Alfreð: Arsenal vill ekki verjast | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2015 15:30 Alfreð Finnbogason fagnar sigurmarkinu. vísir/epa „Þetta var brjálað kvöld. Við ætluðum okkur að vinna leikinn þó fæstir hafi búist við því. Við erum ánægðir með sigurinn.“ Þetta sagði kátur Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, við gríska fréttavefinn Gazetta.gr eftir sigur grísku meistaranna á Emirates-vellinum í gær.Sjá einnig:Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Eins og allir vita var Alfreð hetja liðsins í gærkvöldi, en hann skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik eftir að koma inn á sem varamaður. Þetta er jafnframt fyrsta mark hans fyrir gríska liðið. „Ég er búinn að bíða í þrjár vikur eftir því að spila þannig mig var farið að langa að sýna hvað ég get. Eina leiðin til að sanna sig er inn á vellinum,“ segir Alfreð sem hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. Olympiacos komst í 1-0 með marki Kólumbíumannsins Felipe Pardo, en hann tók við hornspyrnu í D-boganum og skaut boltanum í Arsenal-mann og þaðan í netið. Það mark var engin tilviljun. Fyrsta mark Olympiacos í leiknum: „Fyrsta markið er eitthvað sem við æfðum því við vissum að þeir eru ekki með mann á 16 metrunum,“ segir Alfreð, sem þýðir að Arsenal hefur ekki mann rétt fyrir utan teig til að verjast slíkum sendingum.Sjá einnig:Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir „Þegar við spilum gegn svona liðum veit maður að þau eru mikið með boltann. Við þurfum því að verjast vel, halda línunum þéttum og nýta svo svæðin sem myndast. Svæðin verða til því Arsenal vill ekki verjast. Það sem við lögðum upp fyrir leikinn gekk upp,“ segir Alfreð Finnbogason. Sigurinn kemur Olympiacos í góða stöðu í riðlinum, en liðið á nú fyrir höndum tvo leiki gegn Dinamo Zagreb. „Næstu tveir leikir verða mjög mikilvægir fyrir okkur. Fjögur stig gefa okkur mikið í næstu tveimur leikjum,“ segir Alfreð. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32 Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
„Þetta var brjálað kvöld. Við ætluðum okkur að vinna leikinn þó fæstir hafi búist við því. Við erum ánægðir með sigurinn.“ Þetta sagði kátur Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, við gríska fréttavefinn Gazetta.gr eftir sigur grísku meistaranna á Emirates-vellinum í gær.Sjá einnig:Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Eins og allir vita var Alfreð hetja liðsins í gærkvöldi, en hann skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik eftir að koma inn á sem varamaður. Þetta er jafnframt fyrsta mark hans fyrir gríska liðið. „Ég er búinn að bíða í þrjár vikur eftir því að spila þannig mig var farið að langa að sýna hvað ég get. Eina leiðin til að sanna sig er inn á vellinum,“ segir Alfreð sem hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. Olympiacos komst í 1-0 með marki Kólumbíumannsins Felipe Pardo, en hann tók við hornspyrnu í D-boganum og skaut boltanum í Arsenal-mann og þaðan í netið. Það mark var engin tilviljun. Fyrsta mark Olympiacos í leiknum: „Fyrsta markið er eitthvað sem við æfðum því við vissum að þeir eru ekki með mann á 16 metrunum,“ segir Alfreð, sem þýðir að Arsenal hefur ekki mann rétt fyrir utan teig til að verjast slíkum sendingum.Sjá einnig:Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir „Þegar við spilum gegn svona liðum veit maður að þau eru mikið með boltann. Við þurfum því að verjast vel, halda línunum þéttum og nýta svo svæðin sem myndast. Svæðin verða til því Arsenal vill ekki verjast. Það sem við lögðum upp fyrir leikinn gekk upp,“ segir Alfreð Finnbogason. Sigurinn kemur Olympiacos í góða stöðu í riðlinum, en liðið á nú fyrir höndum tvo leiki gegn Dinamo Zagreb. „Næstu tveir leikir verða mjög mikilvægir fyrir okkur. Fjögur stig gefa okkur mikið í næstu tveimur leikjum,“ segir Alfreð.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32 Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11
Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32
Verstu töp Arsenal undir stjórn Wenger að mati Telegraph Arsenal er í erfiðri stöðu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir 2-3 tap fyrir Olympiacos í gær. 30. september 2015 13:00
Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15
Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30