Vill herða refsingar við áfengis- og vímuefnaakstri Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. október 2015 12:15 Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er þreytt á biðinni. Vísir/Pjetur Þingkona Framsóknarflokksins segist þreytt á að bíða eftir að þingsályktunartillögu um hertar refsingar vegna ölvunar- og vímuefnaaksturs verði fylgt eftir af innanríkisráðherra. Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er málshefjandi í sérstakri umræðu um málið á þingi í dag. Þar mun hún spyrja Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að því hver staðan sé á endurskoðun umferðarlaga og þá sérstaklega með tilliti til hertari viðurlaga við ölvunar- og vímuefnaakstri. „Ég vil að við aukum forvarnir og ég vil að við reynum að herða refsingar með það að markmiði að reyna minka tíðni þeirra atvika að fólk setjist ölvað undir stýri,“ segir hún. Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Með þessu vill hún minnka tíðni hörmulegra slysa sem geta orðið vegna aksturs undir áhrifum. „Og þá er ég að hugsa bæði um þann sem veldur slysinu og verður fyrir því af því að þetta hefur gríðarleg áhrif á alla aðila og fjölskyldur þeirra,“ segir hún.Snýst ekki bara um sektirnar Elsa Lára vill bæði hækka sektir verulega og minnka viðmiðunarmörk áfengis í blóði, auk fleiri þátta. „Í rauninni legg ég þetta í hendurnar á innanríkisráðherra að skoða málið betur og ég er að tala um hækkun sekta, aukið fjármagn í forvarnarsjóði, finna ný úrræði, að það verði skoðað til dæmis áfengislásar eins og er notað á Norðurlöndunum, ef fólk er tekið ítrekað undir áhrifum og ýmsa nýja hugsun,“ segir hún. Elsa Lára segist orðin þreytt á biðinni eftir að þingsályktuninni, sem samþykkt var á síðasta ári, yrði fylgt eftir af ráðherra. „Ég vil gjarnan fara að sjá eitthvað gerast í þessu. Vegna þess líka að það var svo mikill meirihluti í þinginu sem greiddi atkvæði með tillögunni,“ segir hún og bætir við: „Manni þætti afar vænt um það að sjá árangur af málinu.“ Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Þingkona Framsóknarflokksins segist þreytt á að bíða eftir að þingsályktunartillögu um hertar refsingar vegna ölvunar- og vímuefnaaksturs verði fylgt eftir af innanríkisráðherra. Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er málshefjandi í sérstakri umræðu um málið á þingi í dag. Þar mun hún spyrja Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að því hver staðan sé á endurskoðun umferðarlaga og þá sérstaklega með tilliti til hertari viðurlaga við ölvunar- og vímuefnaakstri. „Ég vil að við aukum forvarnir og ég vil að við reynum að herða refsingar með það að markmiði að reyna minka tíðni þeirra atvika að fólk setjist ölvað undir stýri,“ segir hún. Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Með þessu vill hún minnka tíðni hörmulegra slysa sem geta orðið vegna aksturs undir áhrifum. „Og þá er ég að hugsa bæði um þann sem veldur slysinu og verður fyrir því af því að þetta hefur gríðarleg áhrif á alla aðila og fjölskyldur þeirra,“ segir hún.Snýst ekki bara um sektirnar Elsa Lára vill bæði hækka sektir verulega og minnka viðmiðunarmörk áfengis í blóði, auk fleiri þátta. „Í rauninni legg ég þetta í hendurnar á innanríkisráðherra að skoða málið betur og ég er að tala um hækkun sekta, aukið fjármagn í forvarnarsjóði, finna ný úrræði, að það verði skoðað til dæmis áfengislásar eins og er notað á Norðurlöndunum, ef fólk er tekið ítrekað undir áhrifum og ýmsa nýja hugsun,“ segir hún. Elsa Lára segist orðin þreytt á biðinni eftir að þingsályktuninni, sem samþykkt var á síðasta ári, yrði fylgt eftir af ráðherra. „Ég vil gjarnan fara að sjá eitthvað gerast í þessu. Vegna þess líka að það var svo mikill meirihluti í þinginu sem greiddi atkvæði með tillögunni,“ segir hún og bætir við: „Manni þætti afar vænt um það að sjá árangur af málinu.“
Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira