Kókaínneysla algeng meðal íshokkí-leikmanna í NHL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2015 15:30 Jarret Stoll. Vísir/AFP Nýjar tölur frá NHL, norður-amerísku atvinnumannadeildinni í íshokkí, sýna fram á það að fleiri og fleiri leikmenn deildarinnar mælast með kókaín í lyfjaprófum sínum. Kókaínneysla virðist vera því í mikilli sókn meðal bestu íshokkí-leikmanna heimsins og þótt að forráðamenn deildarinnar vilji ekki tala um krísu þá viðurkenna þeir að eitthvað þurfi að gera í málinu. Kókaín er ekki á bannlista NHL en forráðamenn deildarinnar hafa þegar hafið viðræður við leikmannasamtökin um að kókaín og önnur lík efni rati inn á bannlistann. „Kókaín hefur fundist í auknum mæli í lyfjaprófum leikmanna og neysla efnisins er í sókn. Ég vil ekki tala um krísu. Vinsældir eiturlyfja eins og kókaíns ganga í hringi og Kókaín er inni í dag," sagði Bill Daly, næstráðandi NHL-deildarinnar, í samtali við blaðamann The Sports Network í Kanada. Allir leikmenn hvers liðs í NHL-deildinni gangast alltaf undir tvö lyfjapróf á hverju ári, eitt á undirbúningstímabilinu og eitt á tímabilinu. Einstakir leikmenn geta einnig verið teknir tilviljunarkennt í lyfjapróf á meðan tímabilinu stendur. Stjarnan og tvöfaldi NHL-meistarinn Jarret Stoll var meðal annars handtekinn í Las Vegas fyrr á þessu ári með kókaín í fórum sínum. Hann spilar nú með New York Rangers en vann titlana með Los Angeles Kings 2012 og 2014. 2400 lyfjapróf voru framkvæmd á síðasta ári og það þótt ástæða til að skoða 800 þeirra betur til að skoða betur leifar af efnum eins og kókaíni. Nánari athugun á þessum sýnum hefur síðan sýnt fram á það að vinsældir kókaíns eru að aukast innan geirans. NHL-deildin hefur sett af stað átak í að kynna betur fyrir leikmönnum deildarinnar þær hættur sem fylgja aukinni frægð og freistingar sem blasa við mönnum út á lífinu. „Við leggjum áherslu á að vara menn við partý-eiturlyfjum eins og kókaín, alsælu, mollí og fleiri slíkum efnum. Þegar slæmir hlutir gerast þá reynum við að taka á þeim strax," sagði Daly í umræddu viðtali. Íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sjá meira
Nýjar tölur frá NHL, norður-amerísku atvinnumannadeildinni í íshokkí, sýna fram á það að fleiri og fleiri leikmenn deildarinnar mælast með kókaín í lyfjaprófum sínum. Kókaínneysla virðist vera því í mikilli sókn meðal bestu íshokkí-leikmanna heimsins og þótt að forráðamenn deildarinnar vilji ekki tala um krísu þá viðurkenna þeir að eitthvað þurfi að gera í málinu. Kókaín er ekki á bannlista NHL en forráðamenn deildarinnar hafa þegar hafið viðræður við leikmannasamtökin um að kókaín og önnur lík efni rati inn á bannlistann. „Kókaín hefur fundist í auknum mæli í lyfjaprófum leikmanna og neysla efnisins er í sókn. Ég vil ekki tala um krísu. Vinsældir eiturlyfja eins og kókaíns ganga í hringi og Kókaín er inni í dag," sagði Bill Daly, næstráðandi NHL-deildarinnar, í samtali við blaðamann The Sports Network í Kanada. Allir leikmenn hvers liðs í NHL-deildinni gangast alltaf undir tvö lyfjapróf á hverju ári, eitt á undirbúningstímabilinu og eitt á tímabilinu. Einstakir leikmenn geta einnig verið teknir tilviljunarkennt í lyfjapróf á meðan tímabilinu stendur. Stjarnan og tvöfaldi NHL-meistarinn Jarret Stoll var meðal annars handtekinn í Las Vegas fyrr á þessu ári með kókaín í fórum sínum. Hann spilar nú með New York Rangers en vann titlana með Los Angeles Kings 2012 og 2014. 2400 lyfjapróf voru framkvæmd á síðasta ári og það þótt ástæða til að skoða 800 þeirra betur til að skoða betur leifar af efnum eins og kókaíni. Nánari athugun á þessum sýnum hefur síðan sýnt fram á það að vinsældir kókaíns eru að aukast innan geirans. NHL-deildin hefur sett af stað átak í að kynna betur fyrir leikmönnum deildarinnar þær hættur sem fylgja aukinni frægð og freistingar sem blasa við mönnum út á lífinu. „Við leggjum áherslu á að vara menn við partý-eiturlyfjum eins og kókaín, alsælu, mollí og fleiri slíkum efnum. Þegar slæmir hlutir gerast þá reynum við að taka á þeim strax," sagði Daly í umræddu viðtali.
Íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sjá meira