Fimmtíu sóttu um hæli á Íslandi í ágúst Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2015 07:00 Katrín Jakobsdóttir Hælisleitendur verða líklegast tvöfalt fleiri í ár en árið á undan. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í sérstökum umræðum um málefni flóttamanna á Alþingi í gær. Málshefjandi var Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Hún fagnaði ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja tveimur milljörðum króna í málefni flóttamanna. Benti hún á að 2.000 flóttamenn hefðu drukknað á leið sinni yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi. „Við gætum verið að horfa á umfangsmestu þjóðflutninga sem við höfum séð á síðari tímum. Við gætum verið að horfa upp á langtímaástand þar sem fólk yfirgefur heimili sín og það gerir enginn að gamni sínu,“ sagði Katrín. Því væri mikilvægt að líta á verkefnið sem langtímaverkefni, en ekki sem átaksverkefni. Um þetta voru þau Sigmundur Davíð og Katrín sammála. Þau telja bæði mikilvægt að horfa til stöðu flóttamanna, sem stjórnvöld ákváðu að taka á móti, jafnt sem hælisleitenda, sem eru þeir sem komast hingað á eigin forsendum en eru í mörgum tilfellum sendir til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sigmundur Davíð sagði að grundvallaratriðið í þeirri stefnu sem stjórnvöld kynntu á laugardaginn væri að líta á vandann sem eina heild, en ekki bara skoða einn anga hans. „Með því á ég við að við þurfum hér heima fyrir, í auknum mæli, að líta á flóttamenn og hælisleitendur sem einn hóp,“ sagði hann.Ráðherrabústaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherraSigmundur Davíð sagði að þetta væri mjög brýnt núna því hælisleitendum fjölgar hér gríðarlega. „Áður heyrði það til algjörra undantekninga að menn kæmu hingað sem flóttamenn og fengju dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Flestir sem komu hingað voru það sem kallað er kvótaflóttamenn,“ sagði Sigmundur Davíð. Nú færi hælisleitendum mjög fjölgandi. „Fjölgunin hefur verið um 50 prósent á ári undanfarin ár, ár eftir ár. En nú lítur út fyrir að fjölgunin milli ára frá 2014 til 2015 verði nær 100 prósent.“ Hann benti á að fimmtíu hefðu sótt um hæli hér á landi í ágúst og fjöldinn væri nú þegar að verða svipaður í þessum mánuði. „Nú þegar hafa 54, bara á þessu ári, fengið hér hæli eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum, sem eru miklu fleiri en á undanförnum árum,“ sagði hann. Fjöldi þeirra sem fengju stöðu flóttamanns í ár yrði miklu meiri en hundrað. Sigmundur Davíð bætti við að það væri mikilvægt að flóttafólk í flóttamannabúðum í Sýrlandi og við Sýrland gæti búið við aðstæður sem eru eins góðar og hægt er í flóttamannabúðum. Alþingi Flóttamenn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Hælisleitendur verða líklegast tvöfalt fleiri í ár en árið á undan. Þetta kom fram í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í sérstökum umræðum um málefni flóttamanna á Alþingi í gær. Málshefjandi var Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Hún fagnaði ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja tveimur milljörðum króna í málefni flóttamanna. Benti hún á að 2.000 flóttamenn hefðu drukknað á leið sinni yfir Miðjarðarhafið í leit að betra lífi. „Við gætum verið að horfa á umfangsmestu þjóðflutninga sem við höfum séð á síðari tímum. Við gætum verið að horfa upp á langtímaástand þar sem fólk yfirgefur heimili sín og það gerir enginn að gamni sínu,“ sagði Katrín. Því væri mikilvægt að líta á verkefnið sem langtímaverkefni, en ekki sem átaksverkefni. Um þetta voru þau Sigmundur Davíð og Katrín sammála. Þau telja bæði mikilvægt að horfa til stöðu flóttamanna, sem stjórnvöld ákváðu að taka á móti, jafnt sem hælisleitenda, sem eru þeir sem komast hingað á eigin forsendum en eru í mörgum tilfellum sendir til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sigmundur Davíð sagði að grundvallaratriðið í þeirri stefnu sem stjórnvöld kynntu á laugardaginn væri að líta á vandann sem eina heild, en ekki bara skoða einn anga hans. „Með því á ég við að við þurfum hér heima fyrir, í auknum mæli, að líta á flóttamenn og hælisleitendur sem einn hóp,“ sagði hann.Ráðherrabústaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherraSigmundur Davíð sagði að þetta væri mjög brýnt núna því hælisleitendum fjölgar hér gríðarlega. „Áður heyrði það til algjörra undantekninga að menn kæmu hingað sem flóttamenn og fengju dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Flestir sem komu hingað voru það sem kallað er kvótaflóttamenn,“ sagði Sigmundur Davíð. Nú færi hælisleitendum mjög fjölgandi. „Fjölgunin hefur verið um 50 prósent á ári undanfarin ár, ár eftir ár. En nú lítur út fyrir að fjölgunin milli ára frá 2014 til 2015 verði nær 100 prósent.“ Hann benti á að fimmtíu hefðu sótt um hæli hér á landi í ágúst og fjöldinn væri nú þegar að verða svipaður í þessum mánuði. „Nú þegar hafa 54, bara á þessu ári, fengið hér hæli eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum, sem eru miklu fleiri en á undanförnum árum,“ sagði hann. Fjöldi þeirra sem fengju stöðu flóttamanns í ár yrði miklu meiri en hundrað. Sigmundur Davíð bætti við að það væri mikilvægt að flóttafólk í flóttamannabúðum í Sýrlandi og við Sýrland gæti búið við aðstæður sem eru eins góðar og hægt er í flóttamannabúðum.
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira