Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2015 11:45 Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. vísir/vilhelm Íbúar í Laugarneshverfi og víðar hafa tekið sig saman og ætla að gefa albanskri fjölskyldu í hverfinu húsgögn og raftæki í innbúið. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um fjóra mánuði, en börnin þeirra þrjú fengu ekki inngöngu í skóla fyrr en í dag, eftir að fréttir um málið birtust í fjölmiðlum. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda en höfðu ekki fengið inngöngu í skóla þrátt fyrir að Reykjavíkurborg taki á móti börnum sem ekki hafa íslenska kennitölu til að tryggja mannréttindi þeirra. Í ljós kom að Útlendingastofnun hafði ekki sótt um skólavist fyrir börnin, en gerði það eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í dag. Umræður hafa verið um málið inni á íbúahóp Laugarneshverfis í dag, þar sem íbúar vilja bjóða fram aðstoð sína, meðal annars í formi félagslegs stuðnings. Þegar hafa nokkrir haft samband við lögmann fjölskyldunnar sem mun koma skilaboðunum áleiðis. Þá hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu í dag og óskað eftir að fá að koma til fjölskyldunnar ýmsum munum; fötum, raftækjum, leikföngum og húsgögnum, en fjölskyldan býr í nærri tómri íbúð. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda, en þeim þarf að koma til Rauða krossins, sem kemur gjöfunum svo áleiðis til fjölskyldunnar. „Það þarf í raun að fara fram eins konar þarfagreining á hvað þau vantar. Ef fólk hefur áhuga á að styðja við fjölskylduna á einhvern hátt er best að hafa samband við Hafnarfjarðardeild Rauða Krossins í gegnum netfangið hafnarfjordur@redcross.is,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins. „Það er ótrúlega gleðilegt að fólk skuli vilja styðja við þessa fjölskyldu, en auðvitað eru aðrar fjölskyldur í sömu stöðu og þess vegna hvetjum við fólk til að hafa samband,“ bætir hann við. Þá segir hann að þeir sem vilji bjóða fram félagslegan stuðning geti skráð sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu Rauða krossins en að beinar peningagjafir þurfi að fara í gegnum fjölskylduna sjálfa. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Íbúar í Laugarneshverfi og víðar hafa tekið sig saman og ætla að gefa albanskri fjölskyldu í hverfinu húsgögn og raftæki í innbúið. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í um fjóra mánuði, en börnin þeirra þrjú fengu ekki inngöngu í skóla fyrr en í dag, eftir að fréttir um málið birtust í fjölmiðlum. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda en höfðu ekki fengið inngöngu í skóla þrátt fyrir að Reykjavíkurborg taki á móti börnum sem ekki hafa íslenska kennitölu til að tryggja mannréttindi þeirra. Í ljós kom að Útlendingastofnun hafði ekki sótt um skólavist fyrir börnin, en gerði það eftir að Fréttablaðið greindi frá málinu í dag. Umræður hafa verið um málið inni á íbúahóp Laugarneshverfis í dag, þar sem íbúar vilja bjóða fram aðstoð sína, meðal annars í formi félagslegs stuðnings. Þegar hafa nokkrir haft samband við lögmann fjölskyldunnar sem mun koma skilaboðunum áleiðis. Þá hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu í dag og óskað eftir að fá að koma til fjölskyldunnar ýmsum munum; fötum, raftækjum, leikföngum og húsgögnum, en fjölskyldan býr í nærri tómri íbúð. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda, en þeim þarf að koma til Rauða krossins, sem kemur gjöfunum svo áleiðis til fjölskyldunnar. „Það þarf í raun að fara fram eins konar þarfagreining á hvað þau vantar. Ef fólk hefur áhuga á að styðja við fjölskylduna á einhvern hátt er best að hafa samband við Hafnarfjarðardeild Rauða Krossins í gegnum netfangið hafnarfjordur@redcross.is,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða Krossins. „Það er ótrúlega gleðilegt að fólk skuli vilja styðja við þessa fjölskyldu, en auðvitað eru aðrar fjölskyldur í sömu stöðu og þess vegna hvetjum við fólk til að hafa samband,“ bætir hann við. Þá segir hann að þeir sem vilji bjóða fram félagslegan stuðning geti skráð sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu Rauða krossins en að beinar peningagjafir þurfi að fara í gegnum fjölskylduna sjálfa.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52
Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00