Viðskipti erlent

Nýr forstjóri hjá Twitter

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jack Dorsey, t.v. ásamt meðstofnendum Twitter þegar fyrirtækið fór á markað árið 2013.
Jack Dorsey, t.v. ásamt meðstofnendum Twitter þegar fyrirtækið fór á markað árið 2013. Vísir/EPA
Twitter hefur útnefnt Jack Dorsey sem nýjan forstjóra fyrirtækisins. Þetta tilkynnti hann í tísti á Twitter. Jack Dorsey kom að stofnun fyrirtækisins og hefur sinnt starfi forstjóra undanfarin misseri. Sögsusagnir hafa verið að því í fjölmiðlum vestanhafs í nokkrar vikur að Dorsey myndi taka við stöðunni.

Dorsey mun samhliða starfinu hjá Twitter vera forstjóri Square Inc., sem er greiðslufyrirtæki sem hann stofnaði árið 2009.

Adam Bain hefur einnig tekið við stjórnunarstöðu innan fyrirtækisins. Hlutabréf Twitter hafa fallið um 26% í verði á árinu. Eftir tilkynninguna um nýjan forstjóri hækkuðu þau um 2,4%.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×