Sebastian Vettel vann í Singapúr Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. september 2015 13:55 Vettel leiddi keppnina frá upphafi til enda og var aldrei ógnað í dag. Vísir/Getty Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark. Daniel Ricciardo varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen þriðji á Ferrari. Lewis Hamilton hætti keppni. Keppnin var löng og nálgaðist óðfluga tveggja klukkutíma hámarks keppnislengd. Vettel rétt komst yfir línuna áður en klukkan náði tveimur tímum.Max Verstappen komst ekki af stað í ræsingunni. Hann kom þó inn á brautina aftur á öðrum hring, strax inum hring á eftir. Aðrir komust klakklaust í gegnum fyrsta hring.Felipe Massa og Nico Hulkenberg lentu í samstuði á hring sem batt enda á keppni Hulkenberg. Hulkenberg fékk refsingu fyrir atvikið. Hann verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínu í japanska kappakstrinum. Umferðinni var stýrt af sýndaröryggisbíl sem heldur öllum ökumönnum á sama hraða. Þeir sem áttu eftir að taka þjónustuhlé gripu tækifærið. Öryggisbíllinn kom svo út til að hægt væri að hreinsa brautina. Hann hefur þá komið út í öllum átta keppnunum í Singapúr. Mercedes menn tóku fram úr Daniil Kvyat á Red Bull, sem var fjórði. Toro Rosso bíll Carlos Sainz festist í hlutlausum í endurræsingunni og hann tapaði mörgum sætum.Lewis Hamilton náði ekki að klára keppnina. Það hleypir lífi í heimsmeistarakeppni ökumanna.Vísir/GettyHamilton kallaði á hjálp á hring 26. „Ég missti afl, ég missti afl,“ sagði Hamilton í talstöðinni.Nico Rosberg var fljótur að taka fram úr. Hamilton færðist aftur um fimm sæti á einum hring úr fjórða í níunda. Hamilton fékk allskonar leiðbeiningar um stillingar á stýrinu sem áttu að hjálpa en ekkert virtist hjálpa. Bíllinn virtist ekki hlaða batteríin. Hamilton hætti keppni á hring 32. Þetta hleypir lífi í titilbaráttu ökumanna. Massa kom í gegnum þjónustusvæðið í hlutlausum, hann stoppaði ekki heldur fann gír og hélt áfram. Honum var svo sagt að koma inn á þjónustusvæðið aftur á næsta hring til að hætta keppni.Fernando Alonso hætti keppni á biluðum McLaren á sama tíma og Hamilton. Þetta var fyrsta skipti sem Alonso lýkur ekki keppni í einum af fjórum efstu sætunum. Á hring 36 var öryggsibíllinn kallaður út þegar áhorfandi var kominn inn á brautina. Eftir endurræsinguna lenti Jenson Button aftan á Pastor Maldonado og braut hluta af framvængnum af. Button þurfti að hætta keppni á hring 52 til að spara gírkassann. McLaren kom hvorugum bílnum í mark í fjórða skiptið í ár. Romain Grosjean hætti keppni á næst síðasta hring á Lotus bílnum.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Rosberg og Kvyat fljótastir í Singapúr í dag Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 18. september 2015 16:45 Rossi tekur sæti Merhi hjá Manor Alexander Rossi mun keyra fyrir Manor liðið í næstu fimm keppnum. Fyrsta keppnin verður í Singapúr um komandi helgi. 16. september 2015 21:45 Rosberg notar síðustu vélina í Singapúr Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins mun byrja að nota fjórðu vélina á tímabilinu í Singapúr um helgina. Það er síðasta nýja vélin sem hann má nota án þess að hljóta refsingu fyrir. 17. september 2015 22:30 Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 19. september 2015 13:45 Wolff: Við tókum risavaxið skref aftur á bak Sebastian Vettel náði sinum fyrsta ráspól fyrir Ferrari í Singapúr. Þetta er einn mikilvægasti ráspóll ársins, enda erfitt að taka fram úr. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 19. september 2015 19:30 Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark. Daniel Ricciardo varð annar á Red Bull og Kimi Raikkonen þriðji á Ferrari. Lewis Hamilton hætti keppni. Keppnin var löng og nálgaðist óðfluga tveggja klukkutíma hámarks keppnislengd. Vettel rétt komst yfir línuna áður en klukkan náði tveimur tímum.Max Verstappen komst ekki af stað í ræsingunni. Hann kom þó inn á brautina aftur á öðrum hring, strax inum hring á eftir. Aðrir komust klakklaust í gegnum fyrsta hring.Felipe Massa og Nico Hulkenberg lentu í samstuði á hring sem batt enda á keppni Hulkenberg. Hulkenberg fékk refsingu fyrir atvikið. Hann verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínu í japanska kappakstrinum. Umferðinni var stýrt af sýndaröryggisbíl sem heldur öllum ökumönnum á sama hraða. Þeir sem áttu eftir að taka þjónustuhlé gripu tækifærið. Öryggisbíllinn kom svo út til að hægt væri að hreinsa brautina. Hann hefur þá komið út í öllum átta keppnunum í Singapúr. Mercedes menn tóku fram úr Daniil Kvyat á Red Bull, sem var fjórði. Toro Rosso bíll Carlos Sainz festist í hlutlausum í endurræsingunni og hann tapaði mörgum sætum.Lewis Hamilton náði ekki að klára keppnina. Það hleypir lífi í heimsmeistarakeppni ökumanna.Vísir/GettyHamilton kallaði á hjálp á hring 26. „Ég missti afl, ég missti afl,“ sagði Hamilton í talstöðinni.Nico Rosberg var fljótur að taka fram úr. Hamilton færðist aftur um fimm sæti á einum hring úr fjórða í níunda. Hamilton fékk allskonar leiðbeiningar um stillingar á stýrinu sem áttu að hjálpa en ekkert virtist hjálpa. Bíllinn virtist ekki hlaða batteríin. Hamilton hætti keppni á hring 32. Þetta hleypir lífi í titilbaráttu ökumanna. Massa kom í gegnum þjónustusvæðið í hlutlausum, hann stoppaði ekki heldur fann gír og hélt áfram. Honum var svo sagt að koma inn á þjónustusvæðið aftur á næsta hring til að hætta keppni.Fernando Alonso hætti keppni á biluðum McLaren á sama tíma og Hamilton. Þetta var fyrsta skipti sem Alonso lýkur ekki keppni í einum af fjórum efstu sætunum. Á hring 36 var öryggsibíllinn kallaður út þegar áhorfandi var kominn inn á brautina. Eftir endurræsinguna lenti Jenson Button aftan á Pastor Maldonado og braut hluta af framvængnum af. Button þurfti að hætta keppni á hring 52 til að spara gírkassann. McLaren kom hvorugum bílnum í mark í fjórða skiptið í ár. Romain Grosjean hætti keppni á næst síðasta hring á Lotus bílnum.Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg og Kvyat fljótastir í Singapúr í dag Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 18. september 2015 16:45 Rossi tekur sæti Merhi hjá Manor Alexander Rossi mun keyra fyrir Manor liðið í næstu fimm keppnum. Fyrsta keppnin verður í Singapúr um komandi helgi. 16. september 2015 21:45 Rosberg notar síðustu vélina í Singapúr Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins mun byrja að nota fjórðu vélina á tímabilinu í Singapúr um helgina. Það er síðasta nýja vélin sem hann má nota án þess að hljóta refsingu fyrir. 17. september 2015 22:30 Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 19. september 2015 13:45 Wolff: Við tókum risavaxið skref aftur á bak Sebastian Vettel náði sinum fyrsta ráspól fyrir Ferrari í Singapúr. Þetta er einn mikilvægasti ráspóll ársins, enda erfitt að taka fram úr. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 19. september 2015 19:30 Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Rosberg og Kvyat fljótastir í Singapúr í dag Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 18. september 2015 16:45
Rossi tekur sæti Merhi hjá Manor Alexander Rossi mun keyra fyrir Manor liðið í næstu fimm keppnum. Fyrsta keppnin verður í Singapúr um komandi helgi. 16. september 2015 21:45
Rosberg notar síðustu vélina í Singapúr Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins mun byrja að nota fjórðu vélina á tímabilinu í Singapúr um helgina. Það er síðasta nýja vélin sem hann má nota án þess að hljóta refsingu fyrir. 17. september 2015 22:30
Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 19. september 2015 13:45
Wolff: Við tókum risavaxið skref aftur á bak Sebastian Vettel náði sinum fyrsta ráspól fyrir Ferrari í Singapúr. Þetta er einn mikilvægasti ráspóll ársins, enda erfitt að taka fram úr. Hver sagði hvað eftir tímatökuna. 19. september 2015 19:30