Vill herða refsingar við áfengis- og vímuefnaakstri Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. október 2015 12:15 Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er þreytt á biðinni. Vísir/Pjetur Þingkona Framsóknarflokksins segist þreytt á að bíða eftir að þingsályktunartillögu um hertar refsingar vegna ölvunar- og vímuefnaaksturs verði fylgt eftir af innanríkisráðherra. Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er málshefjandi í sérstakri umræðu um málið á þingi í dag. Þar mun hún spyrja Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að því hver staðan sé á endurskoðun umferðarlaga og þá sérstaklega með tilliti til hertari viðurlaga við ölvunar- og vímuefnaakstri. „Ég vil að við aukum forvarnir og ég vil að við reynum að herða refsingar með það að markmiði að reyna minka tíðni þeirra atvika að fólk setjist ölvað undir stýri,“ segir hún. Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Með þessu vill hún minnka tíðni hörmulegra slysa sem geta orðið vegna aksturs undir áhrifum. „Og þá er ég að hugsa bæði um þann sem veldur slysinu og verður fyrir því af því að þetta hefur gríðarleg áhrif á alla aðila og fjölskyldur þeirra,“ segir hún.Snýst ekki bara um sektirnar Elsa Lára vill bæði hækka sektir verulega og minnka viðmiðunarmörk áfengis í blóði, auk fleiri þátta. „Í rauninni legg ég þetta í hendurnar á innanríkisráðherra að skoða málið betur og ég er að tala um hækkun sekta, aukið fjármagn í forvarnarsjóði, finna ný úrræði, að það verði skoðað til dæmis áfengislásar eins og er notað á Norðurlöndunum, ef fólk er tekið ítrekað undir áhrifum og ýmsa nýja hugsun,“ segir hún. Elsa Lára segist orðin þreytt á biðinni eftir að þingsályktuninni, sem samþykkt var á síðasta ári, yrði fylgt eftir af ráðherra. „Ég vil gjarnan fara að sjá eitthvað gerast í þessu. Vegna þess líka að það var svo mikill meirihluti í þinginu sem greiddi atkvæði með tillögunni,“ segir hún og bætir við: „Manni þætti afar vænt um það að sjá árangur af málinu.“ Alþingi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þingkona Framsóknarflokksins segist þreytt á að bíða eftir að þingsályktunartillögu um hertar refsingar vegna ölvunar- og vímuefnaaksturs verði fylgt eftir af innanríkisráðherra. Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er málshefjandi í sérstakri umræðu um málið á þingi í dag. Þar mun hún spyrja Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að því hver staðan sé á endurskoðun umferðarlaga og þá sérstaklega með tilliti til hertari viðurlaga við ölvunar- og vímuefnaakstri. „Ég vil að við aukum forvarnir og ég vil að við reynum að herða refsingar með það að markmiði að reyna minka tíðni þeirra atvika að fólk setjist ölvað undir stýri,“ segir hún. Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Með þessu vill hún minnka tíðni hörmulegra slysa sem geta orðið vegna aksturs undir áhrifum. „Og þá er ég að hugsa bæði um þann sem veldur slysinu og verður fyrir því af því að þetta hefur gríðarleg áhrif á alla aðila og fjölskyldur þeirra,“ segir hún.Snýst ekki bara um sektirnar Elsa Lára vill bæði hækka sektir verulega og minnka viðmiðunarmörk áfengis í blóði, auk fleiri þátta. „Í rauninni legg ég þetta í hendurnar á innanríkisráðherra að skoða málið betur og ég er að tala um hækkun sekta, aukið fjármagn í forvarnarsjóði, finna ný úrræði, að það verði skoðað til dæmis áfengislásar eins og er notað á Norðurlöndunum, ef fólk er tekið ítrekað undir áhrifum og ýmsa nýja hugsun,“ segir hún. Elsa Lára segist orðin þreytt á biðinni eftir að þingsályktuninni, sem samþykkt var á síðasta ári, yrði fylgt eftir af ráðherra. „Ég vil gjarnan fara að sjá eitthvað gerast í þessu. Vegna þess líka að það var svo mikill meirihluti í þinginu sem greiddi atkvæði með tillögunni,“ segir hún og bætir við: „Manni þætti afar vænt um það að sjá árangur af málinu.“
Alþingi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira