Langt hlé gæti þýtt að hlaupið verði stórt Svavar Hávarðsson skrifar 30. september 2015 07:00 Hlaup úr eystri katlinum eru stærri og koma sjaldnar en hlaup úr þeim vestari. Síðast hljóp úr katlinum í júní 2010. Skaftárhlaup er hafið og er búist við að flóðavatnið nái undan jökli seint á morgun eða á fimmtudag. Sagan kennir að búast megi við stóru flóði. Aldrei hefur áður liðið svo langur tími á milli flóða úr Eystri-Skaftárkatli. Snorri Zóphóníasson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að íshellan yfir katlinum í vestanverðum Vatnajökli hafi tekið að síga hratt um miðnætti aðfaranótt sunnudags. Þó svo að Skaftá sé enn eins og hún á að sér, geti ekkert skýrt fallið í jöklinum annað en hlaup úr eystri katlinum. Hlaup úr honum var síðast í júní 2010, en þau eru alltaf mun stærri en þegar hleypur úr þeim vestari. Snorri bendir á að fram til þessa hafi aldrei liðið lengri tími en 36 mánuðir á milli hlaupa úr eystri katlinum. Það þarf þó ekki að þýða að hlaupið verði óvenju stórt, heldur bendi frekar til þess að jarðhitavirkni undir jöklinum sé minni en löngum fyrr og vatnssöfnunin hafi því tekið lengri tíma en þekkt er til þessa. Íshellan hefur heldur ekki risið afgerandi mikið meira en fyrir fyrri hlaup. „Við höfum undrast að vatnið skyldi ekki koma, satt að segja. En við höfum engin gögn um það að hlaupið verði stórt, en hins vegar hefur langt hlé til þessa þýtt stórt hlaup,“ segir Snorri sem bætir við að það sé hugsanlegt að meira vatn sé í katlinum en áður – ef hann er t.d. orðinn víðari en þekkt var áður. Þegar hlaupaannáll er skoðaður má sjá að síðan 1955 hafa komið 25 hlaup úr Eystri-Skaftárkatli – langflest hafa þau verið töluvert yfir þúsund rúmmetrum á sekúndu í hámarksrennsli. Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Skaftárhlaup er hafið og er búist við að flóðavatnið nái undan jökli seint á morgun eða á fimmtudag. Sagan kennir að búast megi við stóru flóði. Aldrei hefur áður liðið svo langur tími á milli flóða úr Eystri-Skaftárkatli. Snorri Zóphóníasson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að íshellan yfir katlinum í vestanverðum Vatnajökli hafi tekið að síga hratt um miðnætti aðfaranótt sunnudags. Þó svo að Skaftá sé enn eins og hún á að sér, geti ekkert skýrt fallið í jöklinum annað en hlaup úr eystri katlinum. Hlaup úr honum var síðast í júní 2010, en þau eru alltaf mun stærri en þegar hleypur úr þeim vestari. Snorri bendir á að fram til þessa hafi aldrei liðið lengri tími en 36 mánuðir á milli hlaupa úr eystri katlinum. Það þarf þó ekki að þýða að hlaupið verði óvenju stórt, heldur bendi frekar til þess að jarðhitavirkni undir jöklinum sé minni en löngum fyrr og vatnssöfnunin hafi því tekið lengri tíma en þekkt er til þessa. Íshellan hefur heldur ekki risið afgerandi mikið meira en fyrir fyrri hlaup. „Við höfum undrast að vatnið skyldi ekki koma, satt að segja. En við höfum engin gögn um það að hlaupið verði stórt, en hins vegar hefur langt hlé til þessa þýtt stórt hlaup,“ segir Snorri sem bætir við að það sé hugsanlegt að meira vatn sé í katlinum en áður – ef hann er t.d. orðinn víðari en þekkt var áður. Þegar hlaupaannáll er skoðaður má sjá að síðan 1955 hafa komið 25 hlaup úr Eystri-Skaftárkatli – langflest hafa þau verið töluvert yfir þúsund rúmmetrum á sekúndu í hámarksrennsli.
Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira