Bílar

12 strokka ofur-Benz með rafmótorum á teikniborðinu

Finnur Thorlacius skrifar
Svo virðist sem Mercedes Benz ætli að keppa í öllum flokkum bíla, enda mikill vöxtur hjá fyrirtækinu um þessar mundir.
Svo virðist sem Mercedes Benz ætli að keppa í öllum flokkum bíla, enda mikill vöxtur hjá fyrirtækinu um þessar mundir.
Svo virðist sem Mercedes Benz ætli að taka þátt í slagnum um öflugustu ofurbíla heims með nýjum bíl sem búinn verður 12 strokka vél, en að auki rafmótorum.

Þessi samsetning hljómar kunnuglega, enda á hún við fljæotustu ofurbíla heims í dag, Porsche 918 Spyder, McLaren P1 og Ferrari LaFerrari, en þeir eru allir með öflugar vélar auk rafmótora.

Eins og er er AMG GT bíll Mercedes Benz öflugasti bíll fyrirtækisins en það mun breytast með tilkomu þessa bíls. AMG GT kostar um 130.000 dollara en nýi bíllinn mun örugglega toppa það ríflega.

Það að þessi nýi bíll verði knúinn rafmótorum réttlætir tilvist hans og hætt er við því að Benz væri ekki með 12 strokka bíl í smíðum ef hann væri ekki með rafmótorum til að keyra niður mengunargildi hans. Nýja ofurbílnum er ætlað að leysa af SLS bíl Mercedes Benz og er því hætt við að framleiðslu hans verði hætt er sá nýi kemur á markað. 






×