Toyota TS040 hellir uppá, ristar brauð og steikir egg Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2015 13:40 Toyota er í mun að sýna umheiminum hve mögnuð tækni býr að baki tvíorkubílum sínum svo þeir gerðu um það skemmtilegt og lýsandi myndskeið. Keppnisbíll Toyota í þolaksturskeppnum, TS040, hleður svo miklu rafmagni inná rafgeyma sína við hemlun í einum hring á Le Mans brautinni að það dugar til að hella uppá 171 bolla að kaffi, rista 83 brauðsneiðar og steikja 58 egg og bjóða svo öllum í morgunmat. Í myndskeiðinu hér að ofan er svo látið líta út að rafmagnið sem þarf við eldamennskuna komi frá rafhlöðum bílsins, en ekki er nú víst að svo sé, en skilaboðin eru þó hin sömu. Orkan sem hleðst inná rafgeyma bílsins á einum hring í Le Mans brautinni er svona mikil og útreiknuð af Toyota dugar hún til þessarar eldamennsku. Myndskeiðið er að minnsta kosti áhrifamikið og útskýrandi. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent
Toyota er í mun að sýna umheiminum hve mögnuð tækni býr að baki tvíorkubílum sínum svo þeir gerðu um það skemmtilegt og lýsandi myndskeið. Keppnisbíll Toyota í þolaksturskeppnum, TS040, hleður svo miklu rafmagni inná rafgeyma sína við hemlun í einum hring á Le Mans brautinni að það dugar til að hella uppá 171 bolla að kaffi, rista 83 brauðsneiðar og steikja 58 egg og bjóða svo öllum í morgunmat. Í myndskeiðinu hér að ofan er svo látið líta út að rafmagnið sem þarf við eldamennskuna komi frá rafhlöðum bílsins, en ekki er nú víst að svo sé, en skilaboðin eru þó hin sömu. Orkan sem hleðst inná rafgeyma bílsins á einum hring í Le Mans brautinni er svona mikil og útreiknuð af Toyota dugar hún til þessarar eldamennsku. Myndskeiðið er að minnsta kosti áhrifamikið og útskýrandi.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent