundum erum við með reykvél hjá honum og þá kemur eins og vitaljós úr toppnum á honum.“Brúnn handsmíðaður hundur geymir vítamín húsráðenda en hann keypti Steinunn í Kolaportinu. „Hann er svo skemmtilegur á svipinn og geymir alltaf vítamínin. Konan sem seldi mér hann stakk upp á að það væri hægt að geyma síróp eða vítamín í honum.“„Ég fékk gítarinn í jólagjöf frá Þráni vini mínum og ég tek hann alltaf með mér hvert sem ég fer af því að ef það er einhvers staðar ekki gaman að vera eða einhver er ekki í góðu skapi þá er fólk komið í gott skap eftir svona tvær mínútur þegar maður spilar á hann,“ segir Steinunn á meðan hún spilar nokkra vel valda tóna. Hús og heimili Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Í íbúðinni sem er opin og björt kennir svo sannnarlega ýmissa grasa en þar má meðal annars reka augun í tvo ketti, verðlaunafisk, fjölda listaverka og skemmtilega skrautmuni sem koma hvaðanæva. Einnig er talsverður fjöldi af fjölbreyttum pottaplöntum í íbúðinni sem skapa skemmtilega safarístemningu og Steinunn hefur skrifað niður nokkra af sínum uppáhaldshlutum á lítinn miða sem hún fer yfir á meðan hún röltir um íbúðina og tekur til við að segja frá sínum uppáhaldshlutum og uppáhaldsstað. Á miðju stofugólfinu er stór hringlaga rauð motta. „Þetta er uppáhaldsstaðurinn minn. Hér er hægt að gera jógaæfingar á morgnana og ýmislegt,“ segir hún og bætir við að mottan sé einnig vinsæl í partíum. „Ég held mig stundum á mottunni.“ „Á útgáfutónleikunum mínum bað ég alla um að mæta með heimagerða fiska. Einn gaurinn kom með þennan fisk og hann fékk verðlaun. Mér fannst hans svo geðveikt flottur. Þetta er pomeranian-fiskur og ég elska pomeranian-hunda,“ segir Steinunn og tekur skýrt fram að fiskurinn sé hennar allra mesti uppáhaldshlutur. Barinn er smíðaður af listamanninum Helga Þórssyni og stendur í stofunni. „Stundum erum við með reykvél hjá honum og þá kemur eins og vitaljós úr toppnum á honum.“Brúnn handsmíðaður hundur geymir vítamín húsráðenda en hann keypti Steinunn í Kolaportinu. „Hann er svo skemmtilegur á svipinn og geymir alltaf vítamínin. Konan sem seldi mér hann stakk upp á að það væri hægt að geyma síróp eða vítamín í honum.“„Ég fékk gítarinn í jólagjöf frá Þráni vini mínum og ég tek hann alltaf með mér hvert sem ég fer af því að ef það er einhvers staðar ekki gaman að vera eða einhver er ekki í góðu skapi þá er fólk komið í gott skap eftir svona tvær mínútur þegar maður spilar á hann,“ segir Steinunn á meðan hún spilar nokkra vel valda tóna.
Hús og heimili Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira