Viðskipti erlent

Apple áfram verðmætasta vörumerki heims

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tim Cook, er forstjóri Apple.
Tim Cook, er forstjóri Apple. Vísir/Getty
Apple hefur enn og aftur náð þeim titli að vera verðmætasta vörumerki heims samkvæmt úttekt Interbrand um bestu alþjóðlegu vörumerkin. Af 100 fyrirtækjum á listanum eru tæknifyrirtæki og bílaframleiðendur 28 samtals. Verðmæti Facebook jókst mest á árinu eða um 54%. Efstu þrjú vörumerkin eru þau sömu og árið 2014.

Hér fyrir neðan má sjá listann yfir verðmætustu vörumerki heims:

  1. Apple, virði: 170,3 milljarðar dollara. 43% hækkun milli ára
  2. Google, virði: 120,3 milljarðar dollara. 12% hækkun milli ára
  3. Coca-Cola, virði: 78,4 milljarðar dollara. 4% lækkun milli ára
  4. Microsoft, virði: 67,7 milljarðar dollara. 11% hækkun milli ára
  5. IBM, virði: 65,1 milljarður dollara. 10% lækkun milli ára
  6. Toyota, virði: 49 milljarðar dollara. 16% hækkun milli ára
  7. Samsung, virði: 45,3 milljarðar dollara. Engin breyting milli ára
  8. General Electric, virði: 42,3 milljarðar dollara. 7% lækkun milli ára
  9. McDonald‘s, virði: 39,8 milljarðar dollara. 6% lækkun milli ára
  10. Amazon, virði: 37,9 milljarðar dollara. 29% hækkun milli ára





Fleiri fréttir

Sjá meira


×