Uppfærður Avensis sniðinn að stærri fjölskyldum Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2015 15:15 Toyota Avensis í sedan útfærslu. Reynsluakstur – Toyota AvensisToyota Avensis er bíll sem seldist einkar vel á Íslandi á árum áður þegar markaðurinn fyrir stærri fólksbíla blómstraði. Eftir efnahagshrunið hafa hinsvegar smærri fólksbílar og jepplingar að mestu tekið við magnsölunni, en með bættum efnahag er nú aftur farið að gæta sölu á stærri fólksbílum. Toyota Avensis er í stærðarflokki með Ford Mondeo, Volkwagen Passat, Skoda Octavia, Mazda6 og öðrum vinsælum bílum sem seljast í miklu magni um heim allan. Í þessum flokki bíla er því mikil samkeppni. Allir eiga þessir bílar það sammerkt að vera vel heppnaðir og Toyota Avensis þar á meðal. Þar fara rúmmiklir bílar sem fara vel með fjölskyldur og heppilegir fyrir stærri gerðir þeirra, ekki síst þeirra ferðaglöðu. Verð þeirra flestra í sínum ódýrustu útfærslum er rétt undir 4 milljónum og það getur vart talist tilviljun að þeir eru allir á svo til sama verðinu. Toyota Avensis má fá á 3.970.000 kr. í Live-útfærslu með 1,8 lítra bensínvél og beinskiptur. Vart getur það talist hátt verð fyrir stóran bíl sem er þó ágætlega búinn. Hann er framleiddur í Evrópu, nánar tiltekið í Bretlandi, er sniðinn að þörfum Evrópubúa og hefur selst í 1,7 milljónum eintaka í álfunni.Andlitslyfting á þriðju kynslóðToyota Avensis er nú af þriðju kynslóð, en í ár er hann kominn andlitslyftur og enn meira hlaðinn tækninýjungum. Þegar Avensis kom fyrst á markað árið 1997 leysti hann af velli Toyota Carina, sem margir muna eftir og seldist mjög vel á Íslandi. Hann var greinilega ágætlega smíðaður bíll, líkt og Avensis, því enn má sjá eintök af honum á götum landsins. Talandi um endingu Toyota bíla þá þarf líklega ekki að kynna það fyrir Íslendingum, en þeir eru kunnir fyrir mjög góða endingu, litla bilanatíðni og hátt endursöluverð og því má einnig búast við í tilfelli Avensis. Toyota bíður nú Avensis með tveimur vélarkostum, 1,8 lítra besínvél sem er 147 hestöfl og 1,6 lítra dísilvél sem afkastar 112 hestöflum. Til prófunar var bensínbíllinn með sjálfskiptingu og það í “sedan”-útfærslu. Avensis má sem fyrr einnig fá í langbaksútfærslu og búast má við því að hann seljist í meira magni, en með því er kominn bíll með mikla flutningsgetu.Snoturt innanrými.Litlar breytingar að utan en meiri að innanAvensis hefur ekki breyst ýkja mikið með andlitslyftingunni nú, en þó er hún greinanleg og bíllinn hefur fengið LED aðalljós. Breytingin að innan er miklu meiri og vel hefur tekist til hjá Toyota þar og meiri lúxustilfinning til staðar. Sætin eru nú miklu betri og sérhönnuð fyrir lengri ferðir, auk þess sem þau eru miklu flottari útlits. Mælaborðið hefur einnig tekið jákvæðum stakkaskiptum, en eins og ávallt virðist allt vel smíðað og traustvekjandi þó efnisvalið mætti vera ríkulegra. Átta tommu snerti-aðgerðarskjár er fyrir miðju mælaborðinu og auðvelt var að læra á allt þar. Mælar bakvið stýrið eru miklu flottari og vel útlítandi upplýsingaskjár á milli hraðamælis og snúningshraðamælis. Allt er einfaldlega uppsett og því auðvelt að læra á stjórntækin á stuttum tíma, en það er sammerkt öðrum Toyota bílum. Eftirtektarvert var hve vel hefur tekist til við einangrun bílsins og mikil bót þar á ferð og meira að segja miðstöðin var orðin miklu hljóðlátari. Vel er hægt að missa sig í að útbúa bílinn flottustu innréttingunni með flestum tækninýjungunum, en hafa skal í huga að þá hækkar verðið hratt. Dýrasta útgáfan, TS Premium, með sömu vél og sjálfskiptur kostar 6.190.000 kr. og það er 56% dýrari bíll er grunngerðin, 2,22 milljónum dýrari og tæplega rétlætanlegt.Fínasta skottrými og góð opnun.Ljúfur og áreynslulaus aksturAkstur Avensis er afar ljúfur og áreynslulaus og það má meira að segja taka hressilega á bílnum sér til skemmtunar. Hann er þó ekki með mestu aksturshæfnina í sínum stærðarflokki og leggja má meira á suma af samkeppnisbílum hans. Það var heldur aldrei meiningin hjá Toyota að búa til stórkostlega aksturshæfan bíl með Avensis, til þess smíðuðu þeir líklega GT86 sportbílinn skemmtilega. Avensis á fyrst og fremst að fara vel með ökumann og farþega hans. Stýring bílsins er nákvæm og hann fer fullkomlega þangað sem til er ætlast en tilfinningin fyrir akstrinum er ekki mjög beintengd ökumanni og er því dálítið vélræn. Eitthvað sem ætti að henta mjög mörgum, en flestir gera einmitt þá kröfu að bíllinn einfaldlega hlýði sér og að aksturinn sé ljúfur og ekki alltof sportlegur. Þetta uppfyllir Avensis af stakri prýði. Uppfærð 1,8 lítra vélin eyðir nú hálfum lítra minna en forverinn og uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 6,0 litrar. Með henni fer bíllinn í 100 á 9,4 sekúndum og hámarkshraðinn er 200 km/klst. Nýuppfærður Avensis er álitlegur kostur fyrir þá sem kjósa áreiðanlegan stóran bíl sem uppfyllir flestar þarfir og býðst auk þess á afar viðráðanlegu verði.Kostir: Rými, áreiðanleiki, ljúfur í akstri, gott verðÓkostir: Skortir sportlega eiginleika, best útbúnu útfærslur dýrar 1,8 l. bensínvél, 147 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 6,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 140 g/km CO2 Hröðun: 9,4 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 3.970.000 kr. Umboð: Toyota á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent
Reynsluakstur – Toyota AvensisToyota Avensis er bíll sem seldist einkar vel á Íslandi á árum áður þegar markaðurinn fyrir stærri fólksbíla blómstraði. Eftir efnahagshrunið hafa hinsvegar smærri fólksbílar og jepplingar að mestu tekið við magnsölunni, en með bættum efnahag er nú aftur farið að gæta sölu á stærri fólksbílum. Toyota Avensis er í stærðarflokki með Ford Mondeo, Volkwagen Passat, Skoda Octavia, Mazda6 og öðrum vinsælum bílum sem seljast í miklu magni um heim allan. Í þessum flokki bíla er því mikil samkeppni. Allir eiga þessir bílar það sammerkt að vera vel heppnaðir og Toyota Avensis þar á meðal. Þar fara rúmmiklir bílar sem fara vel með fjölskyldur og heppilegir fyrir stærri gerðir þeirra, ekki síst þeirra ferðaglöðu. Verð þeirra flestra í sínum ódýrustu útfærslum er rétt undir 4 milljónum og það getur vart talist tilviljun að þeir eru allir á svo til sama verðinu. Toyota Avensis má fá á 3.970.000 kr. í Live-útfærslu með 1,8 lítra bensínvél og beinskiptur. Vart getur það talist hátt verð fyrir stóran bíl sem er þó ágætlega búinn. Hann er framleiddur í Evrópu, nánar tiltekið í Bretlandi, er sniðinn að þörfum Evrópubúa og hefur selst í 1,7 milljónum eintaka í álfunni.Andlitslyfting á þriðju kynslóðToyota Avensis er nú af þriðju kynslóð, en í ár er hann kominn andlitslyftur og enn meira hlaðinn tækninýjungum. Þegar Avensis kom fyrst á markað árið 1997 leysti hann af velli Toyota Carina, sem margir muna eftir og seldist mjög vel á Íslandi. Hann var greinilega ágætlega smíðaður bíll, líkt og Avensis, því enn má sjá eintök af honum á götum landsins. Talandi um endingu Toyota bíla þá þarf líklega ekki að kynna það fyrir Íslendingum, en þeir eru kunnir fyrir mjög góða endingu, litla bilanatíðni og hátt endursöluverð og því má einnig búast við í tilfelli Avensis. Toyota bíður nú Avensis með tveimur vélarkostum, 1,8 lítra besínvél sem er 147 hestöfl og 1,6 lítra dísilvél sem afkastar 112 hestöflum. Til prófunar var bensínbíllinn með sjálfskiptingu og það í “sedan”-útfærslu. Avensis má sem fyrr einnig fá í langbaksútfærslu og búast má við því að hann seljist í meira magni, en með því er kominn bíll með mikla flutningsgetu.Snoturt innanrými.Litlar breytingar að utan en meiri að innanAvensis hefur ekki breyst ýkja mikið með andlitslyftingunni nú, en þó er hún greinanleg og bíllinn hefur fengið LED aðalljós. Breytingin að innan er miklu meiri og vel hefur tekist til hjá Toyota þar og meiri lúxustilfinning til staðar. Sætin eru nú miklu betri og sérhönnuð fyrir lengri ferðir, auk þess sem þau eru miklu flottari útlits. Mælaborðið hefur einnig tekið jákvæðum stakkaskiptum, en eins og ávallt virðist allt vel smíðað og traustvekjandi þó efnisvalið mætti vera ríkulegra. Átta tommu snerti-aðgerðarskjár er fyrir miðju mælaborðinu og auðvelt var að læra á allt þar. Mælar bakvið stýrið eru miklu flottari og vel útlítandi upplýsingaskjár á milli hraðamælis og snúningshraðamælis. Allt er einfaldlega uppsett og því auðvelt að læra á stjórntækin á stuttum tíma, en það er sammerkt öðrum Toyota bílum. Eftirtektarvert var hve vel hefur tekist til við einangrun bílsins og mikil bót þar á ferð og meira að segja miðstöðin var orðin miklu hljóðlátari. Vel er hægt að missa sig í að útbúa bílinn flottustu innréttingunni með flestum tækninýjungunum, en hafa skal í huga að þá hækkar verðið hratt. Dýrasta útgáfan, TS Premium, með sömu vél og sjálfskiptur kostar 6.190.000 kr. og það er 56% dýrari bíll er grunngerðin, 2,22 milljónum dýrari og tæplega rétlætanlegt.Fínasta skottrými og góð opnun.Ljúfur og áreynslulaus aksturAkstur Avensis er afar ljúfur og áreynslulaus og það má meira að segja taka hressilega á bílnum sér til skemmtunar. Hann er þó ekki með mestu aksturshæfnina í sínum stærðarflokki og leggja má meira á suma af samkeppnisbílum hans. Það var heldur aldrei meiningin hjá Toyota að búa til stórkostlega aksturshæfan bíl með Avensis, til þess smíðuðu þeir líklega GT86 sportbílinn skemmtilega. Avensis á fyrst og fremst að fara vel með ökumann og farþega hans. Stýring bílsins er nákvæm og hann fer fullkomlega þangað sem til er ætlast en tilfinningin fyrir akstrinum er ekki mjög beintengd ökumanni og er því dálítið vélræn. Eitthvað sem ætti að henta mjög mörgum, en flestir gera einmitt þá kröfu að bíllinn einfaldlega hlýði sér og að aksturinn sé ljúfur og ekki alltof sportlegur. Þetta uppfyllir Avensis af stakri prýði. Uppfærð 1,8 lítra vélin eyðir nú hálfum lítra minna en forverinn og uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 6,0 litrar. Með henni fer bíllinn í 100 á 9,4 sekúndum og hámarkshraðinn er 200 km/klst. Nýuppfærður Avensis er álitlegur kostur fyrir þá sem kjósa áreiðanlegan stóran bíl sem uppfyllir flestar þarfir og býðst auk þess á afar viðráðanlegu verði.Kostir: Rými, áreiðanleiki, ljúfur í akstri, gott verðÓkostir: Skortir sportlega eiginleika, best útbúnu útfærslur dýrar 1,8 l. bensínvél, 147 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 6,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 140 g/km CO2 Hröðun: 9,4 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 3.970.000 kr. Umboð: Toyota á Íslandi
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent