Apple fjarlægir hundruð af sýktum smáforritum úr App Store Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2015 10:19 Rekja má sýktu smáforritin til Kína. Vísir/Getty Apple hefur fjarlægt um 300 smáforrit sem sýkt voru af vírusum úr App store, netverslun Apple með smáforrit. Er þetta í fyrsta sinn sem svo mörg sýkt smáforrit komast í gegnum stranga síu Apple en rekja má sýktu smáforritin til Kína. Sýktu smáforitin láku upplýsingum um notendur til óprúttinna aðila sem stóðu að baki verknaðinum. Talið er að þeir hafi útbúið samskonar forrit og notað er til þess að hanna smáforrit, sýkt það af vírusum og nýtt sér það að erfitt er fyrir netnotendur í Kína að nálgast stórar skrár af vefþjónum erlendis frá vegna ritskoðunar kínverskra yfirvalda á netumferð. Netöryggisfyrirtækið Palo Alto Networks segir að áður hafi aðeins verið vitað til þess að fimm sýkt smáforrit hafi fundist í App Store. Sérfræðingur Palo Alto Networks sagði að ekki væri mikil hætta fólgin í þessum rúmlega 300 smáforritum sem komust í gegnum síur Apple í þetta sinn en lét þó hafa eftir sér að erfitt gæti reynst fyrir Apple að koma í veg fyrir þessa tilteknu leið til að koma sýktum smáforritum í Apple Store. Talsmaður Apple sagði að fyrirtækið myndi vinna með hönnuðum forritanna til þess að tryggja það að þeir væru að nota rétta útgáfu af forritinu til þess að endurvinna smáforritin sem sýkt voru. Tækni Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Apple hefur fjarlægt um 300 smáforrit sem sýkt voru af vírusum úr App store, netverslun Apple með smáforrit. Er þetta í fyrsta sinn sem svo mörg sýkt smáforrit komast í gegnum stranga síu Apple en rekja má sýktu smáforritin til Kína. Sýktu smáforitin láku upplýsingum um notendur til óprúttinna aðila sem stóðu að baki verknaðinum. Talið er að þeir hafi útbúið samskonar forrit og notað er til þess að hanna smáforrit, sýkt það af vírusum og nýtt sér það að erfitt er fyrir netnotendur í Kína að nálgast stórar skrár af vefþjónum erlendis frá vegna ritskoðunar kínverskra yfirvalda á netumferð. Netöryggisfyrirtækið Palo Alto Networks segir að áður hafi aðeins verið vitað til þess að fimm sýkt smáforrit hafi fundist í App Store. Sérfræðingur Palo Alto Networks sagði að ekki væri mikil hætta fólgin í þessum rúmlega 300 smáforritum sem komust í gegnum síur Apple í þetta sinn en lét þó hafa eftir sér að erfitt gæti reynst fyrir Apple að koma í veg fyrir þessa tilteknu leið til að koma sýktum smáforritum í Apple Store. Talsmaður Apple sagði að fyrirtækið myndi vinna með hönnuðum forritanna til þess að tryggja það að þeir væru að nota rétta útgáfu af forritinu til þess að endurvinna smáforritin sem sýkt voru.
Tækni Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira