Verður Barcelona sparkað úr spænsku deildinni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2015 21:09 Lionel Messi hjá Barcelona. Vísir/Getty Framtíð Barcelona í spænsku deildinni gæti verið í uppnámi kjósi Katalóníubúar sjálfsstæðisflokkinn til valda í kosningum í Katalóníu um næstu helgi. Katalóníubúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn kemur og þar er óbeint kosið um hver eigi að stýra Katalóníu í framtíðinni en einn stærsti flokkurinn í Katalóníu hefur sóst eftir sjálfstæði. „Sameinumst um já" flokkurinn hefur fengið gott fylgi í skoðunarkönnunum og er sigurstranglegur í kosningunum. Stefna flokksins er að taka aftur upp skipulag Spánar frá 1872 þegar Katalónía var ekki hluti af Spáni. Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, hefur blandað sér inn í kosningarbaráttuna með því að lýsa því yfir að Barcelona eigi ekki framtíð í deildinni kjósi Katalóníubúar sjálfsstæði. Tebas notaði twitter í kvöld til að leggja áherslu á að Barcelona yrði sparkað út úr spænsku deildinni. „Ef Spánn brotnar þá brotnar spænska deildin líka. Við skulum vona að svo fáránlega aðstæður komi ekki upp," sagði Javier Tebas á twitter. Reyndar er Barcelona ekki eina félagið sem væri á leiðinni út því Espanyol er einnig frá Barcelona og þar með Katalóníu.Si se rompe España, se rompe LaLiga. Esperemos no llegar nunca a ese absurdo. — Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) September 20, 2015 „Íþróttalögin eru skýr. Einu félögin utan Spánar sem mega taka þátt eru lið frá Andorra. La Liga verður ekki deild með katalónskum félögum verði Katalónía sjálfsstæð," sagði Javier Tebas við spænska blaðið AS í morgun. Josep Bartomeu, forseti Barcelona, hefur verið harður á því að félagið haldi sínu hlutleysi í málinu. Barcelona vann spænska meistaratitilinn í 23. sinn síðasta vor og er einnig ríkjandi Evrópumeistari. Það er ekki bara þátttaka liðsins í spænsku deildinni sem er í uppnámi verði félaginu sparkað út heldur einnig sæti liðsins í Meistaradeildinni. Það bíða margir spenntir eftir niðurstöðu kosninganna á sunnudaginn kemur en þetta hræðslutaktík Javier Tebas er líkleg til að hafa áhrif á gang mála. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Sjá meira
Framtíð Barcelona í spænsku deildinni gæti verið í uppnámi kjósi Katalóníubúar sjálfsstæðisflokkinn til valda í kosningum í Katalóníu um næstu helgi. Katalóníubúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn kemur og þar er óbeint kosið um hver eigi að stýra Katalóníu í framtíðinni en einn stærsti flokkurinn í Katalóníu hefur sóst eftir sjálfstæði. „Sameinumst um já" flokkurinn hefur fengið gott fylgi í skoðunarkönnunum og er sigurstranglegur í kosningunum. Stefna flokksins er að taka aftur upp skipulag Spánar frá 1872 þegar Katalónía var ekki hluti af Spáni. Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, hefur blandað sér inn í kosningarbaráttuna með því að lýsa því yfir að Barcelona eigi ekki framtíð í deildinni kjósi Katalóníubúar sjálfsstæði. Tebas notaði twitter í kvöld til að leggja áherslu á að Barcelona yrði sparkað út úr spænsku deildinni. „Ef Spánn brotnar þá brotnar spænska deildin líka. Við skulum vona að svo fáránlega aðstæður komi ekki upp," sagði Javier Tebas á twitter. Reyndar er Barcelona ekki eina félagið sem væri á leiðinni út því Espanyol er einnig frá Barcelona og þar með Katalóníu.Si se rompe España, se rompe LaLiga. Esperemos no llegar nunca a ese absurdo. — Javier Tebas Medrano (@Tebasjavier) September 20, 2015 „Íþróttalögin eru skýr. Einu félögin utan Spánar sem mega taka þátt eru lið frá Andorra. La Liga verður ekki deild með katalónskum félögum verði Katalónía sjálfsstæð," sagði Javier Tebas við spænska blaðið AS í morgun. Josep Bartomeu, forseti Barcelona, hefur verið harður á því að félagið haldi sínu hlutleysi í málinu. Barcelona vann spænska meistaratitilinn í 23. sinn síðasta vor og er einnig ríkjandi Evrópumeistari. Það er ekki bara þátttaka liðsins í spænsku deildinni sem er í uppnámi verði félaginu sparkað út heldur einnig sæti liðsins í Meistaradeildinni. Það bíða margir spenntir eftir niðurstöðu kosninganna á sunnudaginn kemur en þetta hræðslutaktík Javier Tebas er líkleg til að hafa áhrif á gang mála.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Sjá meira