Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. september 2015 20:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ekki sé óalgengt að lagðar séu fram tillögur sem eigi eftir að útfæra. Draga þurfi lærdóm af málinu, því stór og viðkvæm mál þurfi að undirbúa á annan hátt en önnur. Dagur sat fyrir svörum hjá Frosta og Mána í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem ræddar voru misheppnaðar viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Dagur hefur þegar beðist afsökunar á málinu og dregið tillöguna til baka, svo hægt verði að útfæra hana frekar. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína í þættinum í kvöld og sagðist ekki hafa séð fyrir svo sterk viðbrögð. Þá sagðist hann hafa rætt málið við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra nú um helgina, sem hafi jafnframt sagt viðbrögðin hafa komið sér á óvart.Sjálfum sér reiður „Ég held það sé ekki neinn Íslendingur sem telur það að það sé léleg hugmynd að undirstrika mikilvægi mannréttinda eða mótmæla mannréttindabrotum í heiminum, jafnvel þó það hafi einhverjar afleiðingar. En það er ekki það vonda í þessu máli. Það vonda er að við undirbjuggum þetta ekki nógu vel og vorum ekki undirbúin fyrir þessi viðbrögð,“ sagði hann. „Við einfaldlega verðum að draga lærdóm af þessu. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að undirbúa málin, og sérstaklega mikilvægar ákvarðanir. Ég er sjálfum mér reiður að það hafi ekki tekist betur í þessu máli.“ Dagur var spurður hvers vegna hann hefði þegið boðsferðir, til dæmis til Kína, líkt og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafi bent á á dögunum og hvort slíkar ferðir heyri ekki undir mannréttindastefnu borgarinnar, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem þar séu framin. Hann sagði mikilvægt að árétta það að ferðin hafi verið greidd af Evrópusambandinu, en um hafi verið að ræða sameiginlegan fund Kína og ESB. Hann hafi nýtt tækifærið á fundinum og rætt mannréttindi.Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að ekki sé óalgengt að lagðar séu fram tillögur sem eigi eftir að útfæra. Draga þurfi lærdóm af málinu, því stór og viðkvæm mál þurfi að undirbúa á annan hátt en önnur. Dagur sat fyrir svörum hjá Frosta og Mána í beinni útsendingu í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld þar sem ræddar voru misheppnaðar viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Dagur hefur þegar beðist afsökunar á málinu og dregið tillöguna til baka, svo hægt verði að útfæra hana frekar. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína í þættinum í kvöld og sagðist ekki hafa séð fyrir svo sterk viðbrögð. Þá sagðist hann hafa rætt málið við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra nú um helgina, sem hafi jafnframt sagt viðbrögðin hafa komið sér á óvart.Sjálfum sér reiður „Ég held það sé ekki neinn Íslendingur sem telur það að það sé léleg hugmynd að undirstrika mikilvægi mannréttinda eða mótmæla mannréttindabrotum í heiminum, jafnvel þó það hafi einhverjar afleiðingar. En það er ekki það vonda í þessu máli. Það vonda er að við undirbjuggum þetta ekki nógu vel og vorum ekki undirbúin fyrir þessi viðbrögð,“ sagði hann. „Við einfaldlega verðum að draga lærdóm af þessu. Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að undirbúa málin, og sérstaklega mikilvægar ákvarðanir. Ég er sjálfum mér reiður að það hafi ekki tekist betur í þessu máli.“ Dagur var spurður hvers vegna hann hefði þegið boðsferðir, til dæmis til Kína, líkt og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafi bent á á dögunum og hvort slíkar ferðir heyri ekki undir mannréttindastefnu borgarinnar, í ljósi þeirra mannréttindabrota sem þar séu framin. Hann sagði mikilvægt að árétta það að ferðin hafi verið greidd af Evrópusambandinu, en um hafi verið að ræða sameiginlegan fund Kína og ESB. Hann hafi nýtt tækifærið á fundinum og rætt mannréttindi.Innslagið úr Íslandi í dag má sjá í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Sjá meira