"Óraunverulegt að sjá fatalínuna mína á Vogue" Ritstjórn skrifar 22. september 2015 14:15 Anita í lok sýningarinnar „Ég var með svo mikinn hnút í maganum og klikkðan spenning. En þetta gekk svo smurt og var mikið minna stress en ég bjóst við,“ segir fatahönnuðurinn Anita Hirlekar sýndi sína fyrstu sýningu á London Fashion Week um helgina. Hún útskrifaðist frá Central Saint Martins í fyrra, og var svo valin ásamt þremur öðrum til þess að sýna á London Fashion Week undir flokknum „Ones to watch.“ Anita var að vonum í skýjunum með sýninguna sem er búin að fá frábærar viðtökur. „Allt gekk ótrulega vel, ég fékk rosa góð viðbrögð og var í kjölfarið boðið til Parísar að sýna í showroom þar. Svo ég er að fara með línuna á Paris Fashion Week sem er mjög spennandi,“ sagði Anita. Þar kemst hún í kynni við alþjóðlega kaupendur.Vinnan við línuna fyrir London Fashion week tók um þrjá mánuði. „Þetta gerðist allt svo hratt. Þessi lína er að miklu leyti unnin úr AW 14 línunni minni, sem er Mastersverkefnið mitt,“segir Anita Hún segir það mjög óraunverulegt að sjá nafnið sitt og línuna á vogue.com innan um öll stóru nöfnin. „Við erum búin ad koma The Evening Standard og eitthvað hér úti, sem er frekar weird. Og enn fyndnara þar sem ég vann línuna á Akureyri,“ segir hún, en það er heimabær Anitu. Næstu skref segir hún vera að kynna línuna í Paris og sjá svo hvað gerist. „Ég tek þetta bara í skrefum, sé hvað gerist í París. Og svo er bara að vinna að næstu línu.“ Glamour Tíska Mest lesið "Mér finnst þetta óþægilegt" Glamour Beckham og Hart eru tvíburar fyrir H&M Glamour Brot af því besta frá tískuvikunni í Ástralíu Glamour Frumkvöðull förðunarkennslumyndbandanna hættir Glamour Skálaði fyrir sinni fyrstu Óskarstilnefningu Glamour Lena Dunham og Jemima Kirke auglýsa nærföt Glamour Gigi biðst afsökunar á Melania Trump eftirhermunni Glamour Anna Wintour á forsíðu Business of Fashion Glamour Margir bættu bleiku í fataskápinn Glamour Þykk hárbönd og úfið hár Glamour
„Ég var með svo mikinn hnút í maganum og klikkðan spenning. En þetta gekk svo smurt og var mikið minna stress en ég bjóst við,“ segir fatahönnuðurinn Anita Hirlekar sýndi sína fyrstu sýningu á London Fashion Week um helgina. Hún útskrifaðist frá Central Saint Martins í fyrra, og var svo valin ásamt þremur öðrum til þess að sýna á London Fashion Week undir flokknum „Ones to watch.“ Anita var að vonum í skýjunum með sýninguna sem er búin að fá frábærar viðtökur. „Allt gekk ótrulega vel, ég fékk rosa góð viðbrögð og var í kjölfarið boðið til Parísar að sýna í showroom þar. Svo ég er að fara með línuna á Paris Fashion Week sem er mjög spennandi,“ sagði Anita. Þar kemst hún í kynni við alþjóðlega kaupendur.Vinnan við línuna fyrir London Fashion week tók um þrjá mánuði. „Þetta gerðist allt svo hratt. Þessi lína er að miklu leyti unnin úr AW 14 línunni minni, sem er Mastersverkefnið mitt,“segir Anita Hún segir það mjög óraunverulegt að sjá nafnið sitt og línuna á vogue.com innan um öll stóru nöfnin. „Við erum búin ad koma The Evening Standard og eitthvað hér úti, sem er frekar weird. Og enn fyndnara þar sem ég vann línuna á Akureyri,“ segir hún, en það er heimabær Anitu. Næstu skref segir hún vera að kynna línuna í Paris og sjá svo hvað gerist. „Ég tek þetta bara í skrefum, sé hvað gerist í París. Og svo er bara að vinna að næstu línu.“
Glamour Tíska Mest lesið "Mér finnst þetta óþægilegt" Glamour Beckham og Hart eru tvíburar fyrir H&M Glamour Brot af því besta frá tískuvikunni í Ástralíu Glamour Frumkvöðull förðunarkennslumyndbandanna hættir Glamour Skálaði fyrir sinni fyrstu Óskarstilnefningu Glamour Lena Dunham og Jemima Kirke auglýsa nærföt Glamour Gigi biðst afsökunar á Melania Trump eftirhermunni Glamour Anna Wintour á forsíðu Business of Fashion Glamour Margir bættu bleiku í fataskápinn Glamour Þykk hárbönd og úfið hár Glamour