Innlent

Smávægilegir tækniörðugleikar valda nokkurra klukkustunda seinkun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjögurra tíma seinkun varð á fluginu.
Fjögurra tíma seinkun varð á fluginu. Vísir
Farþegar í flugi WOW air sem átti að halda af stað frá Keflavík áleiðis til Amsterdam klukkan 6:35 í morgun eru óvissir um hvenær þeir verða mættir í sólina í hollensku borginni í dag. Þegar farþegar mættu í innritun í morgun hafði brottfarartíma verið breytt í 7:35.

Fluginu var frestað til 9:15 í morgun vegna „smávægilegra tækniörðugleika“ að því er kemur fram í svari WOW air til farþega á Twitter.

Farþegar að ganga um borð í vélina.Vísir
Örðugleikarnir eru hins vegar ekki minni en svo að nú bíða farþegar til klukkan 10:30 þegar von er á næstu upplýsingum um málið. Einn farþegi sendi flugfélaginu skilaboð á Twitter þar sem hann benti á að hann hefði þegið þessar tvær klukkustundir, sem upphaflega seinkunin var, í rúminu. 

WOW air svaraði á Twitter: „Þú hallar þér í vélinni :) Góða ferð!“

Ekki náðist í Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, við vinnslu fréttarinnar.

Uppfært klukkan 10:17

Innritun er hafin í vélina og styttist í brottför til Amsterdam þar sem er sól og sextán stiga hiti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×