Bílar

Mikilvægi Frakklands í bílasögunni

Sindri Snær Thorlacius skrifar
Peugeot 205 var framleiddur á árunum 1983 til 1998 og bjargaði í raun Peugeot frá gjlaldþroti.
Peugeot 205 var framleiddur á árunum 1983 til 1998 og bjargaði í raun Peugeot frá gjlaldþroti.
Þegar þú hugsar um bíla, er Frakkland þá fyrsta landið sem kemur upp í hugann? Líkur eru á því að önnur lönd, sem ég hef nú þegar skrifað um, svo sem Þýskaland, Japan eða Bandaríkin, komi fyrst upp í hugann, enda hefur Frakkland ekki eins mikið vægi á bílamarkaðnum og áður fyrr. Franskir bílar nútildags hafa það óorð á sér að vera óáreiðanlegir og með ódýrt yfirbragð. Af hverju eru þeir þá svona mikilvægir í sögulegu samhengi?

Helstu bílaframleiðendur ­Frakklands:

· Bugatti: Einn merkasti bílaframleiðandi í sögunni þrátt fyrir að hafa aðeins verið virkur á milli ca. 1909-1950 og svo aftur áratugum síðar síðar. Var keyptur upp af Hispano-Suiza árið 1963, gekk á milli eigenda um hríð og féll svo í hendur Volks­wagen Group árið 1998.

· Citroën: Partur af PSA-samsteypunni frá árinu 1976. Stofnað árið 1919 og var fyrsti framleiðandi utan Bandaríkjanna til að fjöldaframleiða bíla og hafa net af sölustöðum og þjónustu.

· Peugeot: Partur af PSA-samsteypunni (Peugeot Société Anonyme) sem er í dag í eigu Peugeot-fjölskyldunnar, franska ríkisins og Dongfeng frá Kína. Peugeot var stofnað árið 1896 sem bílaframleiðandi. Var áður þekkt merki fyrir reiðhjól og kvarnir. Peugeot á sér gríðarlega mikla sögu í akstursíþróttum, en þar má helst nefna rallí, Le Mans-kappakstur og Pikes Peak.

· Renault: Stofnað árið 1899. Er eigandi Dacia í Rúmeníu, Renault-Samsung Motors í Suður-Kóreu og á 43,4% hlut í Nissan. Einnig á Renault hið fornfræga merki Alpine sem þá dreymir um að koma aftur á kortið. Renault-Nissan Alliance er samvinnufélag sem er fjórði stærsti bílaframleiðandi í heimi. Einnig framleiðir Renault vörubíla, sendibíla og rútur. Renault á sér mikla sögu í akstursíþróttum og má þá helst nefna Formúlu 1.

Frakki smíðaði fyrsta bílinn

Það vill oft gleymast hversu stóran þátt Frakkar áttu í þróun bifreiðarinnar og hversu snjallir og útsjónarsamir þeir hafa verið í gegnum tíðina. Þrátt fyrir að Karl F. Benz hafi hannað fyrsta bílinn eins og við köllum hann í dag þá var Frakkinn Nicolas­ Cugnot­ fyrstur til að búa til sjálfrennireið árið 1769. Hún var knúin áfram af gufuafli, vó 2,5 tonn og undir henni voru einungis þrjú hjól. Annar Frakki náði sér í einkaleyfi á fyrstu fjórgengisvélinni árið 1862 en smíðaði hana aldrei.

Fyrsti bíllinn með gúmmídekk

Peugeot-fjölskyldan hafði hannað og framleitt alls kyns vörur, allt frá piparkvörnum til reiðhjóla þegar framleiðsla á bifreiðum byrjaði hjá þeim 1890. Fyrsti framleiddi bíll Peugeot var Type 2 en hann notaði vél frá Daimler í Þýskalandi. Næsta týpa, Type 3, var fyrsti bíllinn sem var með gúmmídekk. Árið 1894 vann Peugeot fyrsta kappakstur sögunnar sem var frá París til Rouen. Árið 1903 hafði Peugeot framleitt helming bíla á götum Frakklands og á árunum 1904 til 1910 hafði fyrirtækið framleitt í það minnsta 53 týpur af bílum. Armand Peugeot tók bílahluta Peugeot­ út úr fyrirtækinu og setti upp verksmiðju til þess eins að smíða bíla.

Bremsur á öllum hjólum

Árið 1912 fékk Armand ungan en metnaðarfullan hönnuð, Ettore Bugatti, til að hanna nýja fjögurra strokka vél fyrir bílinn Bébé. Á næstu árum tók Peugeot þátt í alls kyns kappakstri og vann sér inn titla og með því virðingu. Þannig varð fyrirtækið líklegast fyrst til að setja bremsur á öll hjól bílsins en ekki bara að aftan eins og tíðkaðist. Á meðan fyrri heimsstyrjöld stóð yfir þurftu verksmiðjur að framleiða hergögn fyrir Frakklandsher en Peugeot kom sterkt til leiks eftir stríð. Árið 1929 kom út Peugeot 201 sem var ódýrasti bíllinn á markaðnum í Frakklandi. Eftir það hafa flestir bílar þeirra borið svipuð nöfn.

Í kreppunni 1930 vildi Peugeot koma sér aftur á kortið með 402 BL ­Éclipse Décapotable sem var fyrsti bíllinn með harða blæju sem seig niður í farangursrýmið að aftan þegar maður vildi fá vindinn í hárið. Næsta kynslóð bíla innihélt 202, 302 og 402 en þeir voru frægir fyrir að framlugtirnar voru á bak við grillið fyrir miðju bílsins til að minnka loftmótstöðu. Í seinna stríðinu var Peugeot heppið því að það fékk að framleiða bíla sína á meðan nasistar réðu ríkjum í Frakklandi. Eftir stríð hélt fyrirtækið áfram að þróa bíla sína. Þá komu út 203, 403 og 404 en árið 1958 var farið að selja Peugeot-bíla í Bandaríkjunum.

Peugeot tekur Citroën yfir

Árið 1974 tók Peugeot Citroën­ yfir og fékk ríkisstyrki til að halda báðum fyrirtækjunum á floti. Vert er að koma því að að alveg frá upphafi hafa Peugeot-bílar verið þekktir fyrir styrk sinn. Þeir hafa lengst af verið mjög sterkbyggðir og þurft að þola alls kyns þolraunir í Afríku og Suður-Ameríku. Á fyrstu áratugunum voru gjarnan haldnar sýningar þar sem stokkið var á bílunum og gerðar alls kyns kúnstir. Þeir hafa verið gífurlega sigursælir í heimsrallinu og einnig unnið Le Mans 24 klukkustunda kappaksturinn fræga fjórum sinnum, síðast árið 2009.

Renault verður stærsti framleiðandinn

Louis Renault fæddist árið 1877 en við unglingsaldur var hann farinn að fikta í notuðum vélum sem hann komst í. Ferill hans hófst með lygilegu hraði. Þegar hann náði 21 árs aldri bjó hann til sinn fyrsta bíl. Hann keyrði á honum í veislu á jóladag og vinir pabba hans voru svo yfir sig hrifnir að þeir pöntuðu 24 slíka bíla á staðnum. Þannig byrjaði ferill Renault. Við aldamótin 1900 var hann ásamt bræðrum sínum með 100 manns í vinnu í bílaverksmiðju sinni. Á tveimur árum tvöfaldaðist vinnuaflið.

Renault notaði kappakstur til að koma bílum sínum á framfæri og gekk það vel. Bílarnir urðu gríðar­lega vinsælir sökum lágs kaupverðs en einnig voru Renault-bræður fyrstir til að framleiða almennilegan fólksbíl sem hafði sæti fyrir fjóra farþega árið 1904. Árið eftir keypti leigubílastöð 250 Renault-bíla. Tveimur árum síðar hafði talan meira en fjórfaldast. Renault var orðinn stærsti bílaframleiðandi í Frakklandi. Það gerði Renault kleift að vera með alls kyns týpur af bílum, allt frá bíl fátæka mannsins til rándýrra eðalvagna.

Glæsileg nöfn

Frekar kómískt er að nöfn eðalvagnanna, eins og Coupé DeVille og fleiri álíka voru síðar notuð á bandaríska bíla því þau þóttu svo glæsileg. Í fyrri heimsstyrjöldinni voru plön hjá Þjóðverjum um að leggja Frakkland undir sig úr tveimur áttum. Til þess að stöðva Þjóðverjana áður en þeir næðu Parísarborg þurfti franski herinn að hafa snör handtök og mæta þeim á miðri leið. Til þess tók herinn allar þúsundirnar af Renault-leigubílum úr Parísarborg, fyllti þá af hermönnum og kom þeim út úr borginni til að mæta Þjóðverjunum og á endanum bjargaði það borginni.

Renault fór þá að framleiða hergögn í stað fólksbíla og framleiddi næstum allt fyrir franska herinn í stríðinu. Frægasta hertækið sem Louis hannaði var Smáskriðdrekinn (e. Lighttank) sem var lítill og léttur skriðdreki sem komst allt og fór hratt yfir. Eftir stríð hélt Renault áfram að framleiða bíla en Citroën var byrjað að mynda samkeppni með Type A bílnum. Renault svaraði samkeppninni með því að framleiða grunn að bíl sem hægt var svo að nota í alls kyns verk með mismunandi tólum, svo sem slökkvistarf, sorphirðu, vöruflutninga o.fl. og varð gríðarlega vinsæll.

Varð að vinna með nasistum

Í seinni heimsstyrjöld þegar Þjóðverjar voru búnir að hertaka Frakkland þurfti Louis Renault að gera upp við sig hvort hann neitaði að vinna með nasistum og líklega missa allt sem hann átti eða gerði samning við nasista og kæmi í veg fyrir að verksmiðja hans væri tekin í sundur og flutt til Þýskalands. Hann valdi að semja við nasista og fá að stjórna áfram verksmiðju sinni. Hann reyndi eins og hann gat að hægja á framleiðslu hergagna nasista sem voru framleidd í verksmiðju hans. Bandamenn sprengdu verksmiðju hans þrisvar sinnum en alltaf reisti Renault hana úr rústunum í von um að einhvern daginn gæti hann framleitt aftur bíla fyrir almennan markað.

Þegar stríðinu lauk var Louis Renault handtekinn fyrir landráð og dó nokkrum mánuðum síðar. Renault-fyrirtækið var orðið eign franska ríkisins eftir stríð og byrjaði á því að framleiða bíl sem Louis Renault hafði hannað í leyni á meðan á stríðinu stóð. 4CV hét hann, var byggður á svipuðum grunnþáttum og Volkswagen-bjallan, og varð gríðar­lega vinsæll. Sá sem tók við af 4CV var Dauphine og varð hann enn vinsælli. Þá fór Renault í víking og setti á laggirnar verksmiðjur í öðrum löndum og margfaldaði söluna. Næst fór Renault að framleiða sendibíla sem þróaðist yfir í vörubíla sem þeir framleiða í dag. Renault-bílar hafa oftast verið framúrstefnulegir í útliti og vinsælir. Þrátt fyrir það hafa þeir ásamt öðrum frönskum bílum haft óorð á sér seinustu áratugi fyrir að vera óáreiðan­legir.

Citroën vann fyrir Mors

André-Gustave Citroën fæddist árið 1878. Afi hans vann við að selja ávexti og fékk viðurnefnið Limoenman (sem þýðir límónu­maðurinn) en pabbi André færði nafnið yfir á hollensku og úr varð Citroen – sem André breytti svo sjálfur í Citroën. Þegar André var búinn með háskóla hafði hann misst báða foreldra sína og ákvað að heimsækja heimaland móður sinnar, Pólland. Þar sá hann trésmið notast við tannhjól með „síldarbeinasniði“ (e. Herringbone structure), þ.e. að tennurnar lágu skáhallt hver á móti annarri. Hann keypti einkaleyfið á þessari uppfinningu ódýrt og notaði síðar meir í bílana sína sem einkenndi þá, en gírarnir voru mun hljóðlátari en aðrir gírar og afköstuðu meira. Eftir það hefur þessi týpa tannhjóla gjarnan verið notuð í bíla og fleiri tæki. Citroën-­merkið er einmitt skírskotun í síldarbeina­tannhjólið (e. Double Chevron). Bílasaga André Citroën byrjaði þegar honum var boðið að stjórna Mors-bílaframleiðandanum, en þar gekk honum mjög vel þrátt fyrir ungan aldur. Í fyrri heimsstyrjöld fjöldaframleiddi hann vopn fyrir Frakklandsher.

Citroën 4. stærsti í heiminum

Árið 1919 stofnaði hann svo bílaframleiðandann Citroën sem varð einmitt fyrsti fjöldaframleiðandi bíla utan Bandaríkjanna en André öðlaðist reynslu af vopnaframleiðslu í stríðinu. Á aðeins átta árum var Citroën orðinn fjórði stærsti bílaframleiðandinn í heiminum. Árið 1924 kynnti ­Citroën fyrsta bílinn utan Bandaríkjanna sem var aðeins úr stáli, B10. Tíu árum síðar gaf Citroën út hinn framúrstefnulega Tract­ion Avant sem var fyrsti fjöldaframleiddi framhjóladrifni bíllinn og einn fyrsti fólksbíllinn sem ekki var byggður á grind, þ.e. að styrkur bílsins var í yfirbyggingunni eins og flestir bílar eru í dag. Sá bíll kostaði gríðarlega mikið í þróun og tækjabúnaði fyrir Citroën og olli því að fyrirtækið fór á hausinn og var tekið yfir af dekkjaframleiðandanum Michelin. Rétt fyrir seinni heimsstyrjöld var André Citroën farinn að þróa nýjan ódýran fólksbíl sem átti að vera hið fullkomna tæki fyrir bændur í sveitum Frakklands. Eftir stríð var þráðurinn tekinn upp að nýju og úr varð 2CV sem er mest seldi bíll Citroën.



Citroën DS
Citroën DS mesta þróunarstökkið

Árið 1955 kom út annar bylt­ingar­kenndur bíll frá Citroën, DS. Sá bíll var stútfullur af tækninýjungum og er í raun sá bíll sem ýtti undir mesta þróunarstökk í sögu bílaiðnaðarins. James May úr sjónvarpsþáttunum Top Gear lýsir honum sem „tvímælalaust besta bíl í heimi“. Ég fer meira í smáatriðin síðar í greininni. André hafði mikið vit á framleiðslu og markaðsfræðum og átti heimsmet í stærstu auglýsingu í heimi þegar allur Eiffel-turninn var ein risastór Citroën-auglýsing á millistríðsárunum 1925-1934 og sendi hann, líkt og Peugeot, bíla sína í langferðir um torfærur í Afríku, Asíu og Ameríku sem markaðsherferð fyrir ágæti bíla hans. Citroën framleiddi líka mjög sniðuga sendibíla sem voru áreiðanlegir og elskaðir af litlum sem stórum fyrirtækjum. Á sjöunda áratugnum keypti Citroën nokkur fyrirtæki eins og Panhard og Berliet frá Frakklandi og Maserati frá Ítalíu.

Fiat tekur yfir Citroën

Eftir það seldi Michelin hlut sinn í fyrirtækinu og FIAT tók yfir. Á þeim tíma voru Citroën í samvinnu við Maserati og N.S.U. við að framleiða bílvélar. Mikill skattur var lagður á eyðslufrekar vélar og sportbílavélarnar frá Maserati og Rotary (Wankel) vélarnar frá N.S.U. skiluðu báðar fjölmörgum hestöflum en hræðilegum eyðslutölum sem gerði þær allt of dýrar. Auk þess þurfti Citroën að hætta að selja bíla sína í Norður-­Ameríku útaf breyttum lögum um hönnun bíla. Allt þetta auk lélegrar stjórnunar Ítalanna hjá FIAT orsakaði annað gjaldþrot 1974 þegar Peugeot PSA tók yfir. Síðan þá hafa Peugeot og Citroën sent frá sér bíla sem deila ýmsum íhlutum og eru jafnvel nauðalíkir. Seinustu áratugi hafa þeir talist frekar óáreiðanlegir og óvinsælir bílar en þeir virðast vera að ná sér upp úr því kviksyndi.



Bugatti Type 35 kom fram árið 1924.
Bugatti vildi bara kappakstursbíla

Ettore Arco Isidoro Bugatti fæddist á Ítalíu árið 1881 en flutti til annarra landa sem ungur maður í leit að vinnu. Hann var nýbúinn með menntun sína í listum þegar hann fékk vinnu hjá reiðhjólaframleiðanda í Frakklandi. Þar prófaði hann sig áfram með því að setja vélar í reiðhjól og þríhjól og keppti síðan á þeim. Árið 1901 hannaði Bugatti sinn fyrsta bíl sem vann til verðlauna á alþjóðlegri bílasýningu í Mílanó. Hann var ráðinn sem hönnuður til bílaframleiðandans de Dietrich en á þeim tíma var hann í sífellu að þróa kappakstursbíla sem yfirmönnum hans fannst hvimleitt svo að Bugatti var látinn taka poka sinn. 

Á meðan hann vann hjá de Dietrich á milli 1902 og 1904 hafði hann hannað bílana Type 3, 4, 6 og 7 en þeir voru gefnir út undir nafni Bugatti og de Dietrich. Þaðan fór hann til Deutz í Þýskalandi en aldrei þreifst hann lengi á hverjum stað og vann best sjálfur í kjallaranum heima hjá sér. Árið 1910 stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki. Bugatti hannaði fjóra kappakstursbíla á árunum 1910-1914, þangað til fyrri heimstyrjöldin gekk í garð. Hann gerði sér grein fyrir hvað væri að fara að gerast í stríðinu svo að hann bar feiti á vélarnar sínar, gróf þær í garðinum og flúði til Ítalíu. Eftir stríð flæddu verkefnin inn á borð Bug­atti og verksmiðja hans hafði lifað styrjöldina af.

Bugatti vann flestar keppnir

Á milli 1922 og 1940 hannaði Bug­atti fjórtán mismunandi kappakstursbíla og svipað magn af farþegabílum til almenningseignar. Kappakstursbílar hans vöktu mikla athygli í fjölmiðlum enda litu þeir öðruvísi út en aðrir kappakstursbílar og skáru sig úr á mörgum sviðum. Eitthvað virtist Ettore vera að gera rétt því að bílar hans unnu kappakstra um alla Evrópu, svo sem Le Mans, Monte Carlo o.fl. Hann stofnaði fyrsta eiginlega kappakstursliðið sem fól í sér að hann var með sína eigin ökuþóra, tjald yfir þá og aðra starfsmenn, rennandi vatn og allt sem þurfti til að öllum liði vel. Bugatti hannaði einnig bát, flugvél og lest og náði meira að segja hraðameti með lest sinni og bát. 

Árið 1939 dó sonur Bugatti og hafði það mikil áhrif á hann og á sama tíma reið seinni heimsstyrjöldin yfir og Þjóðverjarnir notuðu verksmiðju hans til að framleiða hernaðarfarartæki, meðal annars Schwimm­wagen. Undir lokin keypti Ettore sér bátahöfn undir risastóru snekkjuna sína þrátt fyrir að vera nánast kominn á hausinn. Snekkjan fékk alla hans athygli og náði hann sér í lungnabólgu á snekkjunni og lést árið 1947. Eftir andlát hans reyndi sonur hans að halda fyrirtækinu á lífi en á endanum þurfti fjölskyldan að selja fyrirtækið og var það á flakki þangað til árið 1998 þegar Volkswagen Group keypti það og endurlífgaði með tilkomu Bugatti Veyron.

Citroën DS bjargaði Charles de Gaulle

Charles de Gaulle Frakklandsforseti lenti eitt sinn í árás hryðjuverkamanna er hann var í Citroën DS bíl sínum og höfðu árásar­mennirnir náð að sprengja öll dekk bílsins en sökum góðrar fjöðrunar keyrði bíllinn áfram og náði að koma forsetanum í skjól. Eftir þetta atvik vildi de Gaulle ekki láta keyra sig í neinu öðru en Citroën DS og var sérstök forsetaútfærsla framleidd sérstaklega fyrir hann. Upptalningin er þó ekki búin: Framljósin voru tengd við stýrisbúnað bílsins svo að hann lýsti alltaf inn í beygjurnar. Sumir partar yfirbyggingarinnar voru úr áli eða jafnvel plasti til að draga úr þyngd. Öryggisbúnaðurinn var líka nýstárlegur. Í yfir­byggingunni voru krumpusvæði fyrir árekstra, styrktur toppur þýddi að bíllinn féll ekki saman þótt hann ylti og vélin var hönnuð til að færast undir bílinn í árekstri í stað þess að enda inni í bílnum og kremja lappir ökumanns og farþega. Á fyrsta deginum voru 12.000 bílar seldir og var hann í sölu í 20 ár. Þess má til gamans geta að DS er borið fram á frönsku eins og Déesse sem þýðir gyðja.



Bugatti EB110 kom frá árið 1991 og var 560-612 hestöfl.
Sögufrægir bílar



Bugatti Type 35
 – Líklega frægasti Bugatti-inn í sínum „Bleu de France“ lit (franski kappakstursliturinn). Sigursælasti bíll Bugatti sem vann yfir þúsund keppnir á sínum tíma. Hann kom á sjónvarsviðið árið 1924, kom alls í fimm útgáfum og er áætlað að um 400 stykki hafi verið framleiddir. Áætlað verð á nokkrum týpum af Type 35 er í kringum 3,5 milljón Bandaríkjadala í dag. 

Bugatti EB110 – Árið 1987 eignaðist Ítalinn Romano Artioli Bugatti merkið og lét reisa verksmiðju í Modena á Ítalíu. Árið 1991 kom svo út frumburður þeirrar verksmiðju sem bar nafnið EB110 og átti sá bíll algjörlega að feta í fótspor forvera sinna. Bíllinn var byggður úr koltrefjaefnum, var fjórhjóladrifinn og í miðjum bílnum lá 3,5 lítra V12 vél með fjórum forþjöppum sem gáfu samtals 560-612 hestöfl, sem þótti gríðarlega mikið á þeim tíma. Mörg útlitsleg einkenni voru fengin beint frá eldri bílum Bugatti. Ástæðan fyrir því að EB110 náði ekki þeim vinsældum sem hann átti skilið er að aðeins ári eftir að hann kom út gaf lítið breskt kappakstursfyrirtæki út sinn fyrsta bíl fyrir almenning. Sá bíll hét McLaren F1 og var hraðskreiðasti framleiðslubíll veraldar um nokkurt skeið og er enn í dag einn frægasti bíll sögunnar.  EB110 tók þátt í Le Mans kappakstrinum og náði fimmta sæti í sínum flokki þrátt fyrir að hafa ekki náð að ljúka keppni.

Bugatti Veyron.
Bugatti Veyron – Árið 1998, 45 árum eftir að Bugatti var í eigu Frakka keypti Volkswagen Group merkið. Þess vegna er frekar hæpið að Bugatti Veyron, sem kom út árið 2005, sé í raun talinn Franskur bíll. Ég ákvað samt að nefna hann hér því hann fylgir áfram meginreglum Ettore Bugatti auk þess að vera byltingarkenndur bíll. Þegar hann kom út var hann lang hraðskreiðasti bíll heims sem þú gast keyrt á götunum. Hann kom með 8 lítra vél sem var með fremur sérstöku sniði, en tveimur V8 vélum var splæst saman til að forma W16 vél sem skilaði rúmum þúsund hestöflum með hjálp fjögurra forþjappna. Síðan Veyron kom út hefur hann verið líklegast umtalaðasti bíllinn en hann er í dag kominn til ára sinna og hlýtur að fara að styttast í næsta Bugatti frá Volkswagen Group.

Citroën Traction Avant.
Citroën Traction Avant (1934-1957) – Fyrsti fjöldaframleiddi framhjóladrifni bíllinn ásamt því að vera einn af fyrstu bílunum með sjálfstæða fjöðrun á öllum hornum. Einnig var hann einn af fyrstu bílunum sem ekki var byggður á grind, heldur var styrkurinn í yfirbyggingunni sjálfri.  

Citroën Rosalie – Í ljósi þess hversu vinsælar díselvélar eru í dag þá varð ég að nefna þennan bíl. Þrátt fyrir að Þjóðverjinn Rudolf Diesel hafi fengið einkaleyfi á dísel vélinni árið 1892 þá var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn sem fáanlegur var með dísel vél Citroën Rosalie sem kom á sjónvarsviðið árið 1936.

Citroën 2CV.
Citroën 2CV – Fyrir seinni heimstyrjöld hafði Citroën prófað lítinn hugmyndabíl en þegar stríðið gekk í garð hætti þróunarvinna á honum. Loks árið 1948 kom Citroën 2CV út. Hann var ódýr, lítill og sniðugur bíll hugsaður fyrir bæði bændur og borgarbúa. Hann reyndist vera algjör smellur og seldust á árunum 1948-1990 tæpar 9 milljónir eintaka. 2CV var einstaklega vel hannaður. Hann var hugsaður til að vera bæði ódýr í kaupum og rekstri, eyddi litlu eldsneyti og auðvelt var að gera við hann sjálfur. Einnig var hann með mjög góða fjöðrun með mikilli slaglengd sem nýttist bændum mjög vel.  

Citroën DS – Þegar DS kom út árið 1955 leit hann allt öðruvísi út en allir aðrir bílar á þeim tíma. Í dag er auðvelt að sjá að það er vegna þess að allir bílar sem á eftir honum komu voru hannaðir með DS í huga. DS breytti útliti bíla til frambúðar. Yfirbygging og útlit bílsins var engin tilviljun – hún skilaði hagstæðu loftflæði um bílinn og minni loftmótstöðu. Einnig var hann fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn með diskabremsur sem allir bílar hafa sem staðalbúnað eftir það. Hann var með hálfsjálfskiptan gírkassa með engri kúplingu og vökva- og gasfjöðrun sem hækkaði og lækkaði eftir kröfum ökumanns og fjaðraði eins og töfrateppi – eða þannig hefur honum oft verð lýst. Bíllinn getur meira að segja ekið á þremur hjólum því að fjöðrunin stillir sig sjálf eftir aðstæðum og ekki þarf að tjakka bílinn upp til þess að skipta um dekk. Charles De Gaulle Frakklandsforseti lenti eitt sinn í árás hryðjuverkamanna er hann var í Citroën DS bíl sínum og höfðu árásarmennirnir náð að sprengja öll dekk bílsins en sökum góðrar fjöðrunar keyrði bíllinn áfram og náði að koma forsetanum í skjól. Eftir þetta atvik vildi De Gaulle ekki láta keyra sig í neinu öðru en Citroën DS og var sérstök forsetaútfærsla framleidd sérstaklega fyrir hann. 

Upptalningin er þó ekki búin: Framljósin voru tengd við stýrisbúnað bílsins svo að hann lýsti alltaf inn í beygjurnar. Sumir partar af yfirbyggingunni voru úr áli eða jafnvel plasti til að draga úr þyngd. Öryggisbúnaður var líka nýr á nálinni. Í yfirbyggingunni voru krumpusvæði fyrir árekstra, styrktur toppur þýddi að bíllinn féll ekki saman ef hann ylti og vélin var hönnuð til að færast undir bílinn í árekstri í stað þess að enda inni í bílnum og kremja lappir ökumanns og farþega. Á fyrsta deginum voru 12.000 bílar seldir og var hann í sölu í 20 ár. Þess má til gamans geta að DS er borið fram á frönsku eins og Déesse sem þýðir gyðja. 

Peugeot 205 – Þrátt fyrir að tiltölulega fáir Peugeot bílar hafi verið byltingarkenndir miðað við Renault og Citroën þá má ég til með að nefna einn þeirra. Peugeot 205 kannist þið eflaust við. Hann fór í framleiðslu árið 1983 og var í framleiðslu til 1998, en þegar hann kom út var Peugeot komið á heljarþröm. Þessi litli framhjóladrifni hlaðbakur bjargaði Peugeot frá gjaldþroti þegar hann sló í gegn. Hann var þekktastur fyrir stórkostlega fjöðrun eins og margir aðrir franskir bílar en þessi var svo lítill og sportlegur í akstri og þó á viðráðanlegu verði. 205 kom út í alls konar útfærslum og seldust alls 5,3 milljónir eintaka. Þekktasta útfærslan er þó GTi sem var sportútfærslan. Sá bíll náði að keppa við sportbíla sem kostuðu margfalt meira einmitt vegna þess að hann var svo lítill, léttur og með góða fjöðrun. Þessir bílar komu Peugeot aftur á kortið í kappakstri því að 205 var gríðarlega sigursæll í heimsrallinu á sínum tíma. Bíllinn sem kom á eftir, Peugeot 206, var byggður á svipaðri hugmynd og varð enn vinsælli.

Renault 4 – Einn mikilvægasti Renault-bíllinn kom út árið 1961 sem svar við 2CV frá Citroën. Yfirmaður Renault á þeim tíma, Pierre Dreyfus, vildi fá bíl með flötu gólfi og lóðréttri skotthurð en gerði sér ekki grein fyrir því að eina leiðin til að ná þessu markmiði var að framleiða framhjóladrifinn bíl. Renault 4 var fyrsti framdrifsbíllinn frá Renault og jafnframt fyrsti hlaðbakurinn (e. Hatchback) í heiminum. Hann seldist í yfir átta milljónum eintaka. Nánast allir Renault-bílar hafa verið framhjóladrifnir síðan.

Renault Espace – Renault voru ekki bara fyrstir að hanna hlaðbakinn. Þeir fundu einnig upp annan flokk af bílum sem eru nokkuð vinsælir í dag: Strumpa­strætóinn sem oft er kallaður fjölnotabíll (e. Multi Purpose Vehicle). Það voru nokkrir aðrir bílar sem höfðu komið út áratugum áður sem byggðust á svipaðri grunnhugsun en Renault Espace var fyrsti fjölnotabíllinn eins og við þekkjum í dag. Espace kom út árið 1984 og seldist afar illa fyrstu mánuðina, en svo uppgötvaði fólk hvað það var sniðugt hve hann líktist sendibíl ásamt því að hafa fleiri sæti.



Peugeot 205.
Peugeot 205 – Þrátt fyrir að tiltölulega fáir Peugeot bílar hafi verið byltingarkenndir miðað við Renault og Citroën þá má ég til með að nefna einn þeirra. Peugeot 205 kannist þið eflaust við. Hann fór í framleiðslu árið 1983 og var í framleiðslu til 1998, en þegar hann kom út var Peugeot komið á heljarþröm. Þessi litli framhjóladrifni hlaðbakur bjargaði Peugeot frá gjaldþroti þegar hann sló í gegn. Hann var þekktastur fyrir stórkostlega fjöðrun eins og margir aðrir franskir bílar en þessi var svo lítill og sportlegur í akstri og þó á viðráðanlegu verði. 205 kom út í alls konar útfærslum og seldust alls 5,3 milljónir eintaka. Þekktasta útfærslan er þó GTi sem var sportútfærslan. Sá bíll náði að keppa við sportbíla sem kostuðu margfalt meira einmitt vegna þess að hann var svo lítill, léttur og með góða fjöðrun. Þessir bílar komu Peugeot aftur á kortið í kappakstri því að 205 var gríðarlega sigursæll í heimsrallinu á sínum tíma. Bíllinn sem kom á eftir, Peugeot 206, var byggður á svipaðri hugmynd og varð enn vinsælli.



Renault 4.
Renault 4 – Einn mikilvægasti Renault-bíllinn kom út árið 1961 sem svar við 2CV frá Citroën. Yfirmaður Renault á þeim tíma, Pierre Dreyfus, vildi fá bíl með flötu gólfi og lóðréttri skotthurð en gerði sér ekki grein fyrir því að eina leiðin til að ná þessu markmiði var að framleiða framhjóladrifinn bíl. Renault 4 var fyrsti framdrifsbíllinn frá Renault og jafnframt fyrsti hlaðbakurinn (e. Hatchback) í heiminum. Hann seldist í yfir átta milljónum eintaka. Nánast allir Renault-bílar hafa verið framhjóladrifnir síðan.

Renault Espace – Renault voru ekki bara fyrstir að hanna hlaðbakinn. Þeir fundu einnig upp annan flokk af bílum sem eru nokkuð vinsælir í dag: Strumpa­strætóinn sem oft er kallaður fjölnotabíll (e. Multi Purpose Vehicle). Það voru nokkrir aðrir bílar sem höfðu komið út áratugum áður sem byggðust á svipaðri grunnhugsun en Renault Espace var fyrsti fjölnotabíllinn eins og við þekkjum í dag. Espace kom út árið 1984 og seldist afar illa fyrstu mánuðina, en svo uppgötvaði fólk hvað það var sniðugt hve hann líktist sendibíl ásamt því að hafa fleiri sæti.



Kappakstur í Frakklandi

24 heures du Mans eða Le Mans 24 klukkustunda kappaksturinn er með frægari þolraunum bíla og ökuþóra. Þar keppa yfirleitt þrír ökuþórar á hverjum bíl og keyra allt að 4 klukkustundir í einu. Mjög margar uppfinningar og mikil þróun hefur orðið í Le Mans kappakstrinum líkt og í Formúlu 1.

Paris-Dakar kappaksturinn varð til uppúr hugmynd Thierry Sabine sem hafði villst í Tén­éré-eyðimörkinni á bíl og fannst landslagið kjörið fyrir kappakstur. Fyrstu árin var alltaf keppt á milli Parísar í Frakklandi og Dakar í Senegal en síðar þurfti að breyta leiðinni út af stríðsástandi sem ríkir í Afríku. Þess vegna hefur kappaksturinn verið haldinn í Suður-Ameríku frá árinu 2009.



Frakkar hafa umbreytt bíliðnaðinum oftar en einu sinni

Eins og sést í þessari grein hefur franski bílaiðnaðurinn gefið okkur alls kyns nýjungar ásamt framúrstefnulegri hönnun. Frakkarnir eru kannski þekktir fyrir skrítna bíla og það má jafnvel ásaka þá fyrir að hafa framleitt frekar óspennandi bíla undanfarna tvo áratugi. Við megum þó ekki gleyma því að oftar en einu sinni hafa þeir umbreytt bílaiðnaðinum gjörsamlega og er ég handviss um að þeir séu ekki hættir því. Við skulum bara vona að Renault fari aftur að framleiða Alpine-sportbílana sem ég náði ekki að tala um í þessari grein, að Peugeot haldi áfram að gera góða hluti með 208, arftaka 205, og að Citroën framleiði aftur byltingarkenndan lúxusbíl í sérflokki líkt og þeir gerðu með DS á sínum tíma. Þegar þú hugsar um bíla núna, er Frakkland þá fyrsta landið sem kemur upp í hugann? 


Tengdar fréttir

Áhrif Bandaríkjanna á bíliðnaðinn

Bílalandið Bandaríkin hefur markað stór spor í bílasöguna og á tímabili voru framleiddir fleiri Ford Model T en öllum öðrum bílum í heiminum.

Hvernig Japan breytti bílaiðnaðinum

Smærri bílar, smærri vélar, lág bilanatíðni og ný nálgun japanskra framleiðenda breytti bílaframleiðslu í heiminum.

Áhrif Þýskalands á bíliðnaðinn

Fyrsti bíllinn var þýskur, sögufrægasti sportbíllinn er þýskur og 3 af 10 mest seldu bílum sögunnar eru frá VW.






×