Sá þriðji var í boði Gasol Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. september 2015 06:00 Pau Gasol tekur við verðlaununum sem besti leikmaður mótsins. vísir/getty Spánverjar urðu Evrópumeistarar í körfubolta í þriðja sinn þegar þeir unnu Litháen örugglega, 80-63, í úrslitaleiknum sem fram fór í Lille í Frakklandi. Spænska liðið er nú búið að vinna Evrópumótið þrisvar sinnum af síðustu fjórum mótum, en það leyfði Frakklandi að geyma bikarinn í tvö ár. Spánn vann einmitt ríkjandi Evrópumeistara Frakka á þeirra heimavelli í undanúrslitunum þar sem Pau Gasol fór á kostum og skoraði 40 stig. Þessi 35 ára gamli miðherji hefur sýnt sínar bestu hliðar allt mótið og hann sveik sína menn ekki í gær. Gasol lauk leik með 25 stig, 12 fráköst og fjórar stoðsendingar, en hann er búinn að fara á kostum í útsláttarkeppninni. Gasol byrjaði því að setja 30 stig á Pólverja í 16 liða úrslitunum, 27 á Grikki í háspennusigri í átta liða úrslitum og svo 40 stig í framlengdum sigri gegn ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands.Pau Gasol var bestur á EM.vísir/epaLangbestur Gasol var kjörinn besti leikmaður mótsins og það kom engum á óvart. Chicago Bulls-maðurinn var með flest stig að meðaltali í leik (25,6), flestar körfur að meðaltali í leik (8,6), flest víti nýtt (7,3), flest varin skot (2,3) og fór oftast á vítalínuna (9,1) að meðaltali í leik. Spænska liðið hefði getað mætt til leiks með ofurstjörnur í hverri stöðu. Mögulegt byrjunarlið gat verið; Ricky Rubio (Minnesota Timberwolves), José Calderón (NY Knicks), Serge Ibaka (OKC Thunder), Pau Gasol (Chicago Bulls) og Marc Gasol (Memphis Grizzliez). Eini sem mætti var Pau Gasol og það var nóg, en auðvitað er liðið fullt af frábærum leikmönnum. Sá gamli bar þó af og leiddi sitt lið að þriðja titlinum. Hann er nú búinn að eiga stóran þátt í öllum þremur Evrópumeistaratitlunum sem Spánn hefur unnið, og þá var hann einnig stigahæstur og bestur á Evrópumótinu 2009 þegar Spánn vann í fyrsta sinn.Jón Arnór með boltann fyrir íslenska liðið.vísir/valliMættu þremur af sex bestu Íslenska landsliðið spilaði á Evrópu¬mótinu í fyrsta sinn og tapaði öllum leikjum sínum enda í einum sterkasta riðli sem sést hefur á mótinu. Til marks um það má benda á að þrjú af sex liðum riðilsins, Spánn, Serbía og Ítalía, enduðu á meðal sex efstu þjóðanna. Tyrkir voru svo í 9.-16. sæti en Þjóðverjar ollu miklum vonbrigðum á heimavelli og urðu í 17.-20. sæti á kveðjumóti Dirk Nowitzki. Ísland spilaði því við liðið sem síðar varð Evrópumeistari í riðlakeppninni og tapaði, 99-73, eftir frábæran fyrri hálfleik þar sem staðan var 41-36 fyrir Spánverjum. Ísland hélt Gasol í 21 stig en hann spilaði þó bara 23 mínútur í þeim leik og tók sjö fráköst.LOKASTAÐAN Á EM:1. SPÁNN2. Litháen3. Frakkland4. SERBÍA5.-6. Grikkland ÍTALÍA7. Tékkland8. Lettland9.-16. Króatía Ísrael, Pólland, Slóvenía, Belgía, TYRKLAND, Georgía, Finnland17.-20. Rússland, ÞÝSKALAND, Makedónía, Eistland21.-24 Holland, Úkraína, Bosnía, ÍSLANDGasol í útsláttarkeppninni:16 liða úrslit á móti Póllandi (80-66): 30 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar8 liða úrslit á móti Grikklandi (73-71): 27 stig, 9 fráköst, 3 stoðsendingarUndanúrslit á móti Frakklandi (80-75 e. framl.): 40 stig, 11 fráköst, 1 stoðsendingÚrslit á móti Litháen (80-63): 25 stig, 12 fráköst, 4 stoðsendingar EM 2015 í Berlín Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Spánverjar urðu Evrópumeistarar í körfubolta í þriðja sinn þegar þeir unnu Litháen örugglega, 80-63, í úrslitaleiknum sem fram fór í Lille í Frakklandi. Spænska liðið er nú búið að vinna Evrópumótið þrisvar sinnum af síðustu fjórum mótum, en það leyfði Frakklandi að geyma bikarinn í tvö ár. Spánn vann einmitt ríkjandi Evrópumeistara Frakka á þeirra heimavelli í undanúrslitunum þar sem Pau Gasol fór á kostum og skoraði 40 stig. Þessi 35 ára gamli miðherji hefur sýnt sínar bestu hliðar allt mótið og hann sveik sína menn ekki í gær. Gasol lauk leik með 25 stig, 12 fráköst og fjórar stoðsendingar, en hann er búinn að fara á kostum í útsláttarkeppninni. Gasol byrjaði því að setja 30 stig á Pólverja í 16 liða úrslitunum, 27 á Grikki í háspennusigri í átta liða úrslitum og svo 40 stig í framlengdum sigri gegn ríkjandi Evrópumeisturum Frakklands.Pau Gasol var bestur á EM.vísir/epaLangbestur Gasol var kjörinn besti leikmaður mótsins og það kom engum á óvart. Chicago Bulls-maðurinn var með flest stig að meðaltali í leik (25,6), flestar körfur að meðaltali í leik (8,6), flest víti nýtt (7,3), flest varin skot (2,3) og fór oftast á vítalínuna (9,1) að meðaltali í leik. Spænska liðið hefði getað mætt til leiks með ofurstjörnur í hverri stöðu. Mögulegt byrjunarlið gat verið; Ricky Rubio (Minnesota Timberwolves), José Calderón (NY Knicks), Serge Ibaka (OKC Thunder), Pau Gasol (Chicago Bulls) og Marc Gasol (Memphis Grizzliez). Eini sem mætti var Pau Gasol og það var nóg, en auðvitað er liðið fullt af frábærum leikmönnum. Sá gamli bar þó af og leiddi sitt lið að þriðja titlinum. Hann er nú búinn að eiga stóran þátt í öllum þremur Evrópumeistaratitlunum sem Spánn hefur unnið, og þá var hann einnig stigahæstur og bestur á Evrópumótinu 2009 þegar Spánn vann í fyrsta sinn.Jón Arnór með boltann fyrir íslenska liðið.vísir/valliMættu þremur af sex bestu Íslenska landsliðið spilaði á Evrópu¬mótinu í fyrsta sinn og tapaði öllum leikjum sínum enda í einum sterkasta riðli sem sést hefur á mótinu. Til marks um það má benda á að þrjú af sex liðum riðilsins, Spánn, Serbía og Ítalía, enduðu á meðal sex efstu þjóðanna. Tyrkir voru svo í 9.-16. sæti en Þjóðverjar ollu miklum vonbrigðum á heimavelli og urðu í 17.-20. sæti á kveðjumóti Dirk Nowitzki. Ísland spilaði því við liðið sem síðar varð Evrópumeistari í riðlakeppninni og tapaði, 99-73, eftir frábæran fyrri hálfleik þar sem staðan var 41-36 fyrir Spánverjum. Ísland hélt Gasol í 21 stig en hann spilaði þó bara 23 mínútur í þeim leik og tók sjö fráköst.LOKASTAÐAN Á EM:1. SPÁNN2. Litháen3. Frakkland4. SERBÍA5.-6. Grikkland ÍTALÍA7. Tékkland8. Lettland9.-16. Króatía Ísrael, Pólland, Slóvenía, Belgía, TYRKLAND, Georgía, Finnland17.-20. Rússland, ÞÝSKALAND, Makedónía, Eistland21.-24 Holland, Úkraína, Bosnía, ÍSLANDGasol í útsláttarkeppninni:16 liða úrslit á móti Póllandi (80-66): 30 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar8 liða úrslit á móti Grikklandi (73-71): 27 stig, 9 fráköst, 3 stoðsendingarUndanúrslit á móti Frakklandi (80-75 e. framl.): 40 stig, 11 fráköst, 1 stoðsendingÚrslit á móti Litháen (80-63): 25 stig, 12 fráköst, 4 stoðsendingar
EM 2015 í Berlín Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Fleiri fréttir KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira