Hlutfall sárafátækra í fyrsta sinn innan við tíu prósent Bjarki Ármannsson skrifar 5. október 2015 23:30 Fátæk börn á götum Manila, höfuðborgar Filippseyja. Vísir/AFP Hlutfall heimsbyggðarinnar sem býr við sárafátækt mun á árinu fara niður fyrir tíu prósent í fyrsta sinn í sögunni. Þetta segir Alþjóðabankinn, stofnun sem stuðlar að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. „Þetta er besta fréttin í heiminum akkúrat núna,“ hefur fréttastofa CNN eftir Jim Yong Kim, forseta Alþjóðabankans. „Spár okkar sýna að við erum fyrsta kynslóðin frá upphafi sem getur bundið enda á sárafátækt í heiminum.“ Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðabankans búa þeir við sárafátækt sem lifa á innan við 240 íslenskum krónum á dag. Bankinn spáir því að árið 2015 muni hlutfall þeirra sem búa við sárafátækt hafa fallið niður í um 9,6 prósent heimsbyggðarinnar, sem gerir um 702 milljónir manna. Til samanburðar má nefna að árið 2012 bjuggu 902 milljónir manna við sárafátækt, um 12,8 prósent heimsbyggðarinnar á þeim tíma. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar segir að fjárfesting í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og velferðarþjónustu þróunarlanda sé að skila sér í lægra hlutfalli fátækra. Þó mikið verk sé enn óunnið, þá sérstaklega í suðurhluta Afríku þar sem um helmingur fátækra býr, sé heimurinn að færast nær því háleita markmiði Sameinuðu þjóðanna að útrýma sárafátækt fyrir árið 2030. Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hlutfall heimsbyggðarinnar sem býr við sárafátækt mun á árinu fara niður fyrir tíu prósent í fyrsta sinn í sögunni. Þetta segir Alþjóðabankinn, stofnun sem stuðlar að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. „Þetta er besta fréttin í heiminum akkúrat núna,“ hefur fréttastofa CNN eftir Jim Yong Kim, forseta Alþjóðabankans. „Spár okkar sýna að við erum fyrsta kynslóðin frá upphafi sem getur bundið enda á sárafátækt í heiminum.“ Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðabankans búa þeir við sárafátækt sem lifa á innan við 240 íslenskum krónum á dag. Bankinn spáir því að árið 2015 muni hlutfall þeirra sem búa við sárafátækt hafa fallið niður í um 9,6 prósent heimsbyggðarinnar, sem gerir um 702 milljónir manna. Til samanburðar má nefna að árið 2012 bjuggu 902 milljónir manna við sárafátækt, um 12,8 prósent heimsbyggðarinnar á þeim tíma. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar segir að fjárfesting í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og velferðarþjónustu þróunarlanda sé að skila sér í lægra hlutfalli fátækra. Þó mikið verk sé enn óunnið, þá sérstaklega í suðurhluta Afríku þar sem um helmingur fátækra býr, sé heimurinn að færast nær því háleita markmiði Sameinuðu þjóðanna að útrýma sárafátækt fyrir árið 2030.
Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira