Viðskipti erlent

Ralph Lauren hættir sem forstjóri

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hönnuðurinn Ralph Lauren stofnaði fyrirtækið fyrir næstum 50 árum síðan.
Hönnuðurinn Ralph Lauren stofnaði fyrirtækið fyrir næstum 50 árum síðan. Vísir/EPA
Hönnuðurinn Ralph Lauren, sem þekktur er fyrir samnefnt tískufyrirtæki, hefur hætt sem forstjóri fyrirtækisins sem hann stofnaði fyrir næstum 50 árum síðan. Stefan Larsson, forstjóri Old Navy, mun taka við af honum. 

Larsson mun vinna náið með Lauren sem mun hafa yfirhöndina yfir listrænt útlit fyrirtækisins. Sérfræðingar segja að lúxusfyrirtæki séu í auknum mæli að ráða fólk sem hafa unnið við fjöldaframleiðslu, eins og Larsson hefur gert. 

Illa hefur gengið að auka hagnað Ralph Lauren undanfarin misseri þar sem sterkt gengi dollarans hefur haft neikvæð áhrif á sölu utan Bandaríkjanna. Larsson er sagður hafa átt heiðurinn á því að sala hjá Old Navy hafi aukist um 8% á síðasta ári. Hann hefur unnið hjá fyrirtækinu frá árinu 2012, en starfaði þar áður hjá H&M í fimmtán ár.

Sölutekjur Ralph Lauren á síðasta ári numu 7,5 milljörðum dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×